Þungarokkarinn með þungu pílurnar sem sér varla á spjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2020 10:01 Ryan Searle kastar þungu pílunum sínum. getty/John Walton Englendingurinn Ryan Searle er einn skemmtilegasti keppandinn á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann mætir Stephen Bunting í öðrum leik dagsins. Sextán manna úrslitunum á HM lýkur í dag með sex leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast Vincent van der Doort og Daryl Gurney og svo er komið að viðureign Searle og Bunting. Ætla mætti að það væri kostur fyrir pílukastara að sjá vel en Searle býr ekki yfir þeim eiginleika. Þvert á móti. Hann er með sjónskekkju og á oft í vandræðum með að sjá spjaldið og hvar pílurnar lenda. Gælunafn hins síðhærða Searles er Heavy Metal og eins og gefur að skilja er hann mikill þungarokksaðdáandi. Inngöngulag hans er Paranoid með Ozzy Osbourne og félögum í Black Sabbath. Searle er ekki bara hrifinn af þungarokki heldur notar hann þyngri pílur en flestir. Pílurnar sem hann keppir með eru 32 grömm. Searle vann sinn fyrsta titil á PDC mótaröðinni þegar hann vann mót á Players Championship fyrr á þessu ári. Hann bar þá sigur af sjálfum Michael van Gerwen í úrslitaleiknum, 8-6. Searle er að keppa á sínu þriðja heimsmeistaramóti. Árið 2019, á sínu fyrsta móti, komst hann alla leið í sextán manna úrslit þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Michael Smith, 4-1. Í fyrra komst Searle svo í 32-manna úrslit þar hann tapaði fyrir fyrrverandi heimsmeistaranum Gary Anderson í hörkuleik, 3-2. Á HM í ár byrjaði Searle á því að vinna Danny Lauby, 3-2, og bar síðan sigurorð af Jeffrey de Zwaan, 3-0. Í 32-manna úrslitunum sigraði Searle svo Kim Huybrechts, 4-2. Bein útsending frá fyrri hluta HM í dag hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Sextán manna úrslitunum á HM lýkur í dag með sex leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast Vincent van der Doort og Daryl Gurney og svo er komið að viðureign Searle og Bunting. Ætla mætti að það væri kostur fyrir pílukastara að sjá vel en Searle býr ekki yfir þeim eiginleika. Þvert á móti. Hann er með sjónskekkju og á oft í vandræðum með að sjá spjaldið og hvar pílurnar lenda. Gælunafn hins síðhærða Searles er Heavy Metal og eins og gefur að skilja er hann mikill þungarokksaðdáandi. Inngöngulag hans er Paranoid með Ozzy Osbourne og félögum í Black Sabbath. Searle er ekki bara hrifinn af þungarokki heldur notar hann þyngri pílur en flestir. Pílurnar sem hann keppir með eru 32 grömm. Searle vann sinn fyrsta titil á PDC mótaröðinni þegar hann vann mót á Players Championship fyrr á þessu ári. Hann bar þá sigur af sjálfum Michael van Gerwen í úrslitaleiknum, 8-6. Searle er að keppa á sínu þriðja heimsmeistaramóti. Árið 2019, á sínu fyrsta móti, komst hann alla leið í sextán manna úrslit þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Michael Smith, 4-1. Í fyrra komst Searle svo í 32-manna úrslit þar hann tapaði fyrir fyrrverandi heimsmeistaranum Gary Anderson í hörkuleik, 3-2. Á HM í ár byrjaði Searle á því að vinna Danny Lauby, 3-2, og bar síðan sigurorð af Jeffrey de Zwaan, 3-0. Í 32-manna úrslitunum sigraði Searle svo Kim Huybrechts, 4-2. Bein útsending frá fyrri hluta HM í dag hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira