Tregir Frakkar: Aðeins fjórir af tíu hyggjast þiggja bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 21:08 Bólusetningar hófust í Frakklandi á sunnudag. epa/Thomas Samson Aðeins fjórir af hverjum tíu Frökkum hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Ipsos Global Advisor og World Economic Forum. Aðrar þjóðir sem virðast tregar til eru íbúar Rússlands, þar sem hlutfallið er 43 prósent, og íbúar Suður-Afríku, þar sem hlutfallið er 53 prósent. Um 80 prósent Kínverja hyggst láta bólusetja sig og 77 prósent Breta, samkvæmt könnuninni. Helsta ástæða þess að menn veigra sér við bólusetningu er óttinn við aukaverkanir. Frakkar hófu bólusetningar á sunnudag en þær hafa farið hægt af stað og fyrstu þrjá dagana voru aðeins um 100 manns bólusettir. Heilbrigðisráðherra landsins hefur hins vegar vísað gagnrýni á bug og sagt aðgerðirnar maraþon en ekki spretthlaup. Frakkar eiga von á um 500 þúsund skömmtum af bóluefnum vikulega og veitir ekki af. Alls greindust 11.395 með Covid-19 síðasta sólahring og þá fjölgaði sjúkrahúsinnlögnum fjórða daginn í röð. 2,57 milljónir hafa greinst með SARS-CoV-2 í Frakklandi og 64.078 látist, þar af 969 á síðastliðnum 24 klukkustundum. Heilbrigðisráðherrann Olivier Véran sagði í dag að stjórnvöld myndu brátt koma á útgöngubanni frá kl. 18 á sumum svæðum í austurhluta landsins, í stað kl. 20. Þó sagði hann ekki standa til að koma á hertum takmörkunum almennt, jafnvel þótt fjöldi daglegra smita sé langt yfir 5.000 smita viðmiði stjórnvalda. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Aðrar þjóðir sem virðast tregar til eru íbúar Rússlands, þar sem hlutfallið er 43 prósent, og íbúar Suður-Afríku, þar sem hlutfallið er 53 prósent. Um 80 prósent Kínverja hyggst láta bólusetja sig og 77 prósent Breta, samkvæmt könnuninni. Helsta ástæða þess að menn veigra sér við bólusetningu er óttinn við aukaverkanir. Frakkar hófu bólusetningar á sunnudag en þær hafa farið hægt af stað og fyrstu þrjá dagana voru aðeins um 100 manns bólusettir. Heilbrigðisráðherra landsins hefur hins vegar vísað gagnrýni á bug og sagt aðgerðirnar maraþon en ekki spretthlaup. Frakkar eiga von á um 500 þúsund skömmtum af bóluefnum vikulega og veitir ekki af. Alls greindust 11.395 með Covid-19 síðasta sólahring og þá fjölgaði sjúkrahúsinnlögnum fjórða daginn í röð. 2,57 milljónir hafa greinst með SARS-CoV-2 í Frakklandi og 64.078 látist, þar af 969 á síðastliðnum 24 klukkustundum. Heilbrigðisráðherrann Olivier Véran sagði í dag að stjórnvöld myndu brátt koma á útgöngubanni frá kl. 18 á sumum svæðum í austurhluta landsins, í stað kl. 20. Þó sagði hann ekki standa til að koma á hertum takmörkunum almennt, jafnvel þótt fjöldi daglegra smita sé langt yfir 5.000 smita viðmiði stjórnvalda.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira