„Íslenskir stjórnmálamenn ákváðu að láta faraldurinn ekki snúast um sig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. desember 2020 20:16 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskaði landsmönnum öllum ljóss og friðar á nýju ári sem nú fer í hönd í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún stiklaði á stóru yfir fordæmalaust ár, litað af heimsfaraldri, og kvað það „heilbrigðismerki“ að stjórnmálamenn á Íslandi hefðu ekki látið faraldurinn snúast um sig. Áramótaávarp forsætisráðherra er flutt á gamlárskvöld ár hvert. Katrín sagði í ávarpi sínu í kvöld að árið framundan, 2021, væri ár viðspyrnu. Hjálpa þyrfti fólki, fjölskyldum og efnahagslífinu af stað á ný. „Árið 2021 verður gott ár; ár gróanda og vaxtar, ár þar sem við byggjum á lærdómum ársins sem er að líða.“ Þá kvað hún árið 2020 hafa verið mikinn prófstein á stjórnmálin. „Ég tel það heilbrigðismerki á íslenskum stjórnmálum að íslenskir stjórnmálamenn ákváðu að láta faraldurinn ekki snúast um sig heldur nálguðust þetta verkefni sem björgunarstarf. Að einhverju leyti endurspeglar þetta ár hið sérstaka hlutskipti stjórnmálanna og það er mjög mikilvægt að við sem erum í forsvari í stjórnmálum þjóðarinnar vöndum okkur,“ sagði Katrín. Verða að gæta þess að sundra ekki þjóðinni Við erfiðar aðstæður sem þessar hætti stjórnmálum til að verða öfgakennd og harkaleg, sem geti leitt til rofs í samstöðu þjóðarinnar. „Sú skylda hvílir á okkur öllum sem nú sitjum á Alþingi og í ríkisstjórn að gæta að því eftir fremsta megni að sundra ekki þjóðinni á þessum örlagatímum og til að svo megi verða þurfum við öll að muna að stjórnmálin snúast um gildi og hugsjónir en fyrst og fremst snúast þau um að vinna fyrir almenning í landinu og vera trú því verkefni sem okkur er falið að vinna. Vonandi berum við gæfu á komandi ári til að rísa undir þeirri ábyrgð sem á okkur hvílir,“ sagði Katrín. „Þess vegna byggjum við núna bara upp“ Þá minntist Katrín snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði í janúar á þessu ári og skriðufallanna á Seyðisfirði nú í desember. Hún rifjaði upp orð íbúa á Seyðisfirði þegar hún heimsótti bæinn eftir skriðuna: „Það varð ekkert manntjón og þess vegna er framtíðin áfram hér, þess vegna byggjum við núna bara upp.“ Nú væri einmitt tími viðspyrnu. „Þrátt fyrir erfitt ár þá hefur birtan verið yfirsterkari myrkrinu – jafnvel á dimmustu stundunum. Við kveðjum þetta ár, kannski ekki með mikilli eftirsjá, en göngum inn í framtíðina bjartsýn – og með vissuna um að við stöndum styrkum fótum í okkar öfluga og góða samfélagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Áramót Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Áramótaávarp forsætisráðherra er flutt á gamlárskvöld ár hvert. Katrín sagði í ávarpi sínu í kvöld að árið framundan, 2021, væri ár viðspyrnu. Hjálpa þyrfti fólki, fjölskyldum og efnahagslífinu af stað á ný. „Árið 2021 verður gott ár; ár gróanda og vaxtar, ár þar sem við byggjum á lærdómum ársins sem er að líða.“ Þá kvað hún árið 2020 hafa verið mikinn prófstein á stjórnmálin. „Ég tel það heilbrigðismerki á íslenskum stjórnmálum að íslenskir stjórnmálamenn ákváðu að láta faraldurinn ekki snúast um sig heldur nálguðust þetta verkefni sem björgunarstarf. Að einhverju leyti endurspeglar þetta ár hið sérstaka hlutskipti stjórnmálanna og það er mjög mikilvægt að við sem erum í forsvari í stjórnmálum þjóðarinnar vöndum okkur,“ sagði Katrín. Verða að gæta þess að sundra ekki þjóðinni Við erfiðar aðstæður sem þessar hætti stjórnmálum til að verða öfgakennd og harkaleg, sem geti leitt til rofs í samstöðu þjóðarinnar. „Sú skylda hvílir á okkur öllum sem nú sitjum á Alþingi og í ríkisstjórn að gæta að því eftir fremsta megni að sundra ekki þjóðinni á þessum örlagatímum og til að svo megi verða þurfum við öll að muna að stjórnmálin snúast um gildi og hugsjónir en fyrst og fremst snúast þau um að vinna fyrir almenning í landinu og vera trú því verkefni sem okkur er falið að vinna. Vonandi berum við gæfu á komandi ári til að rísa undir þeirri ábyrgð sem á okkur hvílir,“ sagði Katrín. „Þess vegna byggjum við núna bara upp“ Þá minntist Katrín snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði í janúar á þessu ári og skriðufallanna á Seyðisfirði nú í desember. Hún rifjaði upp orð íbúa á Seyðisfirði þegar hún heimsótti bæinn eftir skriðuna: „Það varð ekkert manntjón og þess vegna er framtíðin áfram hér, þess vegna byggjum við núna bara upp.“ Nú væri einmitt tími viðspyrnu. „Þrátt fyrir erfitt ár þá hefur birtan verið yfirsterkari myrkrinu – jafnvel á dimmustu stundunum. Við kveðjum þetta ár, kannski ekki með mikilli eftirsjá, en göngum inn í framtíðina bjartsýn – og með vissuna um að við stöndum styrkum fótum í okkar öfluga og góða samfélagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Áramót Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira