Gefa leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 21:42 Leigufélagið Þórsgarður ákvað að leggja sitt af mörkum á þessum óvissutímum og hefur fellt niður leigu næstu tvo mánuði. Vísir/Vilhelm Tugir leigjenda hjá leigufélaginu Þórsgarði fengu gleðifréttir í gærþegar þeir fengu símtal þess efnis að leigufélagið hygðist veita leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði. Eygló Agnarsdóttir, framkvæmdarstjóri félagsins, varði deginum í að hringja í leigjendur og tilkynna þeim þetta. „Ég er búin að eyða parti úr deginum í það að hringja í alla okkar leigjendur, eða þá sem ég hef náð í, til að tilkynna þetta og það er bara ótrúlegt þakklæti,“ segir hún í Reykjavík síðdegis í gær um viðbrögð fólks við fréttunum. „Við viljum koma til móts við okkar leigjendur og gera það sem við getum gert og við ákváðum að gefa öllum okkar leigjendum fría leigu í tvo mánuði. Við erum með fjöldann allan af leiguhúsnæði, bæði íbúðir og skrifstofuhúsnæði og fleira, þannig að þetta á bara við um alla okkar leigjendur.“ Hún segir ákvörðunina hafa verið auðvelda, enda miklir óvissutímar og félagið hafi viljað leggja sitt af mörkum „Við viljum bara hugsa vel um fólkið okkar og eins og ástandið er í dag og það þarf kannski ekkert að minnast meira á það. Það eru allir hræddir og kvíðnir í þessu ástandi og við ákváðum bara að gera það sem við gátum til að hjálpa okkar fólki. Er ekki gaman að hringja út með svona símtal á þessum tímum? „Jú, mér líður eiginlega bara eins og jólasveini og margir trúa þessu bara ekki, spyrja hvort sé kominn 1. apríl. Þetta gefur manni mjög mikið að geta gert svona,“ segir Eygló. Hún segist ekki hafa heyrt af því að fleiri leigufélög séu að gera það sama en vonar að þetta verði öðrum félögum til eftirbreytni. „Ég vona bara að það komi fleiri á eftir sem hafa getu til að gera eitthvað svona álíka fyrir sitt fólk þannig ég vona að þetta geti látið eitthvað gott af sér leiða.“ „Ég efast ekki um það að þetta komi sér til góðs fyrir fólkið á þessum tímum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. 17. mars 2020 10:30 Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00 Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 10:48 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Tugir leigjenda hjá leigufélaginu Þórsgarði fengu gleðifréttir í gærþegar þeir fengu símtal þess efnis að leigufélagið hygðist veita leigjendum sínum fría leigu í tvo mánuði. Eygló Agnarsdóttir, framkvæmdarstjóri félagsins, varði deginum í að hringja í leigjendur og tilkynna þeim þetta. „Ég er búin að eyða parti úr deginum í það að hringja í alla okkar leigjendur, eða þá sem ég hef náð í, til að tilkynna þetta og það er bara ótrúlegt þakklæti,“ segir hún í Reykjavík síðdegis í gær um viðbrögð fólks við fréttunum. „Við viljum koma til móts við okkar leigjendur og gera það sem við getum gert og við ákváðum að gefa öllum okkar leigjendum fría leigu í tvo mánuði. Við erum með fjöldann allan af leiguhúsnæði, bæði íbúðir og skrifstofuhúsnæði og fleira, þannig að þetta á bara við um alla okkar leigjendur.“ Hún segir ákvörðunina hafa verið auðvelda, enda miklir óvissutímar og félagið hafi viljað leggja sitt af mörkum „Við viljum bara hugsa vel um fólkið okkar og eins og ástandið er í dag og það þarf kannski ekkert að minnast meira á það. Það eru allir hræddir og kvíðnir í þessu ástandi og við ákváðum bara að gera það sem við gátum til að hjálpa okkar fólki. Er ekki gaman að hringja út með svona símtal á þessum tímum? „Jú, mér líður eiginlega bara eins og jólasveini og margir trúa þessu bara ekki, spyrja hvort sé kominn 1. apríl. Þetta gefur manni mjög mikið að geta gert svona,“ segir Eygló. Hún segist ekki hafa heyrt af því að fleiri leigufélög séu að gera það sama en vonar að þetta verði öðrum félögum til eftirbreytni. „Ég vona bara að það komi fleiri á eftir sem hafa getu til að gera eitthvað svona álíka fyrir sitt fólk þannig ég vona að þetta geti látið eitthvað gott af sér leiða.“ „Ég efast ekki um það að þetta komi sér til góðs fyrir fólkið á þessum tímum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. 17. mars 2020 10:30 Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00 Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 10:48 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. 17. mars 2020 10:30
Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00
Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 10:48