Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2020 16:00 Lionel Messi og Ronaldinho fagna marki saman þegar þeir léku hlið við hlið hjá Barcelona. Messi fékk ekki tíuna fyrr en Ronaldinho fór frá félaginu. Getty/Denis Doyle Ronaldinho hélt upp á fertugsafmælið sitt um helgina og fékk örugglega ekki margar betri afmæliskveðjur en þá sem kom frá besta knattspyrnumanni heims. Messi fékk Gullhnöttinn í sjötta sinn í byrjun desember en síðasti leikmaður Barcelona á undan honum til að fá þessi virtu Ballon d'Or verðlaun France Football var Ronaldinho árið 2005. Þegar Lionel Messi var að alast upp í La Masia knattspyrn akademíunni þá var Ronaldinho kóngurinn í Barcelona. Ronaldinho lék með liðinu frá 2003 til 2008. Ronaldinho situr nú í fangelsi í Paragvæ fyrir að reyna að ferðast með falsað vegabréf en það breytti ekki því að hann fékk afmæliskveðjur víðs vegar að úr heiminum. ?? I don't consider myself the greatest player in Barca s history because I know it's Ronaldinho. I still remember that he was the one who assisted my first ever Barcelona goal. He wasn't passing the ball, he was passing the torch to me."- Lionel Messipic.twitter.com/BpoZxvk3Jy— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 22, 2020 Virðing Messi fyrir Ronaldinho hefur ekkert minnkað þrátt fyrir að Messi hafi síðan komist mun hærra og lengra á sínum ferli heldur en Brasilíumaðurinn. Það má sjá á afmæliskveðju hans hér fyrir ofan. „Ég lít ekki á mig sem besta leikmanninn í sögu Barcelona af því að ég veit að það er Ronaldinho. Ég man vel eftir því að það var hann sem lagði upp fyrsta markið mitt fyrir Barcelona. Hann var ekki aðeins að gefa á mig boltann heldur var ég líka að taka við kyndlinum frá honum,“ skrifaði Lionel Messi. Markið sem um ræðir kom í leik á móti Albacete 1. maí 2005. Hann var þá sá yngsti sem hafði skorað fyrir aðallið Barcelona. Messi og Ronaldinho voru liðsfélagar í þrjú ár en þegar Ronaldinho fór frá félaginu þá fór Messi fyrst að blómstra. Lionel Messi hefur síðan orðið langmarkahæsti leikmaður félagsins og er nú kominn með yfir 600 mörk fyrir félagið. Spænski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Ronaldinho hélt upp á fertugsafmælið sitt um helgina og fékk örugglega ekki margar betri afmæliskveðjur en þá sem kom frá besta knattspyrnumanni heims. Messi fékk Gullhnöttinn í sjötta sinn í byrjun desember en síðasti leikmaður Barcelona á undan honum til að fá þessi virtu Ballon d'Or verðlaun France Football var Ronaldinho árið 2005. Þegar Lionel Messi var að alast upp í La Masia knattspyrn akademíunni þá var Ronaldinho kóngurinn í Barcelona. Ronaldinho lék með liðinu frá 2003 til 2008. Ronaldinho situr nú í fangelsi í Paragvæ fyrir að reyna að ferðast með falsað vegabréf en það breytti ekki því að hann fékk afmæliskveðjur víðs vegar að úr heiminum. ?? I don't consider myself the greatest player in Barca s history because I know it's Ronaldinho. I still remember that he was the one who assisted my first ever Barcelona goal. He wasn't passing the ball, he was passing the torch to me."- Lionel Messipic.twitter.com/BpoZxvk3Jy— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 22, 2020 Virðing Messi fyrir Ronaldinho hefur ekkert minnkað þrátt fyrir að Messi hafi síðan komist mun hærra og lengra á sínum ferli heldur en Brasilíumaðurinn. Það má sjá á afmæliskveðju hans hér fyrir ofan. „Ég lít ekki á mig sem besta leikmanninn í sögu Barcelona af því að ég veit að það er Ronaldinho. Ég man vel eftir því að það var hann sem lagði upp fyrsta markið mitt fyrir Barcelona. Hann var ekki aðeins að gefa á mig boltann heldur var ég líka að taka við kyndlinum frá honum,“ skrifaði Lionel Messi. Markið sem um ræðir kom í leik á móti Albacete 1. maí 2005. Hann var þá sá yngsti sem hafði skorað fyrir aðallið Barcelona. Messi og Ronaldinho voru liðsfélagar í þrjú ár en þegar Ronaldinho fór frá félaginu þá fór Messi fyrst að blómstra. Lionel Messi hefur síðan orðið langmarkahæsti leikmaður félagsins og er nú kominn með yfir 600 mörk fyrir félagið.
Spænski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira