Ungliðahreyfingar bregðast við: UJ skorar á Framsókn og VG að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 20:58 Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa margar hverjar brugðist við sóttvarnahliðarspori fjármála- og efnahagsráðherra. Nú síðast í dag sendu Ungir jafnaðarmenn frá sér yfirlýsingu en Ragna Sigurðardóttir er formaður Ungra jafnaðarmanna. samsett mynd Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa í dag og undanfarna daga brugðist við vegna þeirrar gagnrýni sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sætt eftir að hann sótti fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þannig hvetja Ungir jafnaðarmenn til að mynda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn „tafarlaust og leita eftir stuðningi ábyrgra stjórnarandstöðuflokka við minnihlutastjórn fram að næstu Alþingiskosningum sem verði flýtt og haldnar næsta vor.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ungum jafnaðarmönnum í dag. Píratar hafa viðrað svipaða hugmynd og kveðjast reiðubúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks og að kosningum verði flýtt fram á vor. Í yfirlýsingu UJ er bent á að bæði Sigurður Ingi og Katrín hafi lýst yfir vonbrigðum sínum með það að Bjarni hafi á Þorláksmessu sótt samkomu þar sem saman voru komnir fleiri en mega samkvæmt sóttvarnareglum. Engu að síður hafi þau heitið áframhaldandi stuðningi við Bjarna. „Engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram á því hvað forsætisráðherra meinar þegar hún segir athæfi Bjarna skaða stjórnarsamstarfið en heitir um leið áframhaldandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir í yfirlýsingunni. Þá telja Ungir jafnaðarmenn ennfremur að meðvirkni sé allsráðandi í samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins. „Jafnframt er skýrt að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi virt sóttvarnarreglur eigin ríkisstjórnar að vettugi og með gjörðum sínum gefa þeir í skyn að reglur sem gilda eiga um almenning telji þeir ekki gilda um sig. Samstarfsflokkar hamra á mikilvægi samstöðu þegar gjörðir ráðherra þeirra senda allt önnur skilaboð,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt er í heild sinni á heimasíðu UJ í dag. Undir yfirlýsinguna ritar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. pic.twitter.com/hEHTcyBrjX— SUF (@ungirframsokn) December 27, 2020 Í yfirlýsingu sem Samband ungra Framsóknarmanna birtir á samfélagsmiðlum í kvöld bregst sambandið einnig við því sem kallað hefur verið sóttvarnahliðarspor Bjarna Benediktssonar. „Kæru Sjallar, þið þurfið ekki að fylgja formanninum ykkar í einu og öllu. Stundum ganga þeir of langt og þá getur verið gott að skipta. Við tölum af reynslu,“ segir í færslu SUF. Þá tóku Ung vinstri græn undir gagnrýni á hendur Bjarna í færslu sem þau birtu á samfélagsmiðlum á aðfangadag og lýstu yfir vantrausti á hendur Bjarna. „Ótækt er að ráðherra og formaður stjórnmálaflokks sýni af sér slíkt dómgreindarleysi og telji sig ekki þurfa að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda eiga um alla þegna samfélagsins,“ segir ennfremur í færslu UVG. Ungir Píratar hafa einnig tjáð sig vegna málsins. Þá hefur Starri Reynisson, formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar einnig tjáð sig um málið auk þess sem félagsfólk Uppreisnar hefur hvatt sér hljóðs um málið á Twitter og á Instagram. „Í öllum löndum í kringum okkur hefði þetta endað með afsögn. Öllum. Það að ráðherra komist upp með að mæta í 40+ manna partí á tímum þar sem fjölskyldum er bannað að halda jólin saman er óboðlegt. Brotavilji Bjarna í þessu máli er augljós og einbeittur,“ skrifar Starri sem í skilaboðum til fréttastofu segir frekari yfirlýsinga að vænta frá Uppreisn. Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur þegar þetta er skrifað ekki birt yfirlýsingu vegna málsins á sínum samfélagsmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þannig hvetja Ungir jafnaðarmenn til að mynda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn „tafarlaust og leita eftir stuðningi ábyrgra stjórnarandstöðuflokka við minnihlutastjórn fram að næstu Alþingiskosningum sem verði flýtt og haldnar næsta vor.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ungum jafnaðarmönnum í dag. Píratar hafa viðrað svipaða hugmynd og kveðjast reiðubúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks og að kosningum verði flýtt fram á vor. Í yfirlýsingu UJ er bent á að bæði Sigurður Ingi og Katrín hafi lýst yfir vonbrigðum sínum með það að Bjarni hafi á Þorláksmessu sótt samkomu þar sem saman voru komnir fleiri en mega samkvæmt sóttvarnareglum. Engu að síður hafi þau heitið áframhaldandi stuðningi við Bjarna. „Engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram á því hvað forsætisráðherra meinar þegar hún segir athæfi Bjarna skaða stjórnarsamstarfið en heitir um leið áframhaldandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir í yfirlýsingunni. Þá telja Ungir jafnaðarmenn ennfremur að meðvirkni sé allsráðandi í samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins. „Jafnframt er skýrt að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi virt sóttvarnarreglur eigin ríkisstjórnar að vettugi og með gjörðum sínum gefa þeir í skyn að reglur sem gilda eiga um almenning telji þeir ekki gilda um sig. Samstarfsflokkar hamra á mikilvægi samstöðu þegar gjörðir ráðherra þeirra senda allt önnur skilaboð,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt er í heild sinni á heimasíðu UJ í dag. Undir yfirlýsinguna ritar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. pic.twitter.com/hEHTcyBrjX— SUF (@ungirframsokn) December 27, 2020 Í yfirlýsingu sem Samband ungra Framsóknarmanna birtir á samfélagsmiðlum í kvöld bregst sambandið einnig við því sem kallað hefur verið sóttvarnahliðarspor Bjarna Benediktssonar. „Kæru Sjallar, þið þurfið ekki að fylgja formanninum ykkar í einu og öllu. Stundum ganga þeir of langt og þá getur verið gott að skipta. Við tölum af reynslu,“ segir í færslu SUF. Þá tóku Ung vinstri græn undir gagnrýni á hendur Bjarna í færslu sem þau birtu á samfélagsmiðlum á aðfangadag og lýstu yfir vantrausti á hendur Bjarna. „Ótækt er að ráðherra og formaður stjórnmálaflokks sýni af sér slíkt dómgreindarleysi og telji sig ekki þurfa að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda eiga um alla þegna samfélagsins,“ segir ennfremur í færslu UVG. Ungir Píratar hafa einnig tjáð sig vegna málsins. Þá hefur Starri Reynisson, formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar einnig tjáð sig um málið auk þess sem félagsfólk Uppreisnar hefur hvatt sér hljóðs um málið á Twitter og á Instagram. „Í öllum löndum í kringum okkur hefði þetta endað með afsögn. Öllum. Það að ráðherra komist upp með að mæta í 40+ manna partí á tímum þar sem fjölskyldum er bannað að halda jólin saman er óboðlegt. Brotavilji Bjarna í þessu máli er augljós og einbeittur,“ skrifar Starri sem í skilaboðum til fréttastofu segir frekari yfirlýsinga að vænta frá Uppreisn. Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur þegar þetta er skrifað ekki birt yfirlýsingu vegna málsins á sínum samfélagsmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira