Ástin (og neyðin) á tímum kórónuveirunnar Atli Viðar Thorstensen skrifar 20. mars 2020 16:00 Miðað við fréttaflutning undanfarinna vikna mætti halda að það sé kominn á heimsfriður, fátækt hafi verið útrýmt og allir hafi aðeins það eina hlutverk að kveða COVID-19 í kútinn. Enda þótt seinni hlutinn sé réttur, eða ætti að vera réttur, er sá fyrri það ekki. Því miður búa enn í dag milljónir barna, kvenna og karla við mikið fæðuóöryggi og sjá jafnvel fram á hungur næstu mánuði. Stríð geysa enn, fólk flýr umvörpum heimili sín og mikill fjöldi fólks býr enn við sárafátækt. Við hjá Rauða krossinum höfum oft bent á að Ísland sé ekki eyland að því leyti að það sem gerist út í heimi hefur með einum eða öðrum hætti áhrif hér heima. Skýrt merki um það er gosið í Eyjafjallajökli sem og ástandið sem við upplifum nú í tengslum við COVID-19. Veiran sem á sér uppruna hinum megin á hnettinum er nú svo útbreidd að það er víða ferðabann, landamærum lokað og r samkomubann á Íslandi. Allt þetta gerir það að verkum að fréttir rúma vart annað. Í þess konar ástandi er brýnt að sýna náungakærleika og ást því leiðin út úr neyðarástandi liggur fyrst og fremst í samstöðunni og samtakamættinum. Við erum sannarlega öll almannavarnir og við erum öll mannvinir. Þrátt fyrir að við á Íslandi búum við ákveðið neyðarástand eru verslanir enn opnar, það er friður og hér er heilbrigðiskerfið sterkt og öflugt. Því miður er ekki sömu sögu að segja um fátækustu ríkin og það má alveg fullyrða að COVID-19 hefur enn verri og neikvæðari áhrif á þau en okkur sem fæddumst á Íslandi eða í öðrum ríkum löndum. Við sem sú þjóð sem býr við hvað mestu hagsæld og öryggi í heiminum verðum hins vegar að átta okkur betur á heildarmyndinni og gera mikið meira og betur í að aðstoða fátækustu ríkin til bjargálna. Framlag Íslands til þróunarsamvinnu hefur alla tíð verið langt undir þeim markmiðum Sameinuðu þjóðanna sem stjórnvöld hafa stefnt að og stutt í hartnær hálfa öld. Það er ekki til eftirbreytni. Íslensk stjórnvöld hafa, fyrir það takmarkaða fé sem sett er í þróunarsamvinnu, staðið sig vel í að leggja áherslu á valdeflingu kvenna og menntun stúlkna, jafnrétti yfir höfuð og sjálfbærni. Það hefur ekki aðeins góð áhrif á baráttuna gegn loftslagsvánni heldur er líka besta leiðin til sjálfbærrar framþróunar fyrir fátæk ríki. Á tímum kórónuveirunnar er svo mikilvægt að gleyma ekki náunganum. Líka náunganum sem býr við sult annars staðar því öll deilum við þessari litlu plánetu. þar sem skakkaföll hér hafa áhrif þar og öfugt. Það er rétt að Ísland eitt og sér mun aldrei bjarga heiminum. En við getum sannarlega haft góð áhrif og ef við erum góð fyrirmynd og stöndum okkar vakt erum við einnig í betri aðstöðu til að hvetja önnur ríki til að fylgja fordæmi okkar. Þar hefur Ísland stórt hlutverk sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í því liggur líka ástin á náunganum og þannig getum við svarað neyð á tímum kórónaveirunnar þar sem þörfin er brýnust. Það hafa Mannvinir Rauða krossins sannarlega gert með framlögum sínum sem nýtast bæði til alþjóðlegra mannúðarverkefna en ekki síður til mikilvægra samfélagsverkefna hér heima, ekki síst á tímum sem þessum. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miðað við fréttaflutning undanfarinna vikna mætti halda að það sé kominn á heimsfriður, fátækt hafi verið útrýmt og allir hafi aðeins það eina hlutverk að kveða COVID-19 í kútinn. Enda þótt seinni hlutinn sé réttur, eða ætti að vera réttur, er sá fyrri það ekki. Því miður búa enn í dag milljónir barna, kvenna og karla við mikið fæðuóöryggi og sjá jafnvel fram á hungur næstu mánuði. Stríð geysa enn, fólk flýr umvörpum heimili sín og mikill fjöldi fólks býr enn við sárafátækt. Við hjá Rauða krossinum höfum oft bent á að Ísland sé ekki eyland að því leyti að það sem gerist út í heimi hefur með einum eða öðrum hætti áhrif hér heima. Skýrt merki um það er gosið í Eyjafjallajökli sem og ástandið sem við upplifum nú í tengslum við COVID-19. Veiran sem á sér uppruna hinum megin á hnettinum er nú svo útbreidd að það er víða ferðabann, landamærum lokað og r samkomubann á Íslandi. Allt þetta gerir það að verkum að fréttir rúma vart annað. Í þess konar ástandi er brýnt að sýna náungakærleika og ást því leiðin út úr neyðarástandi liggur fyrst og fremst í samstöðunni og samtakamættinum. Við erum sannarlega öll almannavarnir og við erum öll mannvinir. Þrátt fyrir að við á Íslandi búum við ákveðið neyðarástand eru verslanir enn opnar, það er friður og hér er heilbrigðiskerfið sterkt og öflugt. Því miður er ekki sömu sögu að segja um fátækustu ríkin og það má alveg fullyrða að COVID-19 hefur enn verri og neikvæðari áhrif á þau en okkur sem fæddumst á Íslandi eða í öðrum ríkum löndum. Við sem sú þjóð sem býr við hvað mestu hagsæld og öryggi í heiminum verðum hins vegar að átta okkur betur á heildarmyndinni og gera mikið meira og betur í að aðstoða fátækustu ríkin til bjargálna. Framlag Íslands til þróunarsamvinnu hefur alla tíð verið langt undir þeim markmiðum Sameinuðu þjóðanna sem stjórnvöld hafa stefnt að og stutt í hartnær hálfa öld. Það er ekki til eftirbreytni. Íslensk stjórnvöld hafa, fyrir það takmarkaða fé sem sett er í þróunarsamvinnu, staðið sig vel í að leggja áherslu á valdeflingu kvenna og menntun stúlkna, jafnrétti yfir höfuð og sjálfbærni. Það hefur ekki aðeins góð áhrif á baráttuna gegn loftslagsvánni heldur er líka besta leiðin til sjálfbærrar framþróunar fyrir fátæk ríki. Á tímum kórónuveirunnar er svo mikilvægt að gleyma ekki náunganum. Líka náunganum sem býr við sult annars staðar því öll deilum við þessari litlu plánetu. þar sem skakkaföll hér hafa áhrif þar og öfugt. Það er rétt að Ísland eitt og sér mun aldrei bjarga heiminum. En við getum sannarlega haft góð áhrif og ef við erum góð fyrirmynd og stöndum okkar vakt erum við einnig í betri aðstöðu til að hvetja önnur ríki til að fylgja fordæmi okkar. Þar hefur Ísland stórt hlutverk sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í því liggur líka ástin á náunganum og þannig getum við svarað neyð á tímum kórónaveirunnar þar sem þörfin er brýnust. Það hafa Mannvinir Rauða krossins sannarlega gert með framlögum sínum sem nýtast bæði til alþjóðlegra mannúðarverkefna en ekki síður til mikilvægra samfélagsverkefna hér heima, ekki síst á tímum sem þessum. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun