Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar 28. september 2025 14:00 Undanfarnar vikur höfum við orðið vitni að alvarlegum og vaxandi árásum á mikilvæga innviði í Evrópu. Í Kaupmannahöfn þurfti að loka alþjóðaflugvellinum vegna drónaflugs, forsætisráðherra Danmerkur kallaði það alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Í Eistlandi brutust rússneskar orrustuþotur inn í lofthelgina og neituðu að hlýða fyrirmælum. Í Póllandi voru rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi landsins, forsætisráðherrann sagði að staðan hefði aldrei verið jafn alvarleg frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Kaja Kallas, sagði að allt benti til þess að um viljaverk hefði verið að ræða – að markmið Pútíns væri að storka og að hann kæmi til með að ganga sífellt lengra vegna þess að viðbrögðin hingað til hefðu ekki verið nægilega sterk. Drónaárásir, lofthelgisrof, tölvuárásir og upplýsingaóreiða eru fjölþáttaógnir sem beinast gegn öryggi okkar allra. Markmiðið með þeim er ekki aðeins að skaða innviði heldur einnig að sá vantrausti og skapa sundrung ríkja á milli. Samstaðan er okkar helsti styrkleiki og tilgangurinn að rjúfa hana. Það má ekki takast, Rússum má aldrei takast að hræða okkur frá því að standa með Úkraínu. Brot á alþjóðalögum má aldrei láta óátalin, öllu heldur verður að fylgja þeim eftir með afgerandi viðbrögðum. Við Íslendingar vitum manna best að framtíð okkar og öryggi byggist á því að alþjóðalög séu virt. Sem herlaus þjóð í Norður-Atlantshafi eigum við allt undir því að sameiginlegar leikreglur haldi. Stofnaðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu – NATO – tryggir okkur stöðu innan öflugasta varnarsamstarfs heims. Þá er varnarsamningurinn við Bandaríkin mikilvæg öryggisstoð sem þarf að rækta og efla. Við verðum að standa með félögum okkar á Norðurlöndunum og öðrum NATO-ríkjum. Það er einmitt á tímum sem þessum sem við verðum að sýna festu, standa með bandamönnum okkar og standa vörð um grundvallargildi okkar. Ef við látum ógnir og árásir sundra okkur þá hafa gerendur náð sínu markmiði. Ef við hins vegar stöndum saman þá verður tiltrúin á lýðræði, frelsi og alþjóðalög sterkari en nokkru sinni fyrr. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Bryndís Haraldsdóttir Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur höfum við orðið vitni að alvarlegum og vaxandi árásum á mikilvæga innviði í Evrópu. Í Kaupmannahöfn þurfti að loka alþjóðaflugvellinum vegna drónaflugs, forsætisráðherra Danmerkur kallaði það alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Í Eistlandi brutust rússneskar orrustuþotur inn í lofthelgina og neituðu að hlýða fyrirmælum. Í Póllandi voru rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi landsins, forsætisráðherrann sagði að staðan hefði aldrei verið jafn alvarleg frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Kaja Kallas, sagði að allt benti til þess að um viljaverk hefði verið að ræða – að markmið Pútíns væri að storka og að hann kæmi til með að ganga sífellt lengra vegna þess að viðbrögðin hingað til hefðu ekki verið nægilega sterk. Drónaárásir, lofthelgisrof, tölvuárásir og upplýsingaóreiða eru fjölþáttaógnir sem beinast gegn öryggi okkar allra. Markmiðið með þeim er ekki aðeins að skaða innviði heldur einnig að sá vantrausti og skapa sundrung ríkja á milli. Samstaðan er okkar helsti styrkleiki og tilgangurinn að rjúfa hana. Það má ekki takast, Rússum má aldrei takast að hræða okkur frá því að standa með Úkraínu. Brot á alþjóðalögum má aldrei láta óátalin, öllu heldur verður að fylgja þeim eftir með afgerandi viðbrögðum. Við Íslendingar vitum manna best að framtíð okkar og öryggi byggist á því að alþjóðalög séu virt. Sem herlaus þjóð í Norður-Atlantshafi eigum við allt undir því að sameiginlegar leikreglur haldi. Stofnaðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu – NATO – tryggir okkur stöðu innan öflugasta varnarsamstarfs heims. Þá er varnarsamningurinn við Bandaríkin mikilvæg öryggisstoð sem þarf að rækta og efla. Við verðum að standa með félögum okkar á Norðurlöndunum og öðrum NATO-ríkjum. Það er einmitt á tímum sem þessum sem við verðum að sýna festu, standa með bandamönnum okkar og standa vörð um grundvallargildi okkar. Ef við látum ógnir og árásir sundra okkur þá hafa gerendur náð sínu markmiði. Ef við hins vegar stöndum saman þá verður tiltrúin á lýðræði, frelsi og alþjóðalög sterkari en nokkru sinni fyrr. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun