Slorið á tímum Coronavírussins Arnar Atlason skrifar 17. mars 2020 15:30 Ég ætla ekki að flækja það sem ég þarf að segja. Við lifum á viðsjárverðum tímum, stöndum frammi fyrir einni stærstu efnahagslegu ógn sem að okkur hefur steðjað lengi. Ég legg áherslu á að hún er efnahagsleg. Hér á landi er ferðamannaiðnaðurinn við að hrynja, hvort það er til lengri eða skemmri tíma er of snemmt að segja. Hvað stendur þá eftir? Jú það er ekki síst græna gullið, þorskurinn og allar hinar tegundirnar sem synda í sjónum í kringum landið. Slorið er það sem við á Íslandi nennum ekki að tala um nema helst þegar við þurfum að pirra okkur á einhverjum ofsaríkum. En staðreyndin er sú að þegar efnahagsáföll ríða yfir og heilu greinarnar hrynja, fyrst bankakerfi og svo ferðaþjónusta, er það slorið sem stendur eftir sem efnahagsleg undirstaða. En erum við að fá það út úr þessari grundvallaratvinnugrein sem við getum? Á síðasta ári fluttum við út rúmlega 50 þúsund tonn af óunnum fiski. Ég hef bent á það áður í greinaskrifum mínum að það eru um það bil 5000 störf. Megnið af þessum fiski er aldrei boðið til sölu hér á Íslandi heldur ákveður handhafi veiðiheimildanna að hann muni hagnast meira á því að selja hann erlendis. Oft selur hann svo sjálfum sér aflann erlendis, það er staðreynd. Heiðrún Lind þú mátt hætta að biðja um dæmi þess, það er búið að nefna svo mörg. Þessa virðiskeðju verður að slíta í sundur ef við ætlum að auka virði afla okkar hér innanlands og um leið auka skatttekjur okkar af auðlindinni. Fordæmalausar aðstæður öskra á breytingar. Fyrir örfáum árum bar vörumerkið Ísland af við sölu á sjávarafurðum. Þessu forskoti höfum við tapað. Á mörkuðum okkar í Bretlandi til að mynda er nú norskur fiskur auglýstur dýrari en sá íslenski. Norðmenn hafa náð að markaðssetja vörumerkið „Skrei“ með frábærum árangri. Þeir hafa nýtt sér reynslu og þekkingu úr markaðssetningu og sölu lax í heiminum og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hvað gerum við ? Við höfum leyft handhöfum veiðiheimildanna að komast upp með það aftur og aftur að tala um mikilvægi þess að þeir haldi á allri virðiskeðjunni; veiðum, vinnslu, markaðssetningu og sölu. Þetta hafa þeir getað gert nánast gagnrýnislaust. Fjárfesting á undanförnum árum í markaðssetningu íslenskra sjávarafurða er nánast engin ef rýnt er með gagnrýnum augum. Við verðum að snúa vörn í sókn, fjárfesting í markaðssetningu er hverrar krónu virði. Kerfið okkar er aftur á móti þannig uppbyggt að handhafar veiðiheimildanna hafa ekki hag af fjárfestingu í markaðssetningu. Það er þeim mun mikilvægara í mörgum tilfellum að minnka virði afurðanna. Það er staðreynd sem ein og sér ætti að nægja til ákvörðunar um kollvörpun á kerfinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (áður LÍÚ) hafa byrjað samtal við þjóðina um sjávarútveg. Samtalið er reyndar svo kostulegt að ég hvet hvern, sem skoða vill, til að horfa á það á netinu gagnrýnum augum. Best er að setja það í samhengi við það ef einstaklingur hefur komið sér í ónáð við einhvern, eða gert á hlut hans. Nú ákveður sá í ónáðinni að eiga samtal við þá sem urðu fyrir barðinu á honum. Hann setur reglurnar og til að samtalið sé gott fær hann að tala lengi. Fulltrúar þeirra sem urðu fyrir barðinu á honum fá svo að koma sínum skoðunum á framfæri en hafa einungis eina mínútu til þess. Þetta er lykill að fullkomnu samtali fyrir þann sem í ónáðinni er, ekki satt? Tímasetningin segir jafnframt meira en mörg orð. Hvað er langt síðan Kveiks-þátturinn um Samherjaskjölin var sýndur, voruð þið búin að gleyma honum? Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Arnar Atlason Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að flækja það sem ég þarf að segja. Við lifum á viðsjárverðum tímum, stöndum frammi fyrir einni stærstu efnahagslegu ógn sem að okkur hefur steðjað lengi. Ég legg áherslu á að hún er efnahagsleg. Hér á landi er ferðamannaiðnaðurinn við að hrynja, hvort það er til lengri eða skemmri tíma er of snemmt að segja. Hvað stendur þá eftir? Jú það er ekki síst græna gullið, þorskurinn og allar hinar tegundirnar sem synda í sjónum í kringum landið. Slorið er það sem við á Íslandi nennum ekki að tala um nema helst þegar við þurfum að pirra okkur á einhverjum ofsaríkum. En staðreyndin er sú að þegar efnahagsáföll ríða yfir og heilu greinarnar hrynja, fyrst bankakerfi og svo ferðaþjónusta, er það slorið sem stendur eftir sem efnahagsleg undirstaða. En erum við að fá það út úr þessari grundvallaratvinnugrein sem við getum? Á síðasta ári fluttum við út rúmlega 50 þúsund tonn af óunnum fiski. Ég hef bent á það áður í greinaskrifum mínum að það eru um það bil 5000 störf. Megnið af þessum fiski er aldrei boðið til sölu hér á Íslandi heldur ákveður handhafi veiðiheimildanna að hann muni hagnast meira á því að selja hann erlendis. Oft selur hann svo sjálfum sér aflann erlendis, það er staðreynd. Heiðrún Lind þú mátt hætta að biðja um dæmi þess, það er búið að nefna svo mörg. Þessa virðiskeðju verður að slíta í sundur ef við ætlum að auka virði afla okkar hér innanlands og um leið auka skatttekjur okkar af auðlindinni. Fordæmalausar aðstæður öskra á breytingar. Fyrir örfáum árum bar vörumerkið Ísland af við sölu á sjávarafurðum. Þessu forskoti höfum við tapað. Á mörkuðum okkar í Bretlandi til að mynda er nú norskur fiskur auglýstur dýrari en sá íslenski. Norðmenn hafa náð að markaðssetja vörumerkið „Skrei“ með frábærum árangri. Þeir hafa nýtt sér reynslu og þekkingu úr markaðssetningu og sölu lax í heiminum og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hvað gerum við ? Við höfum leyft handhöfum veiðiheimildanna að komast upp með það aftur og aftur að tala um mikilvægi þess að þeir haldi á allri virðiskeðjunni; veiðum, vinnslu, markaðssetningu og sölu. Þetta hafa þeir getað gert nánast gagnrýnislaust. Fjárfesting á undanförnum árum í markaðssetningu íslenskra sjávarafurða er nánast engin ef rýnt er með gagnrýnum augum. Við verðum að snúa vörn í sókn, fjárfesting í markaðssetningu er hverrar krónu virði. Kerfið okkar er aftur á móti þannig uppbyggt að handhafar veiðiheimildanna hafa ekki hag af fjárfestingu í markaðssetningu. Það er þeim mun mikilvægara í mörgum tilfellum að minnka virði afurðanna. Það er staðreynd sem ein og sér ætti að nægja til ákvörðunar um kollvörpun á kerfinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (áður LÍÚ) hafa byrjað samtal við þjóðina um sjávarútveg. Samtalið er reyndar svo kostulegt að ég hvet hvern, sem skoða vill, til að horfa á það á netinu gagnrýnum augum. Best er að setja það í samhengi við það ef einstaklingur hefur komið sér í ónáð við einhvern, eða gert á hlut hans. Nú ákveður sá í ónáðinni að eiga samtal við þá sem urðu fyrir barðinu á honum. Hann setur reglurnar og til að samtalið sé gott fær hann að tala lengi. Fulltrúar þeirra sem urðu fyrir barðinu á honum fá svo að koma sínum skoðunum á framfæri en hafa einungis eina mínútu til þess. Þetta er lykill að fullkomnu samtali fyrir þann sem í ónáðinni er, ekki satt? Tímasetningin segir jafnframt meira en mörg orð. Hvað er langt síðan Kveiks-þátturinn um Samherjaskjölin var sýndur, voruð þið búin að gleyma honum? Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun