Rúnar: Dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2020 12:15 s2s/skjáskot Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að Íslandsmeistararnir séu ekki hættir að æfa saman vegna samkomubannsins sem nú ríkir á Íslandi en liðið æfir í minni hópum; sex til sjö leikmenn saman og mikil áhersla sé lögð á líkamlega þáttinn. Rúnar var gestur Guðmundar Benediktssonar í Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en farið var um víðan völl í viðtalinu. Fyrst var rætt um samkomubannið og áhrif þess á fótboltann á Íslandi. „Þetta breytir öllum okkar undirbúningi og setur allt úr skorðum. Þjálfarar skipuleggja sig með það að leiðarljósi að vera klárir í fyrsta leik. Við áttum leik 13. apríl og svo 22. apríl í Pepsi-Max og lokamarkmiðið var að vera klárir á þeim tímapunkti,“ sagði Rúnar og hélt áfram: „Þetta breytist allt núna og við vitum ekki hvenær Íslandsmótið hefst. Við þurfum að breyta því hvernig við æfum og bíða og sjá hvenær þessu banni getur verið aflétt svo við getum allir farið að æfa saman. Þetta eru mjög erfiðir tímar og erfitt að skipuleggja sig.“ Klippa: Rúnar um æfingar KR í samkomubanninu „Við verðum að hlýða því sem er sagt og passa upp á samfélagið okkar. Það er það dýrmætasta í stöðunni í dag og við finnum alltaf út úr þessu þegar nær dregur.“ Rúnar segir að KR-ingar séu ekki hættir að æfa heldur æfa þeir í litlum hópum og sé mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Við prófuðum okkur áfram í vikunni. Við vorum með sex leikmenn á æfingu á fullum fótboltavelli. Við dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum. Við eyddum klukkutíma í að sparka löngum sendingum á milli og fá að snerta boltann.“ „Aðaláherslan var lögð á hlaup. Spretti og lengri hlaup og þessa úthaldsþjálfun sem við þurfum að sinna núna. Sú æfing hófst hálf níu að morgni og búinn hálf tíu. Svo kom næsti hópur klukkan tólf og svo sá Bjarni Guðjónsson um æfingu sem hófst klukkan fimm. Við skiptumst þessu niður á þrjár æfingar sama daginn. Við reyndum að fá það besta út úr æfingunni.“ Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að Íslandsmeistararnir séu ekki hættir að æfa saman vegna samkomubannsins sem nú ríkir á Íslandi en liðið æfir í minni hópum; sex til sjö leikmenn saman og mikil áhersla sé lögð á líkamlega þáttinn. Rúnar var gestur Guðmundar Benediktssonar í Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en farið var um víðan völl í viðtalinu. Fyrst var rætt um samkomubannið og áhrif þess á fótboltann á Íslandi. „Þetta breytir öllum okkar undirbúningi og setur allt úr skorðum. Þjálfarar skipuleggja sig með það að leiðarljósi að vera klárir í fyrsta leik. Við áttum leik 13. apríl og svo 22. apríl í Pepsi-Max og lokamarkmiðið var að vera klárir á þeim tímapunkti,“ sagði Rúnar og hélt áfram: „Þetta breytist allt núna og við vitum ekki hvenær Íslandsmótið hefst. Við þurfum að breyta því hvernig við æfum og bíða og sjá hvenær þessu banni getur verið aflétt svo við getum allir farið að æfa saman. Þetta eru mjög erfiðir tímar og erfitt að skipuleggja sig.“ Klippa: Rúnar um æfingar KR í samkomubanninu „Við verðum að hlýða því sem er sagt og passa upp á samfélagið okkar. Það er það dýrmætasta í stöðunni í dag og við finnum alltaf út úr þessu þegar nær dregur.“ Rúnar segir að KR-ingar séu ekki hættir að æfa heldur æfa þeir í litlum hópum og sé mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Við prófuðum okkur áfram í vikunni. Við vorum með sex leikmenn á æfingu á fullum fótboltavelli. Við dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum. Við eyddum klukkutíma í að sparka löngum sendingum á milli og fá að snerta boltann.“ „Aðaláherslan var lögð á hlaup. Spretti og lengri hlaup og þessa úthaldsþjálfun sem við þurfum að sinna núna. Sú æfing hófst hálf níu að morgni og búinn hálf tíu. Svo kom næsti hópur klukkan tólf og svo sá Bjarni Guðjónsson um æfingu sem hófst klukkan fimm. Við skiptumst þessu niður á þrjár æfingar sama daginn. Við reyndum að fá það besta út úr æfingunni.“
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira