Skoða stærri framkvæmdir Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 08:41 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Vísir/Einar „Við sjáum fram á að hér verði verulegur samdráttur og erum að reyna að koma í veg fyrir að hér verði eins mikið atvinnuleysi og ef við gerðum ekkert. Við erum að reyna að gera það sem við teljum að gera þurfi til að komast í gegnum tímabilið og að við verðum þá sterkari á eftir.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sem mætti í Bítið á Bylgjunni og Stöð 2 í morgun þar sem hann ræddi faraldurinn og sagði frá undirbúningi fyrir stórframkvæmdir hér á landi. Hann sagði Íslendinga hafa í reynslubanka að leita og hann yrði að nota. Sigurður sagði vinnu hafa staðið yfir þar sem verið væri að skoða hvaða verkefni væri hægt að hefja sem fyrst og jafnvel stækka. Meðal stóru verkefnanna væri að aðgreina akstursstefnur og tvöfalda vegi og breikka í kringum höfuðborgina. Klippa: Bítið - Sigurður Ingi Jóhannsson Sigurður Ingi sagði spár ekki reikna með því að verðbólga fari að aukast hér á landi, þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. Ríkið búi þó yfir sterkum gjaldeyrisforða til að vega upp á móti því. „Við sjáum olíuverð fara niður, því það er engin eftirspurn, og það verður heldur engin eftirspurn eða spenna eftir þessum innflutningi.“ Hann sagði ríkisstjórnina vera að skoða margar aðgerðir til að sporna gegn áhrifum faraldursins á efnahaginn og halda uppi einkaneyslu. Skilur gagnrýni Spurður út í gagnrýni stjórnarandstöðunnar yfir því að fá ekki aðkomu að umræðum um aðgerðir vegna faraldursins, sagðist Sigurður þeirrar skoðunar að mikilvægt væri að halda þinginu starfhæfu. Því þyrfti að takmarka umgengni þar. Hins vegar væri tekið við öllum hugmyndum. „Auðvitað skilur maður það að þeir sem ekki eru akkúrat við eitthvað borð að vinna við einhverjar tölur eða aðgerðir, að þeim líði eins og þeir séu fyrir utan það. En, þannig þarf nú stundum að vinna þegar þú þarft að vinna mjög hratt og það er það sem við þurfum að gera þessa dagana.“ Samgöngur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Við sjáum fram á að hér verði verulegur samdráttur og erum að reyna að koma í veg fyrir að hér verði eins mikið atvinnuleysi og ef við gerðum ekkert. Við erum að reyna að gera það sem við teljum að gera þurfi til að komast í gegnum tímabilið og að við verðum þá sterkari á eftir.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sem mætti í Bítið á Bylgjunni og Stöð 2 í morgun þar sem hann ræddi faraldurinn og sagði frá undirbúningi fyrir stórframkvæmdir hér á landi. Hann sagði Íslendinga hafa í reynslubanka að leita og hann yrði að nota. Sigurður sagði vinnu hafa staðið yfir þar sem verið væri að skoða hvaða verkefni væri hægt að hefja sem fyrst og jafnvel stækka. Meðal stóru verkefnanna væri að aðgreina akstursstefnur og tvöfalda vegi og breikka í kringum höfuðborgina. Klippa: Bítið - Sigurður Ingi Jóhannsson Sigurður Ingi sagði spár ekki reikna með því að verðbólga fari að aukast hér á landi, þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. Ríkið búi þó yfir sterkum gjaldeyrisforða til að vega upp á móti því. „Við sjáum olíuverð fara niður, því það er engin eftirspurn, og það verður heldur engin eftirspurn eða spenna eftir þessum innflutningi.“ Hann sagði ríkisstjórnina vera að skoða margar aðgerðir til að sporna gegn áhrifum faraldursins á efnahaginn og halda uppi einkaneyslu. Skilur gagnrýni Spurður út í gagnrýni stjórnarandstöðunnar yfir því að fá ekki aðkomu að umræðum um aðgerðir vegna faraldursins, sagðist Sigurður þeirrar skoðunar að mikilvægt væri að halda þinginu starfhæfu. Því þyrfti að takmarka umgengni þar. Hins vegar væri tekið við öllum hugmyndum. „Auðvitað skilur maður það að þeir sem ekki eru akkúrat við eitthvað borð að vinna við einhverjar tölur eða aðgerðir, að þeim líði eins og þeir séu fyrir utan það. En, þannig þarf nú stundum að vinna þegar þú þarft að vinna mjög hratt og það er það sem við þurfum að gera þessa dagana.“
Samgöngur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira