Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 19:50 Margrét Þórhildur Danadrottning. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. Varaði hún við því að enn væru ýmsir sem hegðuðu sér af hugsunar- og tillitsleysi. Áður en ávarp drottningar hófst tilkynnti ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra um enn strangari aðgerðir til að bregðast við faraldrinum. Samkomur tíu manna og fleiri eru bannaðar og loka þarf alls kyns fyrirtækjum og opinberum stöðum eins og veitingastöðum, verslunarmiðstöðvum og íþróttahúsum til 30. mars. „Ég er með ákall til allra: kórónuveiran er vágestur og hún gengur hart fram. Smitin halda áfram. Löng og ógnvekjandi keðja. Í þeirri keðju mun fólk deyja. Barn gæti misst ömmu sína. Kona mann sinn,“ sagði drottningin í fyrsta slíka ávarpi dansks þjóðhöfðingja frá því að afi Margrétar talaði beint til þjóðarinnar við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Biðlaði hún til Dana að hugsa vel um eigin hegðun á tímum faraldursins. „Það er keðjan sem við verðum að slíta og sem við getum slitið. Þetta getur aðeins gerst ef við hugsum öll um það,“ sagði drottningin sem ítrekaði tilmæli yfirvalda um að fólk þvoi sér um hendur, forðast návígi við aðra og haldi sig heima við. Varaði drottningin við því að enn væru ýmsir sem tækju vána ekki alvarlega. „Maður sér ennþá hópa af öllum aldri standa of þétt saman, það er hugsunarleysi og tillitsleysi,“ sagði Margrét. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. Varaði hún við því að enn væru ýmsir sem hegðuðu sér af hugsunar- og tillitsleysi. Áður en ávarp drottningar hófst tilkynnti ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra um enn strangari aðgerðir til að bregðast við faraldrinum. Samkomur tíu manna og fleiri eru bannaðar og loka þarf alls kyns fyrirtækjum og opinberum stöðum eins og veitingastöðum, verslunarmiðstöðvum og íþróttahúsum til 30. mars. „Ég er með ákall til allra: kórónuveiran er vágestur og hún gengur hart fram. Smitin halda áfram. Löng og ógnvekjandi keðja. Í þeirri keðju mun fólk deyja. Barn gæti misst ömmu sína. Kona mann sinn,“ sagði drottningin í fyrsta slíka ávarpi dansks þjóðhöfðingja frá því að afi Margrétar talaði beint til þjóðarinnar við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Biðlaði hún til Dana að hugsa vel um eigin hegðun á tímum faraldursins. „Það er keðjan sem við verðum að slíta og sem við getum slitið. Þetta getur aðeins gerst ef við hugsum öll um það,“ sagði drottningin sem ítrekaði tilmæli yfirvalda um að fólk þvoi sér um hendur, forðast návígi við aðra og haldi sig heima við. Varaði drottningin við því að enn væru ýmsir sem tækju vána ekki alvarlega. „Maður sér ennþá hópa af öllum aldri standa of þétt saman, það er hugsunarleysi og tillitsleysi,“ sagði Margrét.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira