Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2020 20:30 Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgar- og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. Allir keyptir leikhúsmiðar verða tryggðir og færast yfir á næsta leikár. Ákvörðunin um að sýna ekki fleiri sýningar þar sem eftir lifir þessa leikárs var tekin af hálfu Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins í gær. Bæði leikhús munu hefja nýtt leikár fyrr en vanalega í haust og af miklum krafti. „Framkvæmdin verður einfaldlega þannig að við munum færa þær sýningar sem áttu að vera núna í vor og fram á sumar yfir á næsta leikár. Allir þeir sem eiga miða hjá okkur í Borgarleikhúsinu, þeirra miðar eru tryggðir og við færum dagskránna bara í heilu lagi,“ sagði Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri. Brynhildur Guðjónsdóttir er Borgarleikhússtjóri.EGILL AÐALSTEINS Þó að það sé ekki mikið um líf í húsinu í dag þá standa vonir til að hér verði fullt hús af lífi í ágúst. Framkvæmdin er eins hjá leikhúsunum. Þeir sem áttu miða núna í vor fá nýja miða í haust. „Þeir þurfa bara að hafa samband og við munum ráða úr því að fólk fær nýjar dagsetningar fyrir miðana sína sem þeir áttu í vor,“ sagði Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu. Hrafnhildur Hagalín er listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu.EGILL AÐALSTEINS Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema í afar sérstökum aðstæðum en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Brynhildur segir að óframkvæmanlegt hafi verið að hleypa einungis undir 50 manns í einu í salinn eftir þann 4. maí. „Þó svo að við gætum dreift fólki fallega um salinn okkar og haft tvo metra á milli þá þarf fólk að komast einhvern veginn inn og út, fólk þarf að nota salerni. Hér erum við með veitingasölu. Þannig þetta er óframkvæmanlegt og óskynsamlegt,“ sagði Brynhildur. Er þetta mikið fjárhagslegt tjón? „Við þurfum bara að skoða það. Við erum ekki mikið að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði Hrafnhildur. „Þetta er mikill skellur fyrir fyrirtæki eins og okkar. Við erum í rekstrarstöðvun og erum fyrirtæki með mikinn sjálfafla og eins og allar listastofnanir þá er þetta mjög erfitt fyrir öll samkomuhús sem reiða sig á samkomur en eru í samkomubanni,“ sagði Brynhildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgar- og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. Allir keyptir leikhúsmiðar verða tryggðir og færast yfir á næsta leikár. Ákvörðunin um að sýna ekki fleiri sýningar þar sem eftir lifir þessa leikárs var tekin af hálfu Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins í gær. Bæði leikhús munu hefja nýtt leikár fyrr en vanalega í haust og af miklum krafti. „Framkvæmdin verður einfaldlega þannig að við munum færa þær sýningar sem áttu að vera núna í vor og fram á sumar yfir á næsta leikár. Allir þeir sem eiga miða hjá okkur í Borgarleikhúsinu, þeirra miðar eru tryggðir og við færum dagskránna bara í heilu lagi,“ sagði Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri. Brynhildur Guðjónsdóttir er Borgarleikhússtjóri.EGILL AÐALSTEINS Þó að það sé ekki mikið um líf í húsinu í dag þá standa vonir til að hér verði fullt hús af lífi í ágúst. Framkvæmdin er eins hjá leikhúsunum. Þeir sem áttu miða núna í vor fá nýja miða í haust. „Þeir þurfa bara að hafa samband og við munum ráða úr því að fólk fær nýjar dagsetningar fyrir miðana sína sem þeir áttu í vor,“ sagði Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu. Hrafnhildur Hagalín er listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu.EGILL AÐALSTEINS Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema í afar sérstökum aðstæðum en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Brynhildur segir að óframkvæmanlegt hafi verið að hleypa einungis undir 50 manns í einu í salinn eftir þann 4. maí. „Þó svo að við gætum dreift fólki fallega um salinn okkar og haft tvo metra á milli þá þarf fólk að komast einhvern veginn inn og út, fólk þarf að nota salerni. Hér erum við með veitingasölu. Þannig þetta er óframkvæmanlegt og óskynsamlegt,“ sagði Brynhildur. Er þetta mikið fjárhagslegt tjón? „Við þurfum bara að skoða það. Við erum ekki mikið að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði Hrafnhildur. „Þetta er mikill skellur fyrir fyrirtæki eins og okkar. Við erum í rekstrarstöðvun og erum fyrirtæki með mikinn sjálfafla og eins og allar listastofnanir þá er þetta mjög erfitt fyrir öll samkomuhús sem reiða sig á samkomur en eru í samkomubanni,“ sagði Brynhildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira