Bent á sprengjugerð Warner fyrir rúmu ári Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 12:18 Anthony Warner sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í miðbæ Nashville að morgni jóladags. VÍSIR/FBI/AP Lögreglan í Nashville fékk í fyrra tilkynningu um að maðurinn sem sprengdi húsbíl sinn í loft upp þar í borg um jólin, hefði verið að setja saman sprengjur. Tveir lögregluþjónar fóru heim til hans en fundu hann ekki og sáu ekki inn í húsbíl hans, þar sem hann átti að vera að stunda sprengjugerðina. Þeir yfirgáfu því heimili hans og skrifuðu skýrslu sem ekkert varð úr á endanum. Aðdragandi málsins er sá að í ágúst í fyrra voru lögregluþjónar kallaðir að heimili Pamelu Perry í Nashville. Lögmaður hennar hafði sagt hana hafa hótað því að fremja sjálfsvíg og að hún væri vopnuð. Perry þessi var kærasta Anthony Warner, sem sprengdi sig í loft upp í húsbíl sínum. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni og opinberum skjölum sem AP fréttaveitan vitnar í sat Perry á palli fyrir framan heimili sitt og var hún með tvær óhlaðnar skammbyssur þegar lögregluþjóna bar að garði. Hún sagði byssurnar í eigu Warner og sagðist ekki vilja hafa þeir lengur á sínu heimili. Perry, sem var þá 62 ára gömul, var að endingu færð til sálfræðings þar sem hún gekkst geðrannsókn. Áður sagði hún þó lögregluþjónum, samkvæmt því sem Raymond Throckmorton, lögmaður hennar sagði héraðsmiðlinum Tennessean, að hún óttaðist um öryggi sitt og að Warner myndi skaða hana. Hún sagði einnig að Warner væri alltaf að tala um herinn og að setja saman sprengjur. Fundu ekki vísbendingar um glæpsamlegt athæfi Þá fóru lögregluþjónarnir tveir heim til Warner og bönkuðu á dyrnar. Enginn kom til dyra og sáu þeir húsbíl hans í bakgarðinum. Lögregluþjónarnir höfðu þó ekki heimild til að fara þar inn og sáu þeir ekki inn í bílinn. Að lokum fóru þeir og þar sem þeir höfðu ekki fundið neinar vísbendingar um glæpsamlegt athæfi og komust ekki inn á afgirta eign Warner, létu þeir yfirmenn sína og rannsóknarlögregluþjóna vita af málinu. Lögeglan segir að haft hafi verið samband við Throckmorton, sem var áður einnig lögmaður Warner, sem sagði að skjólstæðingi sínum væri illa við lögreglu og myndi ekki heimila leit á eign sinni, samkvæmt lögreglu. Í samtali við blaðamann AP segir Thorckmorton að hann muni ekki til þess að hafa nokkurn tímann meinað lögreglu að leita í landareign Warner. Hann hafi ekki lengur verið skjólstæðingur sinn á þessum tíma. Samkvæmt Tennessean var fyrirspurn send til Alríkislögreglu Bandaríkjanna en þar á bæ var Warner hvergi á skrá. Hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn og var það árið 1978 og fyrir brot tengdu marijúana. Rannsókn lögreglunnar í Nashville virðist hafa endað þar. Vita enn ekki af hverju Enn liggur ekki fyrir af hverju Warner sprengdi sig í loft upp við byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nashville. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Þeir yfirgáfu því heimili hans og skrifuðu skýrslu sem ekkert varð úr á endanum. Aðdragandi málsins er sá að í ágúst í fyrra voru lögregluþjónar kallaðir að heimili Pamelu Perry í Nashville. Lögmaður hennar hafði sagt hana hafa hótað því að fremja sjálfsvíg og að hún væri vopnuð. Perry þessi var kærasta Anthony Warner, sem sprengdi sig í loft upp í húsbíl sínum. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni og opinberum skjölum sem AP fréttaveitan vitnar í sat Perry á palli fyrir framan heimili sitt og var hún með tvær óhlaðnar skammbyssur þegar lögregluþjóna bar að garði. Hún sagði byssurnar í eigu Warner og sagðist ekki vilja hafa þeir lengur á sínu heimili. Perry, sem var þá 62 ára gömul, var að endingu færð til sálfræðings þar sem hún gekkst geðrannsókn. Áður sagði hún þó lögregluþjónum, samkvæmt því sem Raymond Throckmorton, lögmaður hennar sagði héraðsmiðlinum Tennessean, að hún óttaðist um öryggi sitt og að Warner myndi skaða hana. Hún sagði einnig að Warner væri alltaf að tala um herinn og að setja saman sprengjur. Fundu ekki vísbendingar um glæpsamlegt athæfi Þá fóru lögregluþjónarnir tveir heim til Warner og bönkuðu á dyrnar. Enginn kom til dyra og sáu þeir húsbíl hans í bakgarðinum. Lögregluþjónarnir höfðu þó ekki heimild til að fara þar inn og sáu þeir ekki inn í bílinn. Að lokum fóru þeir og þar sem þeir höfðu ekki fundið neinar vísbendingar um glæpsamlegt athæfi og komust ekki inn á afgirta eign Warner, létu þeir yfirmenn sína og rannsóknarlögregluþjóna vita af málinu. Lögeglan segir að haft hafi verið samband við Throckmorton, sem var áður einnig lögmaður Warner, sem sagði að skjólstæðingi sínum væri illa við lögreglu og myndi ekki heimila leit á eign sinni, samkvæmt lögreglu. Í samtali við blaðamann AP segir Thorckmorton að hann muni ekki til þess að hafa nokkurn tímann meinað lögreglu að leita í landareign Warner. Hann hafi ekki lengur verið skjólstæðingur sinn á þessum tíma. Samkvæmt Tennessean var fyrirspurn send til Alríkislögreglu Bandaríkjanna en þar á bæ var Warner hvergi á skrá. Hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn og var það árið 1978 og fyrir brot tengdu marijúana. Rannsókn lögreglunnar í Nashville virðist hafa endað þar. Vita enn ekki af hverju Enn liggur ekki fyrir af hverju Warner sprengdi sig í loft upp við byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nashville. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp.
Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30