Yfirvöld í Essex lýsa yfir neyðarástandi: Óska eftir aðstoð frá hernum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 18:38 Partur af vandamálinu í Essex er að sjúkrabifreiðar hafa verið sendar frá austurhluta Englands til Lundúna vegna ástandsins í höfuðborginni. epa/Andy Rain Neyðarástand er að skapast í Essex vegna Covid-19 faraldursins og hafa yfirvöld á svæðinu biðlað til breska hersins um aðstoð. Essex er á efsta viðbúnaðarstigi en ástandið er hvergi verra á Englandi heldur en í suðurhluta sýslunnar. BBC hefur eftir Anthony McKeever, sem situr í stjórn Essex Resilience Forum (ERF), að meiri aðstoðar sé þörf frá stjórnvöldum. Bernard Jenkin, þingmaður fyrir Harwich og Norður-Essex, sagði á þinginu í dag að yfirvöld í sýslunni hefðu óskað eftir aðstoð frá hernum, meðal annars við að reisa og manna fleiri sjúkrahúsrými. Þá verður herinn beðinn um að aðstoða við bólusetningar og skimun í skólum á svæðinu. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagðist myndu skoða málið með opnum hug og gekkst við því að mikið álag væri í sýslunni. Á þriðjudag var neyðarástandi lýst yfir á þremur sjúkrahúsum Mid and South Essex NHS Trust. Boris Johnson forsætisráðherra hefur biðlað til Breta um að halda sig heima um áramótin.epa/Andy Rain Nýgreiningar hvergi fleiri Alls liggja 549 sjúklingar með Covid-19 á sjúkrahúsunum þremur og hafa aldrei verið fleiri. Stjórnendur þeirra hafa biðlað til heilbrigðisstarfsmenn í fríi að snúa aftur til vinnu og þá biðlaði yfirhjúkrunarfræðingur á Southend University Hospital til almennings um að færa yfirkeyrðum starfsmönnum heimatilbúinn mat til að narta í á löngum vöktum. Fjöldi nýgreininga Covid-19 er hvergi hærri á Englandi heldur en í Essex. Í Brentwood greindust 1.258 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa vikuna fyrir jól, í Epping Forest 1.256 og í Thurrock 1.181 á hverja 100 þúsund íbúa. Meðaltalið fyrir England er 402 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa. Samkvæmt ERF er álagið nú meira en það var í fyrstu bylgju faraldursins og fólk hefur verið hvatt til þess að hringja aðeins í neyðarnúmerið 999 eða heimsækja neyðarmóttökur í algjörum undantekningartilvikum. Vandamálið er ekki síst skortur á heilbrigðisstarfsmönnum en yfirvöld í Essex vonast til þess að með því að lýsa yfir neyðarástandi fái þau nauðsynlegar fjárveitingar frá stjórnvöldum til að opna lokaðar deildir og hjúkrunarheimili til að geta rýmt til á sjúkrahúsunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
BBC hefur eftir Anthony McKeever, sem situr í stjórn Essex Resilience Forum (ERF), að meiri aðstoðar sé þörf frá stjórnvöldum. Bernard Jenkin, þingmaður fyrir Harwich og Norður-Essex, sagði á þinginu í dag að yfirvöld í sýslunni hefðu óskað eftir aðstoð frá hernum, meðal annars við að reisa og manna fleiri sjúkrahúsrými. Þá verður herinn beðinn um að aðstoða við bólusetningar og skimun í skólum á svæðinu. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagðist myndu skoða málið með opnum hug og gekkst við því að mikið álag væri í sýslunni. Á þriðjudag var neyðarástandi lýst yfir á þremur sjúkrahúsum Mid and South Essex NHS Trust. Boris Johnson forsætisráðherra hefur biðlað til Breta um að halda sig heima um áramótin.epa/Andy Rain Nýgreiningar hvergi fleiri Alls liggja 549 sjúklingar með Covid-19 á sjúkrahúsunum þremur og hafa aldrei verið fleiri. Stjórnendur þeirra hafa biðlað til heilbrigðisstarfsmenn í fríi að snúa aftur til vinnu og þá biðlaði yfirhjúkrunarfræðingur á Southend University Hospital til almennings um að færa yfirkeyrðum starfsmönnum heimatilbúinn mat til að narta í á löngum vöktum. Fjöldi nýgreininga Covid-19 er hvergi hærri á Englandi heldur en í Essex. Í Brentwood greindust 1.258 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa vikuna fyrir jól, í Epping Forest 1.256 og í Thurrock 1.181 á hverja 100 þúsund íbúa. Meðaltalið fyrir England er 402 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa. Samkvæmt ERF er álagið nú meira en það var í fyrstu bylgju faraldursins og fólk hefur verið hvatt til þess að hringja aðeins í neyðarnúmerið 999 eða heimsækja neyðarmóttökur í algjörum undantekningartilvikum. Vandamálið er ekki síst skortur á heilbrigðisstarfsmönnum en yfirvöld í Essex vonast til þess að með því að lýsa yfir neyðarástandi fái þau nauðsynlegar fjárveitingar frá stjórnvöldum til að opna lokaðar deildir og hjúkrunarheimili til að geta rýmt til á sjúkrahúsunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira