Reiknað með allt að sjö prósenta atvinnuleysi á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2020 18:30 Í sviðsmyndum sem Seðlabankinn birti í dag er gert ráð fyrir að atvinnuleysi geti orðið allt að sjö prósent á þessu ári. Gengið er út frá því að ferðamenn verði allt að 90 prósent færri það sem eftir lifir árs en á sama tímabili í fyrra. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að staða og horfur í efnahagsmálum hafi breyst mikið á undraskömmum tíma. „Þessi farsótt er að valda því að það er að verða verulegur samdráttur í heimsbúskapnum. Bæði farsóttin og aðgerðir stjórnvalda til að hemja hana hafa valdið því að framleiðslukeðjur víða um heim eru í uppnámi og dregið hefur úr framleiðslugetu og framboði á vöru og þjónustu,“ sagði Þórarinn þegar hann fór yfir stöðu mála á kynningarfundi í dag. Þá hafi líka dregið verulega úr eftirspurn á heimsvísu. Þótt ekki standi til að birta þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankas fyrr en í maí setur bankinn fram tvær sviðsmyndir þar sem reynt er að leggja mat á mögulega framvindu miðað við ákveðnar forsendur. Þar er stuðst við þjóðhagslíkan bankans með ákveðnum forsendum sem megi rekja til afleiðinga farsóttarinnar. Í báðum sviðsmyndum er gert ráð fyrir að ferðamönnum fækki um 90 prósent á næstu mánuðum samanborið við árið í fyrra. Atvinnuleysi gæti orðið allt að 7 prósent á þessu ári miðað við dekkri sviðsmynd Seðlabankans.Grafík: Seðlabanki Íslands Í grunnspá peningastefnunefndar fyrir þetta ár var reiknað með að atvinnuleysi yrði 4,2 prósent á þessu ári. Í mildari sviðsmynd Seðlabankans frá í dag er hins vegar búist við aðþað verði 5,7 prósent og í þeirri dekkri að atvinnuleysið fari upp í 7 prósent. En til samanburðar varð atvinnuleysi hér á landi eftir hrun mest rúmlega 9 prósent. Einkaneysla dregst mikið saman á þessu ári samkvæmt samkvæmt sviðsmyndum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir fjármuni hins vegar ekki hverfa og segja megi að neyslunni hafi verið frestað.Grafík: Seðlabanki Íslands. Í grunnspá bankans ríkti bjartsýni um vöxt einkaneyslu á þessu ári og því spáð að hún yrði 2,4 prósent. Í mildari sviðsmyndinni er hins vegar gert ráð fyrir að hún dragist saman um 1,1 prósent og 3,8 prósent í þeirri dekkri. Ef það yrði raunin myndi einkaneysla dragast saman um 6,2 prósentur frrá árinu 2019. Allar væntingar um lítilsháttar hagvöxt á þessu ári eru brostnar og líklegt talið að hann geti orið neikvæður upp 4,8 prósent.Grafík: Seðlabanki Íslands. Allar væntingar um hagvöxt á þessu ári eru líka foknar út í veður og vind. Miðað við sögulega mikinn hagvöxt á undanförnum árum var reiknað með hóflegum hagvexti upp á 0,8 prósent á þessu ári í grunnspá Seðlabankans. En í mildari sviðsmynd bankans nú verður hagvöxtur í fyrsta skipti í mörg ár neikvæður um 2,4 prósent en 4,8 prósent í dekkri myndinni, sem yrði gífurlega mikill umsnúningur frá frá fyrra ári eða upp á 5,5 prósentur. Það ríkir aftur á móti bjartsýni í Seðlabankanum varðandi þróun verðbólgunnar og er það meðal annars skýrt með áhrifum aðgerða stjórnvalda, mikilli lækkun olíuverðs á heimsmarkaði og minni eftirspurn eftir vöru og þjónustu. Verðbólgu horfur hafa batnað ef eitthvað er frá því sem gengið var útfrá í grunnspá peningastefnunefndar Seðlabankans í febrúar.Grafík: Seðlabanki Íslands. Í mildari sviðsmynd Seðlabankans er reiknað með að verðbólga verði 1,5 prósent á þessu ári, eða o,4 prósentum minni en spáð var í grunnspá bankans. Í dekkri sviðsmyndinni er svo reiknað með að verðbólgan verði heldur lægri, eða 1,4 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ítrekaði á kynningarfundinum í dag að þessar sviðsmyndir væru aðeins tilraun til að reyna að átta sig á horfum í efnahagsmálum. Ekki væri um að ræða þjóðhagsspá sem eiins og áður sagði verður ekki lögð fram fyrr en í maí. Ásgeir segir að þá verði búið að reikna allar aðgerðir stjórnvalda og bankans inn í spána sem ætti að gefa raunhæfari mynd af stöðu mála. Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14 Svona var blaðamannafundur Seðlabankans um horfur í efnahagsmálum 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Í sviðsmyndum sem Seðlabankinn birti í dag er gert ráð fyrir að atvinnuleysi geti orðið allt að sjö prósent á þessu ári. Gengið er út frá því að ferðamenn verði allt að 90 prósent færri það sem eftir lifir árs en á sama tímabili í fyrra. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að staða og horfur í efnahagsmálum hafi breyst mikið á undraskömmum tíma. „Þessi farsótt er að valda því að það er að verða verulegur samdráttur í heimsbúskapnum. Bæði farsóttin og aðgerðir stjórnvalda til að hemja hana hafa valdið því að framleiðslukeðjur víða um heim eru í uppnámi og dregið hefur úr framleiðslugetu og framboði á vöru og þjónustu,“ sagði Þórarinn þegar hann fór yfir stöðu mála á kynningarfundi í dag. Þá hafi líka dregið verulega úr eftirspurn á heimsvísu. Þótt ekki standi til að birta þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankas fyrr en í maí setur bankinn fram tvær sviðsmyndir þar sem reynt er að leggja mat á mögulega framvindu miðað við ákveðnar forsendur. Þar er stuðst við þjóðhagslíkan bankans með ákveðnum forsendum sem megi rekja til afleiðinga farsóttarinnar. Í báðum sviðsmyndum er gert ráð fyrir að ferðamönnum fækki um 90 prósent á næstu mánuðum samanborið við árið í fyrra. Atvinnuleysi gæti orðið allt að 7 prósent á þessu ári miðað við dekkri sviðsmynd Seðlabankans.Grafík: Seðlabanki Íslands Í grunnspá peningastefnunefndar fyrir þetta ár var reiknað með að atvinnuleysi yrði 4,2 prósent á þessu ári. Í mildari sviðsmynd Seðlabankans frá í dag er hins vegar búist við aðþað verði 5,7 prósent og í þeirri dekkri að atvinnuleysið fari upp í 7 prósent. En til samanburðar varð atvinnuleysi hér á landi eftir hrun mest rúmlega 9 prósent. Einkaneysla dregst mikið saman á þessu ári samkvæmt samkvæmt sviðsmyndum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir fjármuni hins vegar ekki hverfa og segja megi að neyslunni hafi verið frestað.Grafík: Seðlabanki Íslands. Í grunnspá bankans ríkti bjartsýni um vöxt einkaneyslu á þessu ári og því spáð að hún yrði 2,4 prósent. Í mildari sviðsmyndinni er hins vegar gert ráð fyrir að hún dragist saman um 1,1 prósent og 3,8 prósent í þeirri dekkri. Ef það yrði raunin myndi einkaneysla dragast saman um 6,2 prósentur frrá árinu 2019. Allar væntingar um lítilsháttar hagvöxt á þessu ári eru brostnar og líklegt talið að hann geti orið neikvæður upp 4,8 prósent.Grafík: Seðlabanki Íslands. Allar væntingar um hagvöxt á þessu ári eru líka foknar út í veður og vind. Miðað við sögulega mikinn hagvöxt á undanförnum árum var reiknað með hóflegum hagvexti upp á 0,8 prósent á þessu ári í grunnspá Seðlabankans. En í mildari sviðsmynd bankans nú verður hagvöxtur í fyrsta skipti í mörg ár neikvæður um 2,4 prósent en 4,8 prósent í dekkri myndinni, sem yrði gífurlega mikill umsnúningur frá frá fyrra ári eða upp á 5,5 prósentur. Það ríkir aftur á móti bjartsýni í Seðlabankanum varðandi þróun verðbólgunnar og er það meðal annars skýrt með áhrifum aðgerða stjórnvalda, mikilli lækkun olíuverðs á heimsmarkaði og minni eftirspurn eftir vöru og þjónustu. Verðbólgu horfur hafa batnað ef eitthvað er frá því sem gengið var útfrá í grunnspá peningastefnunefndar Seðlabankans í febrúar.Grafík: Seðlabanki Íslands. Í mildari sviðsmynd Seðlabankans er reiknað með að verðbólga verði 1,5 prósent á þessu ári, eða o,4 prósentum minni en spáð var í grunnspá bankans. Í dekkri sviðsmyndinni er svo reiknað með að verðbólgan verði heldur lægri, eða 1,4 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ítrekaði á kynningarfundinum í dag að þessar sviðsmyndir væru aðeins tilraun til að reyna að átta sig á horfum í efnahagsmálum. Ekki væri um að ræða þjóðhagsspá sem eiins og áður sagði verður ekki lögð fram fyrr en í maí. Ásgeir segir að þá verði búið að reikna allar aðgerðir stjórnvalda og bankans inn í spána sem ætti að gefa raunhæfari mynd af stöðu mála.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14 Svona var blaðamannafundur Seðlabankans um horfur í efnahagsmálum 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14