Foreldravaktin Bryndís Guðmundsdóttir skrifar 31. desember 2020 10:04 Í aðdraganda jóla var athyglisverð umræða í fjölmiðlum um „þriðju vaktina", vakt sem konur hafa gjarna staðið í gegnum tíðina. Í kringum umfjöllunina varð mér hugsað til annarrar vaktar sem er ekki síður mikilvæg og foreldrar þurfa báðir að standa. Foreldrar eru oft aðframkomnir af þreytu í lok langra vinnudaga og brýnt að við sköpum samfélag sem gefur færi á auknum samverustundum fjölskyldunnar. Foreldrahlutverkið eða „foreldravaktin” er stærsta verkefni allra foreldra og samfélags. Sú vakt felur m.a. í sér ábyrgð foreldra á málörvun og eftirfylgni í læsi og þroska barna sinna. Rannsóknir sýna að það skiptir mjög miklu máli hversu mikið við tölum við börnin okkar og hversu innihaldsrík samskiptin eru svo stöðugt bætist í orðaforða og hugtakaskilning þeirra. Tungumálið okkar, íslenskan, á undir högg að sækja. Oft hefur slíkt verið fullyrt áður en nú þegar tungumálið, oftast enska, er orðið gagnvirkt á mörgum miðlum, þyngist höggið! Foreldrar þurfa að standa vaktina með skólasamfélaginu í að efla málþroska barna sinna. Það eru margar leiðir til sem allir foreldrar geta framkvæmt án mikils tilkostnaðar. Bókasöfnin okkar eru gulls ígildi og íslenskir barnabókahöfundar eru í vaxandi mæli að skrifa vandað efni fyrir börn. Í því annríki sem ungar fjölskyldur upplifa er mikilvægt að fastsetja tíma sem fjölskyldan á saman. Þar eru tækifæri til að efla þroska barnanna okkar. Mig langar að deila nokkrum hugmyndum sem einfalt er að tileinka sér þegar fjölskyldan á samveru. Gæðastundirnar Þegar litið er yfir farinn veg og börn okkar hjóna komin til manns þá ylja ýmsar minningar sem við lögðum áherslu á í uppeldi barna okkar. Á þessum tíma gerðum við okkur ekki endilega grein fyrir mikilvægi þessara þátta fyrir málþroskann. Okkar aðaláhersla var að skapa gæðastundir og styrkja fjölskylduböndin. Við kvöldverðarborðið öll uppvaxtarár barnanna okkar fórum við „hringinn” þar sem hver og einn fjölskyldumeðlimur sagði frá deginum sínum. Frásagnirnar tóku mið af aldri og getu hvers og eins. Það var stórkostlegt að fylgjast með því hvernig tjáningin styrktist hjá hverju og einu barni. Getan til að segja frá er mikilvæg og þjálfast með hverri frásögn. Við lögðum kapp á að setja form á frásagnirnar þ.e. segja frá í atburðarröð. Stöðugt bættist í orðaforða og útskýringar, setningamyndun efldist og hæfileikinn til að kveikja áhuga og samkennd hinna systkinanna og foreldranna margfaldaðist. Systkinahópurinn vissi ýmislegt um litlu og stóru sigrana sem hvert og eitt þeirra upplifði á dýrmætum augnablikum í lífinu, daglegu áskoranirnar, sorgir og gleði bernskunnar. Allt til að læra af. Aldrei var skortur á umræðuefni og tengslin sem mynduðust fylgdu inn í framtíðina. Sú regla var viðhöfð að einn talaði í einu. Á stundum töluðu unglingsstúlkurnar svo lengi við matarborðið að yngsti fjölskyldumeðlimurinn sló í borðið, hræddur um að fá ekki tíma til að segja frá sínum degi og sagði með grátstafinn í kverkunum: „Ég er líka í þessari fjölskyldu, hvenær má ég tala?”. Hann var þá fjögurra ára. Fjölskyldukvöld Önnur hugmynd sem mig langar að varpa til foreldra eru „fjölskyldukvöld”. Við fjölskyldan tókum frá eitt kvöld í viku þar sem við elduðum saman, undirbjuggum spil, upplestur, tónlist, sýndum eigin skemmtiatriði eða höfðum bíókvöld. Þessi kvöld voru heilög og enginn mátti trufla. Fjölskyldukvöldin þróuðust í að við skiptumst á að skipuleggja og velja hvað átti að vera í matinn og hvernig kvöldinu skyldi varið. Í byrjun kom auðvitað fyrir að einhver taldi sig þurfa að gera eitthvað annað með vinunum. Umkvartanirnar hættu þó mjög fljótt því það var ekkert sem toppaði fjölskyldukvöldin! Þegar ég lít til baka er ég þess fullviss að fjölskyldukvöldin okkar voru gott veganesti fyrir okkur öll inn í framtíðina. Það krefst góðrar þjálfunar í orðaforða, lesskilningi, skipulagi og hugmyndaauðgi að lesa mataruppskriftir, mæla efnin í uppskriftina, skrifa og búa til matseðil og dagskrá fyrir kvöldið, lesa og kynna spilareglur, búa til skemmtiatriði, skipuleggja hver gerir hvað o.s.frv. Það eru margar leiðir til að efla málþroskann og íslenskuna. Við getum lagt áherslu á upplifanir sem eru fyrst og fremst fólgnar í innihaldsríkri samveru sem þarf ekki að kosta mikið. Gönguferðir geta verið mikið ævintýri fyrir lítið barn. Ef foreldrarnir gæta þess að lýsa því sem fyrir augu ber, eru meðvituð um að endurtaka og bæta við skemmtilegri frásögn eða sögu sem styrkir og kennir orðaforða, þá festir það nýja reynslu í minni og örvar rökhugsun barnanna. Á sama tíma bæta þau í málþroska og hugtakaskilning sinn. Á þessum sérstöku tímum vil ég hvetja sveitarfélög til að efla foreldra og minna á svæði, staði og upplifanir sem þeir geta notið með börnum sínum í heimabyggð. Þá hvet ég foreldra til að hugsa hvaða leiðir henta þeim til að standa Foreldravaktina. Nýju orðin sem barn lærir á hverjum degi í gegnum upplifun og reynslu, leggja grunn að framtíð þess. Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla var athyglisverð umræða í fjölmiðlum um „þriðju vaktina", vakt sem konur hafa gjarna staðið í gegnum tíðina. Í kringum umfjöllunina varð mér hugsað til annarrar vaktar sem er ekki síður mikilvæg og foreldrar þurfa báðir að standa. Foreldrar eru oft aðframkomnir af þreytu í lok langra vinnudaga og brýnt að við sköpum samfélag sem gefur færi á auknum samverustundum fjölskyldunnar. Foreldrahlutverkið eða „foreldravaktin” er stærsta verkefni allra foreldra og samfélags. Sú vakt felur m.a. í sér ábyrgð foreldra á málörvun og eftirfylgni í læsi og þroska barna sinna. Rannsóknir sýna að það skiptir mjög miklu máli hversu mikið við tölum við börnin okkar og hversu innihaldsrík samskiptin eru svo stöðugt bætist í orðaforða og hugtakaskilning þeirra. Tungumálið okkar, íslenskan, á undir högg að sækja. Oft hefur slíkt verið fullyrt áður en nú þegar tungumálið, oftast enska, er orðið gagnvirkt á mörgum miðlum, þyngist höggið! Foreldrar þurfa að standa vaktina með skólasamfélaginu í að efla málþroska barna sinna. Það eru margar leiðir til sem allir foreldrar geta framkvæmt án mikils tilkostnaðar. Bókasöfnin okkar eru gulls ígildi og íslenskir barnabókahöfundar eru í vaxandi mæli að skrifa vandað efni fyrir börn. Í því annríki sem ungar fjölskyldur upplifa er mikilvægt að fastsetja tíma sem fjölskyldan á saman. Þar eru tækifæri til að efla þroska barnanna okkar. Mig langar að deila nokkrum hugmyndum sem einfalt er að tileinka sér þegar fjölskyldan á samveru. Gæðastundirnar Þegar litið er yfir farinn veg og börn okkar hjóna komin til manns þá ylja ýmsar minningar sem við lögðum áherslu á í uppeldi barna okkar. Á þessum tíma gerðum við okkur ekki endilega grein fyrir mikilvægi þessara þátta fyrir málþroskann. Okkar aðaláhersla var að skapa gæðastundir og styrkja fjölskylduböndin. Við kvöldverðarborðið öll uppvaxtarár barnanna okkar fórum við „hringinn” þar sem hver og einn fjölskyldumeðlimur sagði frá deginum sínum. Frásagnirnar tóku mið af aldri og getu hvers og eins. Það var stórkostlegt að fylgjast með því hvernig tjáningin styrktist hjá hverju og einu barni. Getan til að segja frá er mikilvæg og þjálfast með hverri frásögn. Við lögðum kapp á að setja form á frásagnirnar þ.e. segja frá í atburðarröð. Stöðugt bættist í orðaforða og útskýringar, setningamyndun efldist og hæfileikinn til að kveikja áhuga og samkennd hinna systkinanna og foreldranna margfaldaðist. Systkinahópurinn vissi ýmislegt um litlu og stóru sigrana sem hvert og eitt þeirra upplifði á dýrmætum augnablikum í lífinu, daglegu áskoranirnar, sorgir og gleði bernskunnar. Allt til að læra af. Aldrei var skortur á umræðuefni og tengslin sem mynduðust fylgdu inn í framtíðina. Sú regla var viðhöfð að einn talaði í einu. Á stundum töluðu unglingsstúlkurnar svo lengi við matarborðið að yngsti fjölskyldumeðlimurinn sló í borðið, hræddur um að fá ekki tíma til að segja frá sínum degi og sagði með grátstafinn í kverkunum: „Ég er líka í þessari fjölskyldu, hvenær má ég tala?”. Hann var þá fjögurra ára. Fjölskyldukvöld Önnur hugmynd sem mig langar að varpa til foreldra eru „fjölskyldukvöld”. Við fjölskyldan tókum frá eitt kvöld í viku þar sem við elduðum saman, undirbjuggum spil, upplestur, tónlist, sýndum eigin skemmtiatriði eða höfðum bíókvöld. Þessi kvöld voru heilög og enginn mátti trufla. Fjölskyldukvöldin þróuðust í að við skiptumst á að skipuleggja og velja hvað átti að vera í matinn og hvernig kvöldinu skyldi varið. Í byrjun kom auðvitað fyrir að einhver taldi sig þurfa að gera eitthvað annað með vinunum. Umkvartanirnar hættu þó mjög fljótt því það var ekkert sem toppaði fjölskyldukvöldin! Þegar ég lít til baka er ég þess fullviss að fjölskyldukvöldin okkar voru gott veganesti fyrir okkur öll inn í framtíðina. Það krefst góðrar þjálfunar í orðaforða, lesskilningi, skipulagi og hugmyndaauðgi að lesa mataruppskriftir, mæla efnin í uppskriftina, skrifa og búa til matseðil og dagskrá fyrir kvöldið, lesa og kynna spilareglur, búa til skemmtiatriði, skipuleggja hver gerir hvað o.s.frv. Það eru margar leiðir til að efla málþroskann og íslenskuna. Við getum lagt áherslu á upplifanir sem eru fyrst og fremst fólgnar í innihaldsríkri samveru sem þarf ekki að kosta mikið. Gönguferðir geta verið mikið ævintýri fyrir lítið barn. Ef foreldrarnir gæta þess að lýsa því sem fyrir augu ber, eru meðvituð um að endurtaka og bæta við skemmtilegri frásögn eða sögu sem styrkir og kennir orðaforða, þá festir það nýja reynslu í minni og örvar rökhugsun barnanna. Á sama tíma bæta þau í málþroska og hugtakaskilning sinn. Á þessum sérstöku tímum vil ég hvetja sveitarfélög til að efla foreldra og minna á svæði, staði og upplifanir sem þeir geta notið með börnum sínum í heimabyggð. Þá hvet ég foreldra til að hugsa hvaða leiðir henta þeim til að standa Foreldravaktina. Nýju orðin sem barn lærir á hverjum degi í gegnum upplifun og reynslu, leggja grunn að framtíð þess. Höfundur er talmeinafræðingur.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun