Sagði frá því þegar hann sem íslenskur landsliðsmaður flæktist í mútumál í Belgíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2020 22:00 Lárus Guðmundsson í leik með Bayer 05 Uerdingen þar sem hann spilaði eftir að hann fór frá Belgíu. Getty/Werner OTTO Íslenskur landsliðsmaður spilaði frægan leik í Belgíu á níunda áratugnum sem endaði með því að landsliðsmenn Belga fengu þunga dóma. Lárus Guðmundsson fer yfir merkilegan fótboltaferil sinn í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á fótbolti.net. Meðal annars ræðir hann um mútumál sem kom upp í belgískum fótbolta árið 1984. Allt snerist þetta um leik Standard Liege og Waterschei árið 1982. „Þeir með sigri í leiknum hefðu orðið meistarar en við höfðu ekki að neinu að keppa og úrslitaleikurinn í belgíska bikarnum var fram undan,“ byrjaði Lárus frásögn sína af leiknum. Lárus Guðmundsson var þarna á sínu fyrsta tímabili með Waterschei eftir að hafa komið þangað frá Víkingi. Lárus hafði orðið Íslandsmeistari og markakóngur efstu deildar sumarið 1981. Miðjan - Lárus Guðmunds um bikartitla, mútugreiðslur og fleira https://t.co/u4YXl6SWCJ— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 18, 2020 „Ég talaði ekki flæmsku þá og það atvikaðist þannig að bróðir eins leikmannsins hjá okkur var að spila með Standard Liege, Gérard Plessers. Síðan var einn leikmaður hjá okkur var besti vinur, Eric Gerets, fyrirliða Standard,“ sagði Lárus. „Á einhverjum tímapunkti þá sammæltist einhver hópur innan okkar liðs og ákveðin hópur innan þeirra liðs um það að bónusarnir sem fengjust fyrir að vinna leiki, að þeir myndu greiða þá bónusa til okkar,“ sagði Lárus. „Þeirra bónus fyrir að vinna leikinn færi til okkar gegn því að við myndum ekki leika til sigurs í þessum leik. Ég var aldrei upplýstur um málið af því að þeim fannst engin ástæða til að fræða einhver tuttugu ára Íslending um það að það væri planið að vinna ekki þennan leik,“ sagði Lárus. „Svo hefst þessi leikur og það eru 40 þúsund áhorfendur þarna í Liege, brjáluð stemmning og það heyrðist ekki mannsins mál inn á vellinum. Ég var í mjög góðum gír í þessum leik og slepp fljótlega í gegn,“ sagði Lárus og hélt áfram: „Ég var kominn inn sirka á vítapunktinn einn á móti markverði þegar ég er þrumaður niður aftan frá. Dómarinn dæmdi ekki víti og þar með var augljóst að dómarinn hafði einhverja hagsmuna að gæta í þessu því það var óhjákvæmilegt að dæma víti,“ sagði Lárus. Lárus Guðmundsson var í íslenska landsliðinu á þessum tíma en hann skoraði 3 mörk í 17 A-landsleikjum á sínum ferli.Getty/ Bob Thomas „Svo þróaðist bara leikurinn þannig að ég hélt áfram að skapa usla í vörn Standard. Í hálfleik kom það mér mjög á óvart þegar fyrirliðinn segir við þjálfarann: Heyrðu er ekki vit í því að taka Lárus út af? Við eigum bikarúrslitaleikinn fram undan og hann er eins og skrattinn út um allan völl. Eigum við ekki bara að hvíla hann? Þjálfarinn var ekki til í það. Ég fór út í seinni hálfleikinn enda vissi þjálfarinn ekkert um það sem hafði gerst á bak við tjöldin,“ sagði Lárus. „Við töpum svo leiknum sem við hefðum allan daginn tapað hvort sem er því þeir voru gríðarlega sterkir á heimavelli og það var svo miklu meira í húfi heldur en hjá okkur,“ sagði Lárus. „Einhverjum tíma seinna kemur upp úr kafinu að þarna fóru greiðslur á milli manna. Standard Liege hafði borgað Waterschei bónusa fyrir að vinna ekki þennan leik. Þetta varð að stórmáli í Belgíu og leikmenn beggja liða voru kallaðir til Brussel þar sem við þurftum að ganga í gegnum yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglunni í Brussel. Þetta var meðhöndlað eins og glæpamál sem þetta er auðvitað. Mútumál eru náttúrulega svívirðing við íþróttina,“ sagði Lárus. Lárus Guðmundsson í leik með FC Bayer 05 Uerdingen sem keypti hann frá Waterschei árið 1984.Getty/Werner OTTO „Ég skildi ekki flæmskuna í þessum yfirheyrslum þannig að ég fékk betri meðhöndlun en belgísku leikmennirnir. Yfirheyrslan mín fór fram á ensku og sá sem yfirheyrði mig var ekkert sleipur í enskunni,“ sagði Lárus. „Til að gera langa sögu stutta þá féllu stórir dómar. Ég ásamt einum eða tveimur öðrum voru sýknaðir en aðrir leikmenn, bæði leikmenn Standard og Waterschei, þar af margir belgískir landsliðsmenn fengu þunga dóma og voru dæmdir í eins og tveggja ára keppnisbann. Þeir máttu hvergi spila í Evrópu á þeim tíma ,“ sagði Lárus. Lárus segir að eftir þetta hafi Waterschei liðið hrunið, liðið missti alla sína bestu belgísku leikmenn og hann var síðan seldur til Þýskalands. Það má heyra Lárus fara yfir feril sinn í Miðjunni eða með því að smella hér. Belgía Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Íslenskur landsliðsmaður spilaði frægan leik í Belgíu á níunda áratugnum sem endaði með því að landsliðsmenn Belga fengu þunga dóma. Lárus Guðmundsson fer yfir merkilegan fótboltaferil sinn í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á fótbolti.net. Meðal annars ræðir hann um mútumál sem kom upp í belgískum fótbolta árið 1984. Allt snerist þetta um leik Standard Liege og Waterschei árið 1982. „Þeir með sigri í leiknum hefðu orðið meistarar en við höfðu ekki að neinu að keppa og úrslitaleikurinn í belgíska bikarnum var fram undan,“ byrjaði Lárus frásögn sína af leiknum. Lárus Guðmundsson var þarna á sínu fyrsta tímabili með Waterschei eftir að hafa komið þangað frá Víkingi. Lárus hafði orðið Íslandsmeistari og markakóngur efstu deildar sumarið 1981. Miðjan - Lárus Guðmunds um bikartitla, mútugreiðslur og fleira https://t.co/u4YXl6SWCJ— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 18, 2020 „Ég talaði ekki flæmsku þá og það atvikaðist þannig að bróðir eins leikmannsins hjá okkur var að spila með Standard Liege, Gérard Plessers. Síðan var einn leikmaður hjá okkur var besti vinur, Eric Gerets, fyrirliða Standard,“ sagði Lárus. „Á einhverjum tímapunkti þá sammæltist einhver hópur innan okkar liðs og ákveðin hópur innan þeirra liðs um það að bónusarnir sem fengjust fyrir að vinna leiki, að þeir myndu greiða þá bónusa til okkar,“ sagði Lárus. „Þeirra bónus fyrir að vinna leikinn færi til okkar gegn því að við myndum ekki leika til sigurs í þessum leik. Ég var aldrei upplýstur um málið af því að þeim fannst engin ástæða til að fræða einhver tuttugu ára Íslending um það að það væri planið að vinna ekki þennan leik,“ sagði Lárus. „Svo hefst þessi leikur og það eru 40 þúsund áhorfendur þarna í Liege, brjáluð stemmning og það heyrðist ekki mannsins mál inn á vellinum. Ég var í mjög góðum gír í þessum leik og slepp fljótlega í gegn,“ sagði Lárus og hélt áfram: „Ég var kominn inn sirka á vítapunktinn einn á móti markverði þegar ég er þrumaður niður aftan frá. Dómarinn dæmdi ekki víti og þar með var augljóst að dómarinn hafði einhverja hagsmuna að gæta í þessu því það var óhjákvæmilegt að dæma víti,“ sagði Lárus. Lárus Guðmundsson var í íslenska landsliðinu á þessum tíma en hann skoraði 3 mörk í 17 A-landsleikjum á sínum ferli.Getty/ Bob Thomas „Svo þróaðist bara leikurinn þannig að ég hélt áfram að skapa usla í vörn Standard. Í hálfleik kom það mér mjög á óvart þegar fyrirliðinn segir við þjálfarann: Heyrðu er ekki vit í því að taka Lárus út af? Við eigum bikarúrslitaleikinn fram undan og hann er eins og skrattinn út um allan völl. Eigum við ekki bara að hvíla hann? Þjálfarinn var ekki til í það. Ég fór út í seinni hálfleikinn enda vissi þjálfarinn ekkert um það sem hafði gerst á bak við tjöldin,“ sagði Lárus. „Við töpum svo leiknum sem við hefðum allan daginn tapað hvort sem er því þeir voru gríðarlega sterkir á heimavelli og það var svo miklu meira í húfi heldur en hjá okkur,“ sagði Lárus. „Einhverjum tíma seinna kemur upp úr kafinu að þarna fóru greiðslur á milli manna. Standard Liege hafði borgað Waterschei bónusa fyrir að vinna ekki þennan leik. Þetta varð að stórmáli í Belgíu og leikmenn beggja liða voru kallaðir til Brussel þar sem við þurftum að ganga í gegnum yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglunni í Brussel. Þetta var meðhöndlað eins og glæpamál sem þetta er auðvitað. Mútumál eru náttúrulega svívirðing við íþróttina,“ sagði Lárus. Lárus Guðmundsson í leik með FC Bayer 05 Uerdingen sem keypti hann frá Waterschei árið 1984.Getty/Werner OTTO „Ég skildi ekki flæmskuna í þessum yfirheyrslum þannig að ég fékk betri meðhöndlun en belgísku leikmennirnir. Yfirheyrslan mín fór fram á ensku og sá sem yfirheyrði mig var ekkert sleipur í enskunni,“ sagði Lárus. „Til að gera langa sögu stutta þá féllu stórir dómar. Ég ásamt einum eða tveimur öðrum voru sýknaðir en aðrir leikmenn, bæði leikmenn Standard og Waterschei, þar af margir belgískir landsliðsmenn fengu þunga dóma og voru dæmdir í eins og tveggja ára keppnisbann. Þeir máttu hvergi spila í Evrópu á þeim tíma ,“ sagði Lárus. Lárus segir að eftir þetta hafi Waterschei liðið hrunið, liðið missti alla sína bestu belgísku leikmenn og hann var síðan seldur til Þýskalands. Það má heyra Lárus fara yfir feril sinn í Miðjunni eða með því að smella hér.
Belgía Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira