Lífið

Think About Things ekki gjaldgengt í Eurovision 2021

Andri Eysteinsson skrifar
Daði Freyr gæti tekið þátt í Eurovision 2021 en þó ekki með lagið Think about things.
Daði Freyr gæti tekið þátt í Eurovision 2021 en þó ekki með lagið Think about things. Skjáskot

Lög sem höfðu verið valin til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra stjórnvarpsstöðva í ár verða ekki gjaldgeng þegar keppnin verður að haldin að ári liðnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá söngvakeppninni.

Fáir misstu af því þegar tilkynnt var að ekkert verði af Söngvakeppninni í ár, sem átti að fara fram í Rotterdam í maí. Framlagi Íslands, laginu Think About Things í flutningi Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins, hafði verið spáð góðu gengi í keppninni og var jafnan í efstu sætum hjá veðbönkum.

Í tilkynningunni segir að Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi ákveðið að skoða möguleikann á því að halda viðburð sem eigi að koma með einhverju móti í stað fyrir söngvakeppnina í Rotterdam, því hafi ákvörðun verið tekin um að lögin sem áttu að taka þátt í maí yrðu ekki gjaldgeng 2021.

Í tilkynningunni segir þó að ekki sé loku skotið fyrir það að sami flytjandi og átti að taka þátt, verði sendur til þátttöku að ári liðnu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×