Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2020 18:43 Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. Með því hefur Spánn tekið fram úr Kína varðandi fjölda látinna, þar sem opinberar tölur segja að 3.285 hafi dáið. Það ríki sem er hvað verst statt er Ítalía, þar sem tala látinna er 6.820. Á heimsvísu er búið að staðfesta um 450 þúsund smit og hafa rúmlega 20 þúsund látið lífið. Rúmlega 110 þúsund manns hafa smitast og náð sér, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC mun ríkisstjórn Spánar falast eftir því í kvöld að þingmenn framlengi neyðarástandsyfirlýsingu um tvær vikur. Samkvæmt neyðaraðgerðum á Spáni hefur fólki verið meinað að yfirgefa heimili sín, nema til að versla nauðsynjar eða fara til vinnu. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika og er hún með Covid-19. Kórónuveiran hefur komið verulega niður á heilbrigðisstarfsfólki á heimsvísu en hvergi verr en á Ítalíu og Spáni. Þar hefur verið skortur á hlífðarbúnaði um margra vikna skeið. Á spáni hafa um 6.500 heilbrigðisstarfsmenn smitast og samsvarar það 13,6 prósentum allra tilfella í landinu. Minnst þrír heilbrigðisstarfsmenn hafa dáið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Við erum að hruni komin. Við þurfum meira fólk,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Lidia Perera. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir þremur mánuðum að við yrðum að vinna við þessar kringumstæður á Spáni, hefði ég ekki trúað þér.“ Á Ítalíu er heilbrigðisstarfsfólk um tíu prósent allra smitaðra munu minnst 19 hafa dáið. Hjúkrunarfræðingar og læknar hafa grátbeðið ríkisstjórn landsins um fleiri grímur, hanska og gleraugu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Kína Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. Með því hefur Spánn tekið fram úr Kína varðandi fjölda látinna, þar sem opinberar tölur segja að 3.285 hafi dáið. Það ríki sem er hvað verst statt er Ítalía, þar sem tala látinna er 6.820. Á heimsvísu er búið að staðfesta um 450 þúsund smit og hafa rúmlega 20 þúsund látið lífið. Rúmlega 110 þúsund manns hafa smitast og náð sér, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC mun ríkisstjórn Spánar falast eftir því í kvöld að þingmenn framlengi neyðarástandsyfirlýsingu um tvær vikur. Samkvæmt neyðaraðgerðum á Spáni hefur fólki verið meinað að yfirgefa heimili sín, nema til að versla nauðsynjar eða fara til vinnu. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika og er hún með Covid-19. Kórónuveiran hefur komið verulega niður á heilbrigðisstarfsfólki á heimsvísu en hvergi verr en á Ítalíu og Spáni. Þar hefur verið skortur á hlífðarbúnaði um margra vikna skeið. Á spáni hafa um 6.500 heilbrigðisstarfsmenn smitast og samsvarar það 13,6 prósentum allra tilfella í landinu. Minnst þrír heilbrigðisstarfsmenn hafa dáið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Við erum að hruni komin. Við þurfum meira fólk,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Lidia Perera. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir þremur mánuðum að við yrðum að vinna við þessar kringumstæður á Spáni, hefði ég ekki trúað þér.“ Á Ítalíu er heilbrigðisstarfsfólk um tíu prósent allra smitaðra munu minnst 19 hafa dáið. Hjúkrunarfræðingar og læknar hafa grátbeðið ríkisstjórn landsins um fleiri grímur, hanska og gleraugu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Kína Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira