B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2020 23:31 Bandarísk B-2 sprengjuþota yfir Íslandi ásamt þremur norskum F-35 orustuþotum síðastliðinn mánudag. U.S. Air Force/Matthew Plew Tvær bandarískar B-2 sprengjuþotur tóku þátt í heræfingu yfir Íslandi og hafinu við landið í byrjun vikunnar ásamt bandarískum F-15 Eagle orustuþotum og norskum F-35 orustuþotum. Þoturnar voru í samflugi í tæpa klukkustund. Bandarísku þoturnar komu frá Fairford og Lakenheath-herflugvöllunum í Bretlandi, þar sem þær eru staðsettar tímabundið, en F-35 þoturnar tilheyra norsku flugsveitinni sem sinnt hefur loftrýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli frá því í febrúar. Sjá nánar hér: 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi B-2 sprengjuþota leiðir oddaflugið. Bandarískar F-15 og norskar F-35 orustuþotur fylgja.U.S. Air Force/Matthew Plew Bandaríski fréttamiðillinn Business Insider vekur athygli á því að þetta sé í annað sinn í sögunni sem hinar torséðu B-2 sprengjuþotur komi til Íslands og að fyrra skiptið hafi verið fyrir aðeins hálfu ári. Aukin spenna í samskiptum NATO og Rússa hafi aukið áhugann á Norður-Atlantshafi og Norðurslóðum. Ísland liggi á milli þessara tveggja svæða og þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi landsins í augum hershöfðingja, en þotan er skæðasta kjarnorkuárásarþota heims og dýrasta flugvél sögunnar. Sjá meira hér: Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Norska fréttasíðan The Barents Observer segir þetta í fyrsta sinn sem norskar F-35 þotur hafi tekið þátt í heræfingu með B-2 sprengjuþotum. „Þetta var vissulega sérstakt augnablik. Flugmennirnir voru virkilega spenntir,“ segir Sigurd Tonning-Olsen, talsmaður norsku flugsveitarinnar, í samtali við Barents Observer. Hersingin yfir Íslandi. B-2 sprengjuþotur fremst og aftast ásamt norsku og bandarísku orustuþotunum.U.S. Air Force/Matthew Plew „Heimurinn býst við að NATO og Bandaríkin haldi áfram að framfylgja verkefni sínu með afgerandi hætti,“ segir bandaríski hershöfðinginn Jeff Harrigian, yfirmaður flughers Bandaríkjamanna í Evrópu og Afríku, og bætir við: „Verkefni sem þessi gefa okkur tækifæri til að fullvissa bandamenn okkar, og á sama tíma að senda skýr skilaboð til allra andstæðinga, um að hver sem áskorunin er, þá séum við tilbúin.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu B-2 til Keflavíkur síðastliðið sumar: NATO Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Fréttir af flugi Varnarmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Tvær bandarískar B-2 sprengjuþotur tóku þátt í heræfingu yfir Íslandi og hafinu við landið í byrjun vikunnar ásamt bandarískum F-15 Eagle orustuþotum og norskum F-35 orustuþotum. Þoturnar voru í samflugi í tæpa klukkustund. Bandarísku þoturnar komu frá Fairford og Lakenheath-herflugvöllunum í Bretlandi, þar sem þær eru staðsettar tímabundið, en F-35 þoturnar tilheyra norsku flugsveitinni sem sinnt hefur loftrýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli frá því í febrúar. Sjá nánar hér: 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi B-2 sprengjuþota leiðir oddaflugið. Bandarískar F-15 og norskar F-35 orustuþotur fylgja.U.S. Air Force/Matthew Plew Bandaríski fréttamiðillinn Business Insider vekur athygli á því að þetta sé í annað sinn í sögunni sem hinar torséðu B-2 sprengjuþotur komi til Íslands og að fyrra skiptið hafi verið fyrir aðeins hálfu ári. Aukin spenna í samskiptum NATO og Rússa hafi aukið áhugann á Norður-Atlantshafi og Norðurslóðum. Ísland liggi á milli þessara tveggja svæða og þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi landsins í augum hershöfðingja, en þotan er skæðasta kjarnorkuárásarþota heims og dýrasta flugvél sögunnar. Sjá meira hér: Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Norska fréttasíðan The Barents Observer segir þetta í fyrsta sinn sem norskar F-35 þotur hafi tekið þátt í heræfingu með B-2 sprengjuþotum. „Þetta var vissulega sérstakt augnablik. Flugmennirnir voru virkilega spenntir,“ segir Sigurd Tonning-Olsen, talsmaður norsku flugsveitarinnar, í samtali við Barents Observer. Hersingin yfir Íslandi. B-2 sprengjuþotur fremst og aftast ásamt norsku og bandarísku orustuþotunum.U.S. Air Force/Matthew Plew „Heimurinn býst við að NATO og Bandaríkin haldi áfram að framfylgja verkefni sínu með afgerandi hætti,“ segir bandaríski hershöfðinginn Jeff Harrigian, yfirmaður flughers Bandaríkjamanna í Evrópu og Afríku, og bætir við: „Verkefni sem þessi gefa okkur tækifæri til að fullvissa bandamenn okkar, og á sama tíma að senda skýr skilaboð til allra andstæðinga, um að hver sem áskorunin er, þá séum við tilbúin.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu B-2 til Keflavíkur síðastliðið sumar:
NATO Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Fréttir af flugi Varnarmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira