„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2020 11:28 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. Þetta kom fram í máli Þórólfs á 150. og síðasta upplýsingafundi almannavarna á árinu. Sjö greindust með kórónuveiruna í gær. Einungis tveir af þeim sjö sem greindust voru í sóttkví. Þetta eru heldur fleiri en síðustu daga sagði Þórólfur sem telur þó að faraldurinn sé í lægð. „Faraldurinn er áfram í nokkurri lægð undanfarið og verður það vonandi áfram,“ sagði Þórólfur. Hann benti þó á að færri sýni hafi verið tekin yfir jóladagana sem kunni að skýra færri greiningar yfir jólin. Þó sé það jákvætt að hlutfall þeirra sem greinast með jákvætt sýni eftir einkennasýnatöku sé lágt, aðeins 0,6 prósent, en það hafi hæst farið í fimm prósent fyrir nokkrum vikum. Þrettán greinst með breska afbrigðið Uppistaðan af þeim sem greinast er hinn svokallaði blái stofn, en þó nokkur fjöldi hafi greinst á landamærunum með breska afbrigðið svokallaða, sem talið er vera meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Á landamærunum greindust ellefu einstaklingar með breska afbrigðið,“ sagði Þórólfur. Af þeim hafi tíu komið frá Bretlandi og einn frá Danmörku. Þrettán hafa greinst með breska afbrigðið og er það heldur fleiri en í öðrum löndum. Benti hann þó á að hér færi hvert einasta sýni sent í raðgreiningu en þetta hlutfall væri aðeins 10-20 prósent í öðrum löndum. 100% af öllum greiningum fara hér í raðgreiningu, 10-20 í öðrum löndum. Sést eftir eina til tvær vikur hvort jóla- og áramótahald skili aukningu Þórólfur fagnaði því einnig að bólusetningar væru hafnar hér á landi og benti á að reglugerð um sóttvarnaraðgerðir gilti til 12. janúar, vonir stæðu til að hægt væri að slaka eitthvað á þeim næst, en það færi eftir því hvernig staðan væri á faraldrinum. Benti hann einnig á að ein til tvær vikur væru í það að hvort að aukning yrði á smitum vegna jóla- og áramótahalds. Hvatti hann landsmenn alla til að sinna áfram sóttvörnum, þetta væri ekki búið, en sú staðreynd að bólusetning væri hafin gæfi mögulega til kynna að mannkynið gæti náð yfirhöndinni gegn Covid-19. „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs á 150. og síðasta upplýsingafundi almannavarna á árinu. Sjö greindust með kórónuveiruna í gær. Einungis tveir af þeim sjö sem greindust voru í sóttkví. Þetta eru heldur fleiri en síðustu daga sagði Þórólfur sem telur þó að faraldurinn sé í lægð. „Faraldurinn er áfram í nokkurri lægð undanfarið og verður það vonandi áfram,“ sagði Þórólfur. Hann benti þó á að færri sýni hafi verið tekin yfir jóladagana sem kunni að skýra færri greiningar yfir jólin. Þó sé það jákvætt að hlutfall þeirra sem greinast með jákvætt sýni eftir einkennasýnatöku sé lágt, aðeins 0,6 prósent, en það hafi hæst farið í fimm prósent fyrir nokkrum vikum. Þrettán greinst með breska afbrigðið Uppistaðan af þeim sem greinast er hinn svokallaði blái stofn, en þó nokkur fjöldi hafi greinst á landamærunum með breska afbrigðið svokallaða, sem talið er vera meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Á landamærunum greindust ellefu einstaklingar með breska afbrigðið,“ sagði Þórólfur. Af þeim hafi tíu komið frá Bretlandi og einn frá Danmörku. Þrettán hafa greinst með breska afbrigðið og er það heldur fleiri en í öðrum löndum. Benti hann þó á að hér færi hvert einasta sýni sent í raðgreiningu en þetta hlutfall væri aðeins 10-20 prósent í öðrum löndum. 100% af öllum greiningum fara hér í raðgreiningu, 10-20 í öðrum löndum. Sést eftir eina til tvær vikur hvort jóla- og áramótahald skili aukningu Þórólfur fagnaði því einnig að bólusetningar væru hafnar hér á landi og benti á að reglugerð um sóttvarnaraðgerðir gilti til 12. janúar, vonir stæðu til að hægt væri að slaka eitthvað á þeim næst, en það færi eftir því hvernig staðan væri á faraldrinum. Benti hann einnig á að ein til tvær vikur væru í það að hvort að aukning yrði á smitum vegna jóla- og áramótahalds. Hvatti hann landsmenn alla til að sinna áfram sóttvörnum, þetta væri ekki búið, en sú staðreynd að bólusetning væri hafin gæfi mögulega til kynna að mannkynið gæti náð yfirhöndinni gegn Covid-19. „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45
Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40