Bað kærustunnar í Iceland-verslun eftir að draumaferðinni til Íslands var aflýst Sylvía Hall skrifar 21. mars 2020 15:03 Bónorðið sem átti að vera á Íslandi varð að veruleika í Iceland-verslun. Twitter/Iceland Hinn 58 ára gamli Robert Ormsby bar upp bónorð við kærustu sína Patsy Murdoch í miðri Iceland-verslun í Tonbridge í Bretlandi. Þó svo að staðsetningin komi mörgum spánskt fyrir sjónir á hún sér eðlilegar skýringar. Ormsby ætlaði nefnilega að biðja Murdoch á Íslandi. Þau höfðu skipulagt ferð hingað til lands og hafði hann áætlað að biðja hennar í Reykjavík. Ferðinni var þó aflýst á mánudag vegna kórónuveirufaraldursins sem skekur nú heimsbyggðina. „Það er gaman að maður geti glatt einhvern með því að gera eitthvað sem var fyndin lausn á því sem við misstum af,“ sagði Ormsby í samtali við BBC um bónorðið. Hann hafi ákveðið að plata Murdoch inn í Iceland-verslunina undir því yfirskyni að hann þyrfti að grípa eitthvað með á leiðinni í kvöldmat. Hann segir Murdoch fyrst hafa orðið örlítið vandræðalega en hún sagði að lokum já. Hún segist hafa grunað að hann myndi biðja hennar þetta kvöld, þar sem hann klæddi sig í jakkaföt fyrir kvöldverðinn, en bjóst við því að hann myndi gera það á veitingastaðnum. „Ég hugsaði með mér: Hvað viltu gera í Iceland? Ég áttaði mig ekki á því fyrst en svo for hann niður á annað hnéð,“ sagði Murdoch sem þótti atvikið afar fyndið. Hún hafi um leið farið að hlæja. Ormbsy starfaði áður hjá verslunarkeðjunni á níunda áratugnum en starfar nú sem hjúkrunarfræðingur. Hann segist vilja nota þá athygli sem fylgdi bónorðinu til þess að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem er unnið á sjúkrahúsum um allan heim um þessar mundir. Samkvæmt Twitter-færslu Iceland er þó útlit fyrir að draumurinn um Íslandsferð sé ekki allur, en verslunarkeðjan segist ætla bjóða þeim í brúðkaupsferð hingað. Congratulations to these two - they got engaged at our Tonbridge store this week He had planned to propose in Iceland but as their holiday was cancelled, he chose the next best thing Enjoy your honeymoon to Iceland on us #NewsWeNeed pic.twitter.com/gALIAS7L0G— Iceland Foods (@IcelandFoods) March 20, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Grín og gaman Íslandsvinir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Hinn 58 ára gamli Robert Ormsby bar upp bónorð við kærustu sína Patsy Murdoch í miðri Iceland-verslun í Tonbridge í Bretlandi. Þó svo að staðsetningin komi mörgum spánskt fyrir sjónir á hún sér eðlilegar skýringar. Ormsby ætlaði nefnilega að biðja Murdoch á Íslandi. Þau höfðu skipulagt ferð hingað til lands og hafði hann áætlað að biðja hennar í Reykjavík. Ferðinni var þó aflýst á mánudag vegna kórónuveirufaraldursins sem skekur nú heimsbyggðina. „Það er gaman að maður geti glatt einhvern með því að gera eitthvað sem var fyndin lausn á því sem við misstum af,“ sagði Ormsby í samtali við BBC um bónorðið. Hann hafi ákveðið að plata Murdoch inn í Iceland-verslunina undir því yfirskyni að hann þyrfti að grípa eitthvað með á leiðinni í kvöldmat. Hann segir Murdoch fyrst hafa orðið örlítið vandræðalega en hún sagði að lokum já. Hún segist hafa grunað að hann myndi biðja hennar þetta kvöld, þar sem hann klæddi sig í jakkaföt fyrir kvöldverðinn, en bjóst við því að hann myndi gera það á veitingastaðnum. „Ég hugsaði með mér: Hvað viltu gera í Iceland? Ég áttaði mig ekki á því fyrst en svo for hann niður á annað hnéð,“ sagði Murdoch sem þótti atvikið afar fyndið. Hún hafi um leið farið að hlæja. Ormbsy starfaði áður hjá verslunarkeðjunni á níunda áratugnum en starfar nú sem hjúkrunarfræðingur. Hann segist vilja nota þá athygli sem fylgdi bónorðinu til þess að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem er unnið á sjúkrahúsum um allan heim um þessar mundir. Samkvæmt Twitter-færslu Iceland er þó útlit fyrir að draumurinn um Íslandsferð sé ekki allur, en verslunarkeðjan segist ætla bjóða þeim í brúðkaupsferð hingað. Congratulations to these two - they got engaged at our Tonbridge store this week He had planned to propose in Iceland but as their holiday was cancelled, he chose the next best thing Enjoy your honeymoon to Iceland on us #NewsWeNeed pic.twitter.com/gALIAS7L0G— Iceland Foods (@IcelandFoods) March 20, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Grín og gaman Íslandsvinir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira