Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 16:40 Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. EPA/Andy Rain Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því. Þetta sagði Andrew Hayward í viðtali í útvarpi BBC í dag. Hann sagði nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið í dreifingu í Englandi gera núverandi sóttvarnaaðgerðir úreltar. Til þess að stöðva útbreiðsluna þurfi fjórða flokks aðgerðir, sem eru nú í gildi í austurhluta Englands, eða jafnvel harðari aðgerðir en það. Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, mun tilkynna mögulegar breytingar á sóttvörnum og samkomubanni í Englandi á morgun. Hann sagði í tísti í dag að heilbrigðiskerfi Englands væri undir gífurlegum þrýstingi vegna faraldursins og að það ástand þurfi að bæta þar til fleiri hafi verið bólusettir. Our NHS is facing unprecedented pressures due to #coronavirusWe must suppress this virus to protect our NHS & save lives until the vaccine can keep us safeThank you to everyone for following the rules in these difficult timeshttps://t.co/I882sQi79E— Matt Hancock (@MattHancock) December 29, 2020 Í gær greindust yfir fjörutíu þúsund með Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá upphafi faraldursins. Þá eru rúmlega tuttugu þúsund manns á sjúkrahúsi með Covid-19 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri. Sjá einnig: Í fyrsta sinn frá upphafi greindust yfir 40 þúsund á einum degi Neil Ferguson, annar faraldursfræðingur, sagði einnig við BBC í dag að nýja afbrigði veirunnar geri smitvarnir töluvert erfiðari. Það gerði mun erfiðara að viðhalda sóttvörnum og í senn reyna að viðhalda eins eðlilegu líferni borgara og hægt væri. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna sýna ekki fram á að nýja afbrigðið valdi alvarlegri veikindum eða fleiri dauðsföllum. Það dreifist þó meira á milli manna. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þið eruð ekki ein“ Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ 26. desember 2020 09:49 Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20 Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Þetta sagði Andrew Hayward í viðtali í útvarpi BBC í dag. Hann sagði nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið í dreifingu í Englandi gera núverandi sóttvarnaaðgerðir úreltar. Til þess að stöðva útbreiðsluna þurfi fjórða flokks aðgerðir, sem eru nú í gildi í austurhluta Englands, eða jafnvel harðari aðgerðir en það. Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, mun tilkynna mögulegar breytingar á sóttvörnum og samkomubanni í Englandi á morgun. Hann sagði í tísti í dag að heilbrigðiskerfi Englands væri undir gífurlegum þrýstingi vegna faraldursins og að það ástand þurfi að bæta þar til fleiri hafi verið bólusettir. Our NHS is facing unprecedented pressures due to #coronavirusWe must suppress this virus to protect our NHS & save lives until the vaccine can keep us safeThank you to everyone for following the rules in these difficult timeshttps://t.co/I882sQi79E— Matt Hancock (@MattHancock) December 29, 2020 Í gær greindust yfir fjörutíu þúsund með Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá upphafi faraldursins. Þá eru rúmlega tuttugu þúsund manns á sjúkrahúsi með Covid-19 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri. Sjá einnig: Í fyrsta sinn frá upphafi greindust yfir 40 þúsund á einum degi Neil Ferguson, annar faraldursfræðingur, sagði einnig við BBC í dag að nýja afbrigði veirunnar geri smitvarnir töluvert erfiðari. Það gerði mun erfiðara að viðhalda sóttvörnum og í senn reyna að viðhalda eins eðlilegu líferni borgara og hægt væri. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna sýna ekki fram á að nýja afbrigðið valdi alvarlegri veikindum eða fleiri dauðsföllum. Það dreifist þó meira á milli manna.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þið eruð ekki ein“ Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ 26. desember 2020 09:49 Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20 Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
„Þið eruð ekki ein“ Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ 26. desember 2020 09:49
Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20
Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31