Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2020 16:00 Lionel Messi og Ronaldinho fagna marki saman þegar þeir léku hlið við hlið hjá Barcelona. Messi fékk ekki tíuna fyrr en Ronaldinho fór frá félaginu. Getty/Denis Doyle Ronaldinho hélt upp á fertugsafmælið sitt um helgina og fékk örugglega ekki margar betri afmæliskveðjur en þá sem kom frá besta knattspyrnumanni heims. Messi fékk Gullhnöttinn í sjötta sinn í byrjun desember en síðasti leikmaður Barcelona á undan honum til að fá þessi virtu Ballon d'Or verðlaun France Football var Ronaldinho árið 2005. Þegar Lionel Messi var að alast upp í La Masia knattspyrn akademíunni þá var Ronaldinho kóngurinn í Barcelona. Ronaldinho lék með liðinu frá 2003 til 2008. Ronaldinho situr nú í fangelsi í Paragvæ fyrir að reyna að ferðast með falsað vegabréf en það breytti ekki því að hann fékk afmæliskveðjur víðs vegar að úr heiminum. ?? I don't consider myself the greatest player in Barca s history because I know it's Ronaldinho. I still remember that he was the one who assisted my first ever Barcelona goal. He wasn't passing the ball, he was passing the torch to me."- Lionel Messipic.twitter.com/BpoZxvk3Jy— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 22, 2020 Virðing Messi fyrir Ronaldinho hefur ekkert minnkað þrátt fyrir að Messi hafi síðan komist mun hærra og lengra á sínum ferli heldur en Brasilíumaðurinn. Það má sjá á afmæliskveðju hans hér fyrir ofan. „Ég lít ekki á mig sem besta leikmanninn í sögu Barcelona af því að ég veit að það er Ronaldinho. Ég man vel eftir því að það var hann sem lagði upp fyrsta markið mitt fyrir Barcelona. Hann var ekki aðeins að gefa á mig boltann heldur var ég líka að taka við kyndlinum frá honum,“ skrifaði Lionel Messi. Markið sem um ræðir kom í leik á móti Albacete 1. maí 2005. Hann var þá sá yngsti sem hafði skorað fyrir aðallið Barcelona. Messi og Ronaldinho voru liðsfélagar í þrjú ár en þegar Ronaldinho fór frá félaginu þá fór Messi fyrst að blómstra. Lionel Messi hefur síðan orðið langmarkahæsti leikmaður félagsins og er nú kominn með yfir 600 mörk fyrir félagið. Spænski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira
Ronaldinho hélt upp á fertugsafmælið sitt um helgina og fékk örugglega ekki margar betri afmæliskveðjur en þá sem kom frá besta knattspyrnumanni heims. Messi fékk Gullhnöttinn í sjötta sinn í byrjun desember en síðasti leikmaður Barcelona á undan honum til að fá þessi virtu Ballon d'Or verðlaun France Football var Ronaldinho árið 2005. Þegar Lionel Messi var að alast upp í La Masia knattspyrn akademíunni þá var Ronaldinho kóngurinn í Barcelona. Ronaldinho lék með liðinu frá 2003 til 2008. Ronaldinho situr nú í fangelsi í Paragvæ fyrir að reyna að ferðast með falsað vegabréf en það breytti ekki því að hann fékk afmæliskveðjur víðs vegar að úr heiminum. ?? I don't consider myself the greatest player in Barca s history because I know it's Ronaldinho. I still remember that he was the one who assisted my first ever Barcelona goal. He wasn't passing the ball, he was passing the torch to me."- Lionel Messipic.twitter.com/BpoZxvk3Jy— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 22, 2020 Virðing Messi fyrir Ronaldinho hefur ekkert minnkað þrátt fyrir að Messi hafi síðan komist mun hærra og lengra á sínum ferli heldur en Brasilíumaðurinn. Það má sjá á afmæliskveðju hans hér fyrir ofan. „Ég lít ekki á mig sem besta leikmanninn í sögu Barcelona af því að ég veit að það er Ronaldinho. Ég man vel eftir því að það var hann sem lagði upp fyrsta markið mitt fyrir Barcelona. Hann var ekki aðeins að gefa á mig boltann heldur var ég líka að taka við kyndlinum frá honum,“ skrifaði Lionel Messi. Markið sem um ræðir kom í leik á móti Albacete 1. maí 2005. Hann var þá sá yngsti sem hafði skorað fyrir aðallið Barcelona. Messi og Ronaldinho voru liðsfélagar í þrjú ár en þegar Ronaldinho fór frá félaginu þá fór Messi fyrst að blómstra. Lionel Messi hefur síðan orðið langmarkahæsti leikmaður félagsins og er nú kominn með yfir 600 mörk fyrir félagið.
Spænski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira