Ritari Framsóknarflokksins: „Erfitt að sjá Sjálfstæðisflokkinn fyrir sér í næstu ríkisstjórn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 19:19 Jón Björn Hákonarson er ritari Framsóknarflokksins og bæjarstjóri í Fjarðabyggð. mynd/Facebook Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og ritari Framsóknarflokksins, segir erfitt að sjá fyrir sér að Sjálfstæðisflokkurinn geti setið í næstu ríkisstjórn. Forystufólki flokksins „gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni,“ og kveðst Jón Björn hafa áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins og segir að augljósir brestir flokksins veiki hann til forystu í íslensku þjóðfélagi. „Nú virðist sem þessi ríkisstjórn verði sú fyrsta sem er með Sjálfstæðisflokkinn innanborðs til að sitja heilt kjörtímabil frá árinu 2007 og það er ekki framgöngu ráðherra og þingmanna þess flokks að þakka. Þingflokkurinn er ósamstæður og ósamtaka og hefur hluti hans verið við hlið Miðflokksins í stjórnarandstöðu í einstaka málum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Jón Björn í færslu á Facebook. Hann líti svo á að andstaða einstakra þingmanna flokksins við sóttvarnaraðgerðir hafi einkennst af „öfgahyggju og ábyrgðarleysi.“ „Ráðherrar hafa þurft að segja af sér. Svo virðist einnig að forystufólki hans gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni og lifa eftir sömu reglum og ætlast er til af okkur öllum núna á þessum snúnu tímum í lífi okkar. Þetta er ekki gott og í augnablikinu er erfitt að sjá Sjálfstæðisflokkinn fyrir sér í næstu ríkisstjórn.“ Ritari Vinstri grænna, hins samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, lýsti því í samtali við Vísi í dag að hún telji athæfi Bjarna Benediktssonar á Þorláksmessu, þegar hann sótti samkomu þar sem of margir voru saman komnir, vera að sínu mati tilefni til afsagnar. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
„Nú virðist sem þessi ríkisstjórn verði sú fyrsta sem er með Sjálfstæðisflokkinn innanborðs til að sitja heilt kjörtímabil frá árinu 2007 og það er ekki framgöngu ráðherra og þingmanna þess flokks að þakka. Þingflokkurinn er ósamstæður og ósamtaka og hefur hluti hans verið við hlið Miðflokksins í stjórnarandstöðu í einstaka málum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Jón Björn í færslu á Facebook. Hann líti svo á að andstaða einstakra þingmanna flokksins við sóttvarnaraðgerðir hafi einkennst af „öfgahyggju og ábyrgðarleysi.“ „Ráðherrar hafa þurft að segja af sér. Svo virðist einnig að forystufólki hans gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni og lifa eftir sömu reglum og ætlast er til af okkur öllum núna á þessum snúnu tímum í lífi okkar. Þetta er ekki gott og í augnablikinu er erfitt að sjá Sjálfstæðisflokkinn fyrir sér í næstu ríkisstjórn.“ Ritari Vinstri grænna, hins samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, lýsti því í samtali við Vísi í dag að hún telji athæfi Bjarna Benediktssonar á Þorláksmessu, þegar hann sótti samkomu þar sem of margir voru saman komnir, vera að sínu mati tilefni til afsagnar.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira