Umsóknir um skert starfshlutfall streyma inn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 16:35 Húsnæði Vinnumálastofnunar í Reykjavík. Stofnunin hefur einnig útibú á Hvammstanga þar sem umsóknir um fæðingarorlof eru afgreiddar svo dæmi sé tekið. Vísir/Vilhelm Fjögur þúsund umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun á fyrstu fjórum klukkustundunum síðan hægt var að sækja um úrræðið á vef stofnunarinnar í hádeginu. Alþingi samþykkti á föstudag frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda, svokallaða hlutastarfaleið. Vinnumálastofnun hefur umsjón með umsóknum um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og hafa um 500 umsóknir bæst við á hverjum klukkutíma frá því opnað var fyrir umsóknir í hádeginu. Alls voru umsóknirnar í kringum fjögur þúsund um klukkan fjögur síðdegis að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Stefnt er að því að greiða fyrstu greiðslurnar 31. mars. Einhverjar greiðslur geta hins vegar dregist fram í byrjun apríl. Allar umsóknir gilda afturvirkt frá 15. mars síðastliðnum. „Markmiðið með lagasetningunni er einfalt; stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningarsambandi við starfsmenn sína eins og frekast er unnt. Þessi miklu viðbrögð sýna að þessar aðgerðir eru að virka og við ætlum að fara í gegnum þetta saman og að hér verði kröftug viðspyrna í þessum tímabundna ástandi sem faraldurinn er,” segir Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra. Undir þetta tekur Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er fagnaðarefni hversu hratt hefur gengið að vinna þetta verkefni og það hefur verið mikið álag á vef Vinnumálastofnunar frá því opnuðum fyrir umsóknir í dag. Umsóknirnar sem okkur hafa borist í dag eru fjölmargar og við hvetjum bæði atvinnurekendur og launafólk til þess að kynna sér þessi úrræði vel.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Opnað fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall Opnað hefur verið fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu stofnunarinnar. 25. mars 2020 12:08 Hægt að sækja um bætur á móti skertum launum á morgun Reiknað er með að jafnvel tugþúsundir manna muni sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að byrja að sækja um bæturnar fyrir hádegi á morgun. 24. mars 2020 15:29 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Fjögur þúsund umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun á fyrstu fjórum klukkustundunum síðan hægt var að sækja um úrræðið á vef stofnunarinnar í hádeginu. Alþingi samþykkti á föstudag frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda, svokallaða hlutastarfaleið. Vinnumálastofnun hefur umsjón með umsóknum um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og hafa um 500 umsóknir bæst við á hverjum klukkutíma frá því opnað var fyrir umsóknir í hádeginu. Alls voru umsóknirnar í kringum fjögur þúsund um klukkan fjögur síðdegis að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Samkvæmt lögunum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 prósenta starfshlutfall og átt rétt á bótum. Þeir sem eru með 400 þúsund eða minna í mánaðarlaun fá fullar bætur á móti skertu hlutfalli í vinnu. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Stefnt er að því að greiða fyrstu greiðslurnar 31. mars. Einhverjar greiðslur geta hins vegar dregist fram í byrjun apríl. Allar umsóknir gilda afturvirkt frá 15. mars síðastliðnum. „Markmiðið með lagasetningunni er einfalt; stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningarsambandi við starfsmenn sína eins og frekast er unnt. Þessi miklu viðbrögð sýna að þessar aðgerðir eru að virka og við ætlum að fara í gegnum þetta saman og að hér verði kröftug viðspyrna í þessum tímabundna ástandi sem faraldurinn er,” segir Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra. Undir þetta tekur Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er fagnaðarefni hversu hratt hefur gengið að vinna þetta verkefni og það hefur verið mikið álag á vef Vinnumálastofnunar frá því opnuðum fyrir umsóknir í dag. Umsóknirnar sem okkur hafa borist í dag eru fjölmargar og við hvetjum bæði atvinnurekendur og launafólk til þess að kynna sér þessi úrræði vel.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Opnað fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall Opnað hefur verið fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu stofnunarinnar. 25. mars 2020 12:08 Hægt að sækja um bætur á móti skertum launum á morgun Reiknað er með að jafnvel tugþúsundir manna muni sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að byrja að sækja um bæturnar fyrir hádegi á morgun. 24. mars 2020 15:29 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Opnað fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall Opnað hefur verið fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu stofnunarinnar. 25. mars 2020 12:08
Hægt að sækja um bætur á móti skertum launum á morgun Reiknað er með að jafnvel tugþúsundir manna muni sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að byrja að sækja um bæturnar fyrir hádegi á morgun. 24. mars 2020 15:29