Netnotkun Íslendinga í samkomubanni jafnast á við jólin Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 20:48 Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Vísir/Getty Netnotkun Íslendinga hefur aukist nokkuð undanfarna daga og vikur með tilliti til samkomubanns og félagslegar einangrunar Íslendinga sem vinna nú margir hverjir heima hjá sér. Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Þó er traffíkin ennþá meiri á kvöldin en á daginn, eins og yfirleitt. Vísir leitaði svara um netnotkun Íslendinga á tímum faraldurs hjá Vodafone, Símanum og Nova. Í stuttu máli sagt, þá er notkunin meiri en venjulega og eins og áður segir á það við farsíma, heimanet og sjónvarpsáhorf. Hjá Vodafone var hækkunin til að mynda um 20 til 30 prósent á heimatengingum. Enn nær umferðin á daginn ekki í netnotkun á kvöldin, þó hún hafi aukist svo mikið. Samkvæmt svörum frá Símanum jafnast umferðin á við jól og páska en þá eru einmitt flestir Íslendingar heima og ekki í vinnu. Þar er hið sama á teningnum varðandi aukna netumferð á daginn og er hún mun meiri en hefðbundin notkun á virkum dögum. Þar að auki dreifist hún yfir allan daginn, í stað þess að toppa á ákveðnum tíma dags. Gagnanotkun hjá Nova hefur sömuleiðis aukist eftir að samkomubann var sett á og leggst hún einnig nokkuð jafnt yfir. Þar á bæ, eins og annarsstaðar, hefur hin aukna netnotkun ekki komið niður á svartíma fjarskiptakerfa. Netnotkun viðskiptavina NOVA í farsímum hefur aukist mikið á milli ára og er búist að sú þróun haldi áfram. Að mestu er það streymi afþreyingar og samskipta í háum gæðum sem kallar eftir aukinni afkastagetu. Þá virðast Íslendingar mun duglegri við að hringja í hvorn annan. Því símtölum í farsímakerfi Vodafone hefur fjölgað um helming. Það er, 50 prósent. Vísir er í eigu Sýnar, sem á einnig Vodane. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Netnotkun Íslendinga hefur aukist nokkuð undanfarna daga og vikur með tilliti til samkomubanns og félagslegar einangrunar Íslendinga sem vinna nú margir hverjir heima hjá sér. Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Þó er traffíkin ennþá meiri á kvöldin en á daginn, eins og yfirleitt. Vísir leitaði svara um netnotkun Íslendinga á tímum faraldurs hjá Vodafone, Símanum og Nova. Í stuttu máli sagt, þá er notkunin meiri en venjulega og eins og áður segir á það við farsíma, heimanet og sjónvarpsáhorf. Hjá Vodafone var hækkunin til að mynda um 20 til 30 prósent á heimatengingum. Enn nær umferðin á daginn ekki í netnotkun á kvöldin, þó hún hafi aukist svo mikið. Samkvæmt svörum frá Símanum jafnast umferðin á við jól og páska en þá eru einmitt flestir Íslendingar heima og ekki í vinnu. Þar er hið sama á teningnum varðandi aukna netumferð á daginn og er hún mun meiri en hefðbundin notkun á virkum dögum. Þar að auki dreifist hún yfir allan daginn, í stað þess að toppa á ákveðnum tíma dags. Gagnanotkun hjá Nova hefur sömuleiðis aukist eftir að samkomubann var sett á og leggst hún einnig nokkuð jafnt yfir. Þar á bæ, eins og annarsstaðar, hefur hin aukna netnotkun ekki komið niður á svartíma fjarskiptakerfa. Netnotkun viðskiptavina NOVA í farsímum hefur aukist mikið á milli ára og er búist að sú þróun haldi áfram. Að mestu er það streymi afþreyingar og samskipta í háum gæðum sem kallar eftir aukinni afkastagetu. Þá virðast Íslendingar mun duglegri við að hringja í hvorn annan. Því símtölum í farsímakerfi Vodafone hefur fjölgað um helming. Það er, 50 prósent. Vísir er í eigu Sýnar, sem á einnig Vodane.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira