Guðrún Ósk Ámundadóttir náði mögnuðum árangri á sínum fyrsta vetri sem aðalþjálfari Skallagríms og hún verður áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð.
Undir stjórn Guðrúnar varð Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta sinn í vetur. Hún var þar að auki með liðið í 4. sæti Domino‘s-deildar kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins, og þar með á leið í úrslitakeppnina sem ekki verður leikin.
Í tilkynningu frá Skallagrími segir að mikil ánægja sé með Guðrúnu og eftirvænting í loftinu fyrir næsta tímabili.