Allar flugleiðir til landsins gætu lokast næstu mánaðamót Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2020 09:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu ráðherra sem birt var í gærmorgun. „Nú þegar eru flugsamgöngur afar takmarkaðar. Þeir Íslendingar sem hyggja á heimkomu þurfa að snúa heim strax, skrá sig í grunn borgaraþjónustunnar og hafa beint samband ef þeir verða strandaglópar. Um mánaðamótin gætu allar flugleiðir hafa lokast,“ skrifar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá kvað hann símafund með utanríkisráðherrum hinna Norðurlanda sem haldinn var á föstudag hafa gengið vel. Þar hafi verið lýst yfir sérstakri ánægju með samkomulag sem tekist hefði milli ríkjanna um enn frekara samstarf um borgaraþjónustu til að koma þeim Norðurlandabúum til aðstoðar sem eiga á hættu að verða strandaglópar. Eins og áður segir hvetur ráðherra Íslendinga erlendis til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Mikið hafi mætt á henni undanfarnar vikur. „Borgaraþjónustan veitir Íslendingum vernd og aðstoð í neyðartilfellum erlendis og er ein af grunnstoðum utanríkisþjónustunnar. Frá því um síðustu helgi hefur borgaraþjónusta utanríkisþjónustunnar svarað um 2 þúsund erindum og miðlað upplýsingum til rúmlega 9 þúsund manns sem skráðir eru í gagnagrunn borgaraþjónustunnar sem fór í loftið 25. febrúar vegna COVID-19.“ Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar. 21. mars 2020 16:30 Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Tæplega 3.000 Íslendingar sem voru í ferðum á Spáni vegum þriggja ferðaskrifstofa komu fyrr heim vegna kórónuveirufaraldursins. Síðasta beina flugið frá Spáni er á morgun. 20. mars 2020 18:28 Ísland tekur þátt í ferðabanni ESB Ísland mun taka þátt í ferðabanni ásamt öðrum Schengen ríkjum. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. 20. mars 2020 13:40 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu ráðherra sem birt var í gærmorgun. „Nú þegar eru flugsamgöngur afar takmarkaðar. Þeir Íslendingar sem hyggja á heimkomu þurfa að snúa heim strax, skrá sig í grunn borgaraþjónustunnar og hafa beint samband ef þeir verða strandaglópar. Um mánaðamótin gætu allar flugleiðir hafa lokast,“ skrifar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá kvað hann símafund með utanríkisráðherrum hinna Norðurlanda sem haldinn var á föstudag hafa gengið vel. Þar hafi verið lýst yfir sérstakri ánægju með samkomulag sem tekist hefði milli ríkjanna um enn frekara samstarf um borgaraþjónustu til að koma þeim Norðurlandabúum til aðstoðar sem eiga á hættu að verða strandaglópar. Eins og áður segir hvetur ráðherra Íslendinga erlendis til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Mikið hafi mætt á henni undanfarnar vikur. „Borgaraþjónustan veitir Íslendingum vernd og aðstoð í neyðartilfellum erlendis og er ein af grunnstoðum utanríkisþjónustunnar. Frá því um síðustu helgi hefur borgaraþjónusta utanríkisþjónustunnar svarað um 2 þúsund erindum og miðlað upplýsingum til rúmlega 9 þúsund manns sem skráðir eru í gagnagrunn borgaraþjónustunnar sem fór í loftið 25. febrúar vegna COVID-19.“
Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar. 21. mars 2020 16:30 Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Tæplega 3.000 Íslendingar sem voru í ferðum á Spáni vegum þriggja ferðaskrifstofa komu fyrr heim vegna kórónuveirufaraldursins. Síðasta beina flugið frá Spáni er á morgun. 20. mars 2020 18:28 Ísland tekur þátt í ferðabanni ESB Ísland mun taka þátt í ferðabanni ásamt öðrum Schengen ríkjum. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. 20. mars 2020 13:40 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Flestum flugferðum aflýst og sárafáir ferðamenn að koma Sárafáir ferðamenn koma til landsins þessa dagana og segir ferðamálastjóri fjölda þeirra sem fara um Leifsstöð vera allt niður í fjórðung af því sem áður var. Hann vonar að landsmönnum sem ferðast innanlands fjölgi í sumar. 21. mars 2020 16:30
Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Tæplega 3.000 Íslendingar sem voru í ferðum á Spáni vegum þriggja ferðaskrifstofa komu fyrr heim vegna kórónuveirufaraldursins. Síðasta beina flugið frá Spáni er á morgun. 20. mars 2020 18:28
Ísland tekur þátt í ferðabanni ESB Ísland mun taka þátt í ferðabanni ásamt öðrum Schengen ríkjum. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. 20. mars 2020 13:40