Marco Asensio óstövandi í FIFA leiknum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2020 13:00 Marco Asensio hefur verið í borgaralegum klæðum á leikjum Real Madrid á þessu tímabili eftir að hafa meiðst illa í haust. Vísir/Getty Marco Asensio hefur greinilega nýtt fjarveruna frá fótboltavellinum í að bæta sig í tölvuleikjum heima í stofu ef marka má frammistöðu hans í tölvuleikjamóti spænsku deildarinnar. Marco Asensio, sem missti af tímabilinu með Real Madrid vegna meiðsla, bar sigur úr býtum í La Liga Santander Challenge mótinu sem fór fram um helgina en átján af tuttugu liðum deildarinnar sendu þá keppanda til leiks. Keppt var í FIFA 20 tölvuleiknum og fór mótið fram með útsláttarfyrirkomulagi frá föstudegi til sunnudags. Mótið var líka fjáröflun fyrir baráttuna við kórónuveiruna en það söfnuðu yfir 140 þúsund evrur eða meira en 21 milljón íslenskra króna. View this post on Instagram @realmadrid & @marcoasensio10 win the #LaLigaSantanderChallenge! But more importantly: we've raised over 140,000 in the fight against COVID-19! Asensio y su Real Madrid, ¡campeones de #LaLigaSantanderChallenge! Pero más importante: ¡se han recaudado más de 140.000 para luchar contra el@COVID-19! #Asensio #RealMadrid #LaLiga A post shared by LaLiga (@laliga) on Mar 22, 2020 at 3:25pm PDT Meira en 170 þúsund manns fylgdust með mótinu og sáu Asensio stýra Real Madrid til 4-1 sigurs á Aitor Ruibal hjá Leganes í úrslitaleiknum. Barcelona og Real Mallorca máttu reyndar ekki taka þátt í mótinu af því að Konami er styrktaraðili þeirra en Konami framleiðir tölvuleikinn Pro Evolution Soccer sem er í beinni samkeppni við Fifa 20 leikinn. Sjónvarpsmaðurinn Miguel Ángel Román, sem lýsir La Liga leikjum, lýsti leikjum á mótinu og leikirnir voru einnig sýndir í spænsku sjónvarpi. Marca og AS, tvö stærstu íþróttablöð Spánar, voru með leikina í beinni á sínum síðum. Rafíþróttir Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira
Marco Asensio hefur greinilega nýtt fjarveruna frá fótboltavellinum í að bæta sig í tölvuleikjum heima í stofu ef marka má frammistöðu hans í tölvuleikjamóti spænsku deildarinnar. Marco Asensio, sem missti af tímabilinu með Real Madrid vegna meiðsla, bar sigur úr býtum í La Liga Santander Challenge mótinu sem fór fram um helgina en átján af tuttugu liðum deildarinnar sendu þá keppanda til leiks. Keppt var í FIFA 20 tölvuleiknum og fór mótið fram með útsláttarfyrirkomulagi frá föstudegi til sunnudags. Mótið var líka fjáröflun fyrir baráttuna við kórónuveiruna en það söfnuðu yfir 140 þúsund evrur eða meira en 21 milljón íslenskra króna. View this post on Instagram @realmadrid & @marcoasensio10 win the #LaLigaSantanderChallenge! But more importantly: we've raised over 140,000 in the fight against COVID-19! Asensio y su Real Madrid, ¡campeones de #LaLigaSantanderChallenge! Pero más importante: ¡se han recaudado más de 140.000 para luchar contra el@COVID-19! #Asensio #RealMadrid #LaLiga A post shared by LaLiga (@laliga) on Mar 22, 2020 at 3:25pm PDT Meira en 170 þúsund manns fylgdust með mótinu og sáu Asensio stýra Real Madrid til 4-1 sigurs á Aitor Ruibal hjá Leganes í úrslitaleiknum. Barcelona og Real Mallorca máttu reyndar ekki taka þátt í mótinu af því að Konami er styrktaraðili þeirra en Konami framleiðir tölvuleikinn Pro Evolution Soccer sem er í beinni samkeppni við Fifa 20 leikinn. Sjónvarpsmaðurinn Miguel Ángel Román, sem lýsir La Liga leikjum, lýsti leikjum á mótinu og leikirnir voru einnig sýndir í spænsku sjónvarpi. Marca og AS, tvö stærstu íþróttablöð Spánar, voru með leikina í beinni á sínum síðum.
Rafíþróttir Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira