Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2020 07:33 Fámenni á Times-torgi í New York. Getty Bandarísk heilbrigðis yfirvöld hafa nú skráð 3.953 dauðsföll vegna kórónuveirunnar á einum sólarhring. Þetta kemur fram í tölum frá Johns Hopkins háskóla, en tímabilið sem um ræðir er frá klukkan þrjú á föstudagsmorgni að íslenskum tíma og til klukkan þrjú um nýliðna nótt. Á sama tímabili, sólarhring fyrr, voru skráð dauðsföll í Bandaríkjunum vegna veirunnar 2.257 talsins. Alls eru nú skráð 37.175 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 710.272 í landinu. Hefur þeim nú fjölgað um 30 þúsund frá í gær, en talið er að einnig sé um að ræða mikinn fjöldi óskráðra smita í bandarísku samfélagi. Alls hafa um 60 þúsund hinna smituðu náð bata. Ef litið er til Bandaríkjanna í heild þá er tíðni dauðsfalla 11,3 á hverja 100 þúsund íbúa. Sé litið til New York borgar, sem farið hefur verst út úr faraldrinum er tíðnin hins vegar 157,4 á hverja 100 þúsund íbúa. Til samanburðar má nefna að talan á Ítalíu er 37,7 á hverja 100 þúsund íbúa, en á Spáni 42,6. Alls hafa verið skráð 13.202 dauðsföll af völdum covid-19 í New York. Dauðsföllin voru skráð 11.477 í gær og efur þeim því fjölgað um 15 prósent á einum sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Johns Hopkins hafa verið tekin sýni úr alls 3,6 milljónum manna í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld stefna að því að halda sýnatökum áfram og opna samfélagið á ný í skrefum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Bandarísk heilbrigðis yfirvöld hafa nú skráð 3.953 dauðsföll vegna kórónuveirunnar á einum sólarhring. Þetta kemur fram í tölum frá Johns Hopkins háskóla, en tímabilið sem um ræðir er frá klukkan þrjú á föstudagsmorgni að íslenskum tíma og til klukkan þrjú um nýliðna nótt. Á sama tímabili, sólarhring fyrr, voru skráð dauðsföll í Bandaríkjunum vegna veirunnar 2.257 talsins. Alls eru nú skráð 37.175 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 710.272 í landinu. Hefur þeim nú fjölgað um 30 þúsund frá í gær, en talið er að einnig sé um að ræða mikinn fjöldi óskráðra smita í bandarísku samfélagi. Alls hafa um 60 þúsund hinna smituðu náð bata. Ef litið er til Bandaríkjanna í heild þá er tíðni dauðsfalla 11,3 á hverja 100 þúsund íbúa. Sé litið til New York borgar, sem farið hefur verst út úr faraldrinum er tíðnin hins vegar 157,4 á hverja 100 þúsund íbúa. Til samanburðar má nefna að talan á Ítalíu er 37,7 á hverja 100 þúsund íbúa, en á Spáni 42,6. Alls hafa verið skráð 13.202 dauðsföll af völdum covid-19 í New York. Dauðsföllin voru skráð 11.477 í gær og efur þeim því fjölgað um 15 prósent á einum sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Johns Hopkins hafa verið tekin sýni úr alls 3,6 milljónum manna í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld stefna að því að halda sýnatökum áfram og opna samfélagið á ný í skrefum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00