Neyddust til að lenda Boeing 737-8 MAX vegna bilunar í vélarbúnaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 14:08 Boeing Max 737 vélar hafa verið kyrrsetar í um 20 mánuði. Getty/Stephen Brashear Óvænt þurfti að lenda Boeing 737-8 MAX vél Air Canada, eftir að flugmenn vélarinnar neyddust til að slökkva á öðrum hreyfli þotunnar. Engir farþegar voru í vélinni heldur aðeins þriggja manna áhöfn. Vélin var á leið frá Arizona til Montreal þann 22. desember síðastliðinn og var stutt á veg komin þegar atvikið kom upp. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að um borð hafi aðeins verið þriggja manna áhöfn sem hafi fengið meldingu vegna vélarbilunar og hafi ákveðið að slökkva á öðrum hreyflinum. „Nútíma flugför eru hönnuð til að ganga fyrir einum hreyfli og áhöfn okkar er þjálfuð fyrir slík tilfelli,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Samkvæmt belgíska flugfréttamiðlinum Aviation.24 fengu flugmennirnir meldingu um lágan þrýsting vökva í vinstri hreyfli skömmu eftir flugtak. Yfirverkfræðingar flugfélagsins eru síðan sagðir hafa ákveðið að vélinni skyldi flogið áfram til Montreal, en áhöfnin fékk síðan meldingu um ójafnvægi eldsneytis frá hægri væng og því hafi þeir neyðst til að slökkva á vinsri hreyfli þotunnar. Því næst hafi verið framkvæmd öryggislending í Tucson í Arizona. Flugvélaframleiðandinn Boeing og flugfélög sem nota vélar framleiðandans eru skuldbundin til að halda úti auknu eftirliti með MAX-vélunum sem nú hafa verið kyrrsettar í um tuttugu mánuði. Öryggissérfræðingar segja galla á borð við þann sem upp kom vera algenga og að sjaldnast sé tekið eftir þeim. MAX-vélarnar voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys í Indónesíu 2018 og Eþíópíu 2019. Einhver flugfélög tóku vélarnar aftur í notkun fyrr í þessum mánuði en Flugmálastofnun Bandaríkjanna aflétti kyrrsetningu þeirra í nóvember. Flugmálastofnun Evrópu stefnir að því að aflétta kyrrsetningu vélanna í janúar 2021 en óvíst er hversu langt mun líða þar til vélarnar verða aftur teknar í almenna notkun. Það veltur meðal annars á því hversu langan tíma endurþjálfun flugmanna tekur og uppfærsla hugbúnaðar flugfélaga að því er fram kemur í frétt Sky News af málinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Bandaríkin Kanada Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Vélin var á leið frá Arizona til Montreal þann 22. desember síðastliðinn og var stutt á veg komin þegar atvikið kom upp. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að um borð hafi aðeins verið þriggja manna áhöfn sem hafi fengið meldingu vegna vélarbilunar og hafi ákveðið að slökkva á öðrum hreyflinum. „Nútíma flugför eru hönnuð til að ganga fyrir einum hreyfli og áhöfn okkar er þjálfuð fyrir slík tilfelli,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Samkvæmt belgíska flugfréttamiðlinum Aviation.24 fengu flugmennirnir meldingu um lágan þrýsting vökva í vinstri hreyfli skömmu eftir flugtak. Yfirverkfræðingar flugfélagsins eru síðan sagðir hafa ákveðið að vélinni skyldi flogið áfram til Montreal, en áhöfnin fékk síðan meldingu um ójafnvægi eldsneytis frá hægri væng og því hafi þeir neyðst til að slökkva á vinsri hreyfli þotunnar. Því næst hafi verið framkvæmd öryggislending í Tucson í Arizona. Flugvélaframleiðandinn Boeing og flugfélög sem nota vélar framleiðandans eru skuldbundin til að halda úti auknu eftirliti með MAX-vélunum sem nú hafa verið kyrrsettar í um tuttugu mánuði. Öryggissérfræðingar segja galla á borð við þann sem upp kom vera algenga og að sjaldnast sé tekið eftir þeim. MAX-vélarnar voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys í Indónesíu 2018 og Eþíópíu 2019. Einhver flugfélög tóku vélarnar aftur í notkun fyrr í þessum mánuði en Flugmálastofnun Bandaríkjanna aflétti kyrrsetningu þeirra í nóvember. Flugmálastofnun Evrópu stefnir að því að aflétta kyrrsetningu vélanna í janúar 2021 en óvíst er hversu langt mun líða þar til vélarnar verða aftur teknar í almenna notkun. Það veltur meðal annars á því hversu langan tíma endurþjálfun flugmanna tekur og uppfærsla hugbúnaðar flugfélaga að því er fram kemur í frétt Sky News af málinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Bandaríkin Kanada Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira