Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Sylvía Hall skrifar 19. mars 2020 22:35 Allir starfsmennirnir eru með starfstöð í Skúlahúsi við Kirkjustræti. Því er áætlað að smithættan sé bundin við það hús en ekki Alþingishúsið sjálft. Vísir/Vilhelm Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Áður hafði annar starfsmaður Alþingis greinst með veiruna. Starfsmennirnir sem um ræðir voru komnir í sóttkví vegna samskipta við þann sem smitaðist fyrst en allir starfsmennirnir eru með starfsstöð í Skúlahúsi við Kirkjustræti. Því er áætlað að smithættan sé bundin við það hús. Smitrakningarteymi Almannavarna hefur ekki sett annað starfsfólk Alþingis í sóttkví vegna smitsins en þeir sem hafa verið í samskiptum við starfsmennina hafa fengið tilkynningu um smitin. Fleiri starfsmenn og þingmenn eru í sjálfskipaðri sóttkví að því er fram kemur á vef Alþingis, sumir af persónulegum heilsufarsástæðum eða einhvers nákomins eða almennt vegna aðstæðna. Þá eru tveir starfsmenn Alþingis í fyrirskipaðri sóttkví eftir samskipti við smitaða einstaklinga utan Alþingis. Báðir starfsmennirnir eru þó frískir. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að starfsáætlun Alþingis hafi í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að aðgerðum vegna kórónuveirunnar. Nú þegar er búið að haga þingstörfum þannig að sem fæstir þingmenn séu í þingsölum hverju sinni og atkvæðagreiðslur fara nú fram með öðrum hætti en áður. Starfsáætlun þingsins er úr sambandi allt fram til 20. apríl þegar þing á að koma saman aftur að loknu páskahléi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Alþingi komið á neyðaráætlun Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. 19. mars 2020 20:49 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Áður hafði annar starfsmaður Alþingis greinst með veiruna. Starfsmennirnir sem um ræðir voru komnir í sóttkví vegna samskipta við þann sem smitaðist fyrst en allir starfsmennirnir eru með starfsstöð í Skúlahúsi við Kirkjustræti. Því er áætlað að smithættan sé bundin við það hús. Smitrakningarteymi Almannavarna hefur ekki sett annað starfsfólk Alþingis í sóttkví vegna smitsins en þeir sem hafa verið í samskiptum við starfsmennina hafa fengið tilkynningu um smitin. Fleiri starfsmenn og þingmenn eru í sjálfskipaðri sóttkví að því er fram kemur á vef Alþingis, sumir af persónulegum heilsufarsástæðum eða einhvers nákomins eða almennt vegna aðstæðna. Þá eru tveir starfsmenn Alþingis í fyrirskipaðri sóttkví eftir samskipti við smitaða einstaklinga utan Alþingis. Báðir starfsmennirnir eru þó frískir. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að starfsáætlun Alþingis hafi í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að aðgerðum vegna kórónuveirunnar. Nú þegar er búið að haga þingstörfum þannig að sem fæstir þingmenn séu í þingsölum hverju sinni og atkvæðagreiðslur fara nú fram með öðrum hætti en áður. Starfsáætlun þingsins er úr sambandi allt fram til 20. apríl þegar þing á að koma saman aftur að loknu páskahléi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Alþingi komið á neyðaráætlun Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. 19. mars 2020 20:49 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Alþingi komið á neyðaráætlun Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. 19. mars 2020 20:49