Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, var valinn bestur í ensku úrvalsdeildinni í febrúar.
Congratulations to @B_Fernandes8 on winning the @EASPORTSFIFA Player of the Month for February #PLAwards pic.twitter.com/475tuPlc00
— Premier League (@premierleague) March 16, 2020
Portúgalinn lék þrjá leiki með United í ensku úrvalsdeildinni í febrúar, skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar.
Fernandes hefur farið afar vel af stað með United og liðið hefur ekki tapað síðan hann kom frá Sporting Lissabon.
Í níu leikjum fyrir United hefur Fernandes skorað þrjú mörk og gefið fjórar stoðsendingar.
Auk Fernandes voru Marcos Alonso (Chelsea), Nick Pope (Burnley), Dominic Calvert-Lewin (Everton) og Pierre-Emerick Aubameyang (Arsenal) og Matt Doherty (Wolves) tilnefndir sem leikmaður febrúar-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.