Akstur í borginni minnkað um 685 hringferðir á dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2020 11:09 Það voru fáir á ferli á Suðurlandsbrautinni í mánudagsmorgun á fyrsta degi samkomubannsins. Vísir/Vilhelm Samkomubannið sem tók gildi í upphafi vikunnar hefur stórlega dregið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu. Mælingar úr umferðarteljurum víðsvegar um borgina bera með sér að í upphafi vikunnar hafi aksturinn dregist saman um næstum fjórðung, heil 23 prósent, sé tekið mið af umferðinni fyrir mánuði síðan. Verkfræðistofan Efla telur að bílstjórar höfuðborgarsvæðisins gætu þannig hafa minnkað akstur sinn um 900 þúsund kílómetra á dag - sem samsvarar því að aka hringveginn 685 sinnum. Mest virðist hafa dregið úr umferð á Kringlumýrarbraut/Hafnarfjarðarvegi og þar vestan af. Þannig hafi umferð í og við Bústaðaveg og Hringbraut dregist saman um þriðjung. Efla telur að þar geti stúdentar hafa spilað einhverja rullu. „Mögulega má rekja þessa miklu fækkun til þess að kennsla hefur ekki farið fram í háskólunum og búið er að fresta viðburðum sem margir hverjir fara fram í miðborg Reykjavíkur,“ eins og segir í úttekt Eflu. Umtalsverður ábati af minni umferð Verkfræðistofan tekur þó fram að mælingarnar nái aðeins til mánudags og þriðjudags í þessari viku og því ómögulegt að spá hvort þetta verði akstursmynstrið það sem eftir lifir samkomubanns. Engu að síður ber umferðin þessa tvo daga með sér „hver áhrifin eru á umferð ef markvisst er hægt að hvetja til annarra fararmáta en einkabílsins og aukinnar fjarvinnu,“ segir í úttektinni og vísað til fyrrnefndra 900 þúsund kílómetra. „Út frá sömu ályktun, þá sparast á hverjum degi 145 tonn CO₂ af útblæstri frá umferð sem samsvarar árslosun 70 meðal fólksbíla“ Úttekt Eflu má nálgast í heild hér. Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Samkomubannið sem tók gildi í upphafi vikunnar hefur stórlega dregið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu. Mælingar úr umferðarteljurum víðsvegar um borgina bera með sér að í upphafi vikunnar hafi aksturinn dregist saman um næstum fjórðung, heil 23 prósent, sé tekið mið af umferðinni fyrir mánuði síðan. Verkfræðistofan Efla telur að bílstjórar höfuðborgarsvæðisins gætu þannig hafa minnkað akstur sinn um 900 þúsund kílómetra á dag - sem samsvarar því að aka hringveginn 685 sinnum. Mest virðist hafa dregið úr umferð á Kringlumýrarbraut/Hafnarfjarðarvegi og þar vestan af. Þannig hafi umferð í og við Bústaðaveg og Hringbraut dregist saman um þriðjung. Efla telur að þar geti stúdentar hafa spilað einhverja rullu. „Mögulega má rekja þessa miklu fækkun til þess að kennsla hefur ekki farið fram í háskólunum og búið er að fresta viðburðum sem margir hverjir fara fram í miðborg Reykjavíkur,“ eins og segir í úttekt Eflu. Umtalsverður ábati af minni umferð Verkfræðistofan tekur þó fram að mælingarnar nái aðeins til mánudags og þriðjudags í þessari viku og því ómögulegt að spá hvort þetta verði akstursmynstrið það sem eftir lifir samkomubanns. Engu að síður ber umferðin þessa tvo daga með sér „hver áhrifin eru á umferð ef markvisst er hægt að hvetja til annarra fararmáta en einkabílsins og aukinnar fjarvinnu,“ segir í úttektinni og vísað til fyrrnefndra 900 þúsund kílómetra. „Út frá sömu ályktun, þá sparast á hverjum degi 145 tonn CO₂ af útblæstri frá umferð sem samsvarar árslosun 70 meðal fólksbíla“ Úttekt Eflu má nálgast í heild hér.
Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira