„Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 13:59 Ragnar segir daginn í dag mikinn gleðidag. Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. „Þetta eru aðallega sérnámslæknarnir, hjúkrunarfræðingarnir og sjúkraliðarnir sem eru í mikilli nálægð við sjúklingana sem ættu að vera fyrstir,“ segir Ragnar. Hann tilheyrir forgangshópi 2 en í hópum 1 og 2 eru starfsmenn bráðamóttaka og gjörgæsludeilda, starfsmenn sem sinna Covid-19 sjúklingum, þeir sem annast sýnatökur vegna Covid-19 og starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila. Ragnar segist afar ánægður með þær línur sem hafa verið lagðar í reglugerð um bólusetningarnar gegn Covid-19, þar sem framlínustarfsmenn og aldraðir eru í forgangi. „Við vitum það að dánartíðnin eykst eftir sjötugt og er mjög há hjá þeim sem eru í elstu aldurshópunum og ég held að við eigum að beina sjónum okkar að þeim hóp fyrst.“ Mikilvægast að sinna fólkinu Ragnar segir ástandið á göngudeild Covid-19 hafa verið gott í desember. Verið sé að beita lyfjum sem hafa sannað gildi sitt og þá skipti sköpum að verið sé að „grípa“ fólk snemma. „Við erum alltaf að uppgötva einhverjar nýjungar en það hefur sýnt sig að það að sinna fólki er besta meðalið,“ segir hann og vísar þar til hins góða eftirlits sem haft er með þeim sem hafa greinst. „Við erum að kalla fólk inn og meta og meðhöndla. Og þetta hefur gert það að verkum að innlagnar- og dánartíðnin er minni en ella hefði verið.“ Spurður segist Ragnar ekki vita til þess að nokkur heilbrigðisstarfsmaður hyggist afþakka bólusetningu. „Við ætlum öll að láta bólusetja okkur,“ segir hann. „Ég hef ekki heyrt um nokkurn mann sem ætlar ekki að taka þátt. Það væri þá ekki nema viðkomandi væri óléttur eða með bráðaofnæmi.“ Dagurinn í dag sé mikill gleðidagur. „Ég treysti yfirvöldum og þríeykinu til að forgangsraða rétt og þigg bólusetningu þegar kemur að mér,“ segir Ragnar. „En mér liggur ekkert á.“ Reglugerð um forgangsröðun í bólusetningu vegna Covid-19. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Þetta eru aðallega sérnámslæknarnir, hjúkrunarfræðingarnir og sjúkraliðarnir sem eru í mikilli nálægð við sjúklingana sem ættu að vera fyrstir,“ segir Ragnar. Hann tilheyrir forgangshópi 2 en í hópum 1 og 2 eru starfsmenn bráðamóttaka og gjörgæsludeilda, starfsmenn sem sinna Covid-19 sjúklingum, þeir sem annast sýnatökur vegna Covid-19 og starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila. Ragnar segist afar ánægður með þær línur sem hafa verið lagðar í reglugerð um bólusetningarnar gegn Covid-19, þar sem framlínustarfsmenn og aldraðir eru í forgangi. „Við vitum það að dánartíðnin eykst eftir sjötugt og er mjög há hjá þeim sem eru í elstu aldurshópunum og ég held að við eigum að beina sjónum okkar að þeim hóp fyrst.“ Mikilvægast að sinna fólkinu Ragnar segir ástandið á göngudeild Covid-19 hafa verið gott í desember. Verið sé að beita lyfjum sem hafa sannað gildi sitt og þá skipti sköpum að verið sé að „grípa“ fólk snemma. „Við erum alltaf að uppgötva einhverjar nýjungar en það hefur sýnt sig að það að sinna fólki er besta meðalið,“ segir hann og vísar þar til hins góða eftirlits sem haft er með þeim sem hafa greinst. „Við erum að kalla fólk inn og meta og meðhöndla. Og þetta hefur gert það að verkum að innlagnar- og dánartíðnin er minni en ella hefði verið.“ Spurður segist Ragnar ekki vita til þess að nokkur heilbrigðisstarfsmaður hyggist afþakka bólusetningu. „Við ætlum öll að láta bólusetja okkur,“ segir hann. „Ég hef ekki heyrt um nokkurn mann sem ætlar ekki að taka þátt. Það væri þá ekki nema viðkomandi væri óléttur eða með bráðaofnæmi.“ Dagurinn í dag sé mikill gleðidagur. „Ég treysti yfirvöldum og þríeykinu til að forgangsraða rétt og þigg bólusetningu þegar kemur að mér,“ segir Ragnar. „En mér liggur ekkert á.“ Reglugerð um forgangsröðun í bólusetningu vegna Covid-19.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19
Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57
Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00