Ný smit ekki verið færri frá því faraldurinn toppaði í Suður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 10:46 Íbúasamtök í Seúl hafa tekið að sér að sótthreinsa ýmsa staði eins og almenningsgarða í nágrenni þeirra til að hjálpa til við að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. AP/Lee Jin-man Tilkynnt var um 63 ný kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn í Suður-Kóreu í dag og hafa tilfellin ekki verið færri frá því að faraldurinn náði hámarki sínu þar fyrir um fjórum vikum. Þarlend heilbrigðisyfirvöld vara þó við því að ærið verk sé enn fyrir höndum í glímunni gegn honum. Utan Kína hefur Suður-Kórea orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum af Asíulöndum. Tæplega níu þúsund manns hafa nú smitast og 111 látið lífi af völdum COVID-19-sjúkdómsins þar. Fækkun nýrra smita vekur vonir um að faraldurinn gæti nú verið í rénun. Jafnvel er talað um að hægt verði að opna skóla aftur eftir tvær vikur. Yfirvöld vara þó við því að fagnað sé of snemma. Faraldurinn hefur þegar gengið í gegnum tvær bylgjur í landinu og óttast er að innflutt smit geti valdið þriðji bylgju nýrra smita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að bregðast við því hertu stjórnvöld reglur um komur fólks til landsins á fimmtudag. Bæði innfæddir og útlendingar þurfa að fara í gegnun skimun við komuna til landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Ætla stjórnvöld að setja upp tuttugu skimunarklefa á Incheon-alþjóðaflugvellinum svo að hægt sé að prófa alla þá sem koma með flugi frá Evrópu hraðar. Beðið er niðurstaðna úr sýnatökum úr 152 einstaklinga sem komu til landsins með einkenni veirunnar. Gæti verið kominn tími til að koma upp hjarðónæmi Aðgerðir innanlands voru hertar um helgina til að tryggja að smitum fjölgi ekki aftur. Þá báðu stjórnvöld fólk um að halda sig frá stöðum þar sem margir koma saman eins og kirkjum, kareókístöðum, næturklúbbum og líkamsræktarstöðvum. Tilmæli voru einnig send trúarleiðtogum um að mæla hita allra sem koma á samkomur og að halda þeim aðskildum. Seinni bylgja faraldursins í Suður-Kóreu var rakin til trúarhóps. Fjöldi kirkna gæti verið sóttur til saka fyrir að brjóta gegn tilmælum stjórnvalda sem var ætlað að hefta útbreiðslu faraldursins. Suður-Kórea hefur hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þar eru tekin sýni úr um 20.000 manns á dag sem er hærra hlutfall íbúa en í nokkru öðru ríki. Net rannsóknastofa, bæði á vegum þess opinber og einkafyrirtækja, halda saman úti stöðvum þar sem fólk getur komið í bílalúgu til skimunar fyrir veirunni. Oh Myoung-don, yfirmaður heilbrigðisnefndar Suður-Kóreu, óttast að smitum gæti fjölgað á ný þegar skólar verða opnaðir eða þegar vetrar. Mögulega sé komið að því að leyfa hluta þjóðarinnar að veikjast til að byggja upp hjarðónæmi. Í því sé fólgin hætta en nú sé tíminn til að ræða það og vara almenning við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34 Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Tilkynnt var um 63 ný kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn í Suður-Kóreu í dag og hafa tilfellin ekki verið færri frá því að faraldurinn náði hámarki sínu þar fyrir um fjórum vikum. Þarlend heilbrigðisyfirvöld vara þó við því að ærið verk sé enn fyrir höndum í glímunni gegn honum. Utan Kína hefur Suður-Kórea orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum af Asíulöndum. Tæplega níu þúsund manns hafa nú smitast og 111 látið lífi af völdum COVID-19-sjúkdómsins þar. Fækkun nýrra smita vekur vonir um að faraldurinn gæti nú verið í rénun. Jafnvel er talað um að hægt verði að opna skóla aftur eftir tvær vikur. Yfirvöld vara þó við því að fagnað sé of snemma. Faraldurinn hefur þegar gengið í gegnum tvær bylgjur í landinu og óttast er að innflutt smit geti valdið þriðji bylgju nýrra smita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að bregðast við því hertu stjórnvöld reglur um komur fólks til landsins á fimmtudag. Bæði innfæddir og útlendingar þurfa að fara í gegnun skimun við komuna til landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Ætla stjórnvöld að setja upp tuttugu skimunarklefa á Incheon-alþjóðaflugvellinum svo að hægt sé að prófa alla þá sem koma með flugi frá Evrópu hraðar. Beðið er niðurstaðna úr sýnatökum úr 152 einstaklinga sem komu til landsins með einkenni veirunnar. Gæti verið kominn tími til að koma upp hjarðónæmi Aðgerðir innanlands voru hertar um helgina til að tryggja að smitum fjölgi ekki aftur. Þá báðu stjórnvöld fólk um að halda sig frá stöðum þar sem margir koma saman eins og kirkjum, kareókístöðum, næturklúbbum og líkamsræktarstöðvum. Tilmæli voru einnig send trúarleiðtogum um að mæla hita allra sem koma á samkomur og að halda þeim aðskildum. Seinni bylgja faraldursins í Suður-Kóreu var rakin til trúarhóps. Fjöldi kirkna gæti verið sóttur til saka fyrir að brjóta gegn tilmælum stjórnvalda sem var ætlað að hefta útbreiðslu faraldursins. Suður-Kórea hefur hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þar eru tekin sýni úr um 20.000 manns á dag sem er hærra hlutfall íbúa en í nokkru öðru ríki. Net rannsóknastofa, bæði á vegum þess opinber og einkafyrirtækja, halda saman úti stöðvum þar sem fólk getur komið í bílalúgu til skimunar fyrir veirunni. Oh Myoung-don, yfirmaður heilbrigðisnefndar Suður-Kóreu, óttast að smitum gæti fjölgað á ný þegar skólar verða opnaðir eða þegar vetrar. Mögulega sé komið að því að leyfa hluta þjóðarinnar að veikjast til að byggja upp hjarðónæmi. Í því sé fólgin hætta en nú sé tíminn til að ræða það og vara almenning við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34 Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34
Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38