Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 22:20 Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. „Það er spáð kannski einum metra á sekúndu og jafnvel áttleysu annað kvöld og fram eftir nóttu. Það eru kjöraðstæður fyrir mengun að safnast upp. Svo er kalt líka þannig það má búast við hitahvarfi sem leggur svona pottlok yfir svæðið þannig mengun kemst síður í burtu,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þeir flugeldasalar sem fréttastofa hefur rætt við segja söluna góða og því útlit fyrir að margir ætli að sprengja nýja árið inn. Þorsteinn segir það í takt við það sem hann hefur heyrt, það stefni jafnvel í metsölu. Íslendingar séu einstaklega skotglaðir. Mikil sala er á flugeldum í ár.Vísir „Við erum að skjóta upp mjög miklu. Fyrir nokkrum árum vorum við að skjóta svipað mikið og Svíar, og þeir eru tíu milljónir á meðan við erum 360 þúsund. Við erum mjög skotglöð og höfum verið það í gegnum árin.“ Aðspurður hvort þær grímur sem Íslendingar hafa þurft að nota undanfarnar vikur komi að gagni vegna mengunar segir hann þær mögulega gera eitthvað gagn. Það sé þó hægt að finna grímur sem hjálpi meira. „Ef þú vilt fá grímur sem virkilega hjálpa, þá þarftu að fara í byggingarvöruverslun og kaupa rykgrímur. Helst P3-grímur eins og þær heita, þær ná þessu vel.“ Hann segir best fyrir viðkvæma að halda sig innandyra, loka gluggum og takmarka tíma útivið. „Tíminn skiptir líka máli,“ segir Þorsteinn. Veður Áramót Reykjavík Flugeldar Tengdar fréttir Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. 30. desember 2020 14:22 „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
„Það er spáð kannski einum metra á sekúndu og jafnvel áttleysu annað kvöld og fram eftir nóttu. Það eru kjöraðstæður fyrir mengun að safnast upp. Svo er kalt líka þannig það má búast við hitahvarfi sem leggur svona pottlok yfir svæðið þannig mengun kemst síður í burtu,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þeir flugeldasalar sem fréttastofa hefur rætt við segja söluna góða og því útlit fyrir að margir ætli að sprengja nýja árið inn. Þorsteinn segir það í takt við það sem hann hefur heyrt, það stefni jafnvel í metsölu. Íslendingar séu einstaklega skotglaðir. Mikil sala er á flugeldum í ár.Vísir „Við erum að skjóta upp mjög miklu. Fyrir nokkrum árum vorum við að skjóta svipað mikið og Svíar, og þeir eru tíu milljónir á meðan við erum 360 þúsund. Við erum mjög skotglöð og höfum verið það í gegnum árin.“ Aðspurður hvort þær grímur sem Íslendingar hafa þurft að nota undanfarnar vikur komi að gagni vegna mengunar segir hann þær mögulega gera eitthvað gagn. Það sé þó hægt að finna grímur sem hjálpi meira. „Ef þú vilt fá grímur sem virkilega hjálpa, þá þarftu að fara í byggingarvöruverslun og kaupa rykgrímur. Helst P3-grímur eins og þær heita, þær ná þessu vel.“ Hann segir best fyrir viðkvæma að halda sig innandyra, loka gluggum og takmarka tíma útivið. „Tíminn skiptir líka máli,“ segir Þorsteinn.
Veður Áramót Reykjavík Flugeldar Tengdar fréttir Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. 30. desember 2020 14:22 „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. 30. desember 2020 14:22
„Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21