Ásdís: Gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 22:00 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er reyna að komast á sínu fjórðu Ólympíuleika. Getty/Alexander Hassenstein Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur farið á sína síðustu Ólympíuleika. Þetta varð ljóst eftir að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar. Arnar Björnsson ræddi við Ásdísi í Sportinu í dag. „Þetta er gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega. Á sama tíma skil ég þessa ákvörðun. Það er augljóslega mjög erfitt í ástandið í heiminum núna og þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka,“ sagði Ásdís við Arnar Björnsson í dag. Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári en er þó ekki af baki dottin. Hún ætlar að reyna komast á EM sem fer, vonandi, fram í sumar og æfir af fullum krafti. „Það hefur gengið vel að æfa. Sem betur fer er ekki búið að loka íþróttamannvirkjunum í Svíþjóð þar sem ég er búsett. Við getum enn farið á æfingar en ég hef ákveðið að vera heima eins mikið og ég get til þess að stofna heilsu minni eða annara í hættu. Ég æfi heima en fer niður í höll þrisvar til fjórum sinnum í viku.“ Hún segir að eftir því sem leið á hafi hún áttað sig á því að hún væri ekki á leið á aðra Ólympíuleika en hún hafði farið á þrjá Ólympíuleika á ferlinum. „Eftir því sem dagarnir liðu og ástandið verður verra og verra, þá áttar maður sig á því að það er enginn möguleiki á að Ólympíuleikarnir byrji í byrjun júlí. Ég var að vonast til þess að þeir yrðu færðir til loka árs, því ég hefði getað haldið áfram í nokkra mánuði í viðbót en að taka heilt nýtt tímabil með öllu saman er gríðarlegt álag á líkamanum.“ Ásdís rifjaði upp sínar stærstu stundir á ferlinum til þessa og gerði upp ferilinn í innslaginu sem má sjá hér að neðan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Klippa: Ásdís Hjálmsdóttir í Skype Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportið í dag Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur farið á sína síðustu Ólympíuleika. Þetta varð ljóst eftir að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar. Arnar Björnsson ræddi við Ásdísi í Sportinu í dag. „Þetta er gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega. Á sama tíma skil ég þessa ákvörðun. Það er augljóslega mjög erfitt í ástandið í heiminum núna og þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka,“ sagði Ásdís við Arnar Björnsson í dag. Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári en er þó ekki af baki dottin. Hún ætlar að reyna komast á EM sem fer, vonandi, fram í sumar og æfir af fullum krafti. „Það hefur gengið vel að æfa. Sem betur fer er ekki búið að loka íþróttamannvirkjunum í Svíþjóð þar sem ég er búsett. Við getum enn farið á æfingar en ég hef ákveðið að vera heima eins mikið og ég get til þess að stofna heilsu minni eða annara í hættu. Ég æfi heima en fer niður í höll þrisvar til fjórum sinnum í viku.“ Hún segir að eftir því sem leið á hafi hún áttað sig á því að hún væri ekki á leið á aðra Ólympíuleika en hún hafði farið á þrjá Ólympíuleika á ferlinum. „Eftir því sem dagarnir liðu og ástandið verður verra og verra, þá áttar maður sig á því að það er enginn möguleiki á að Ólympíuleikarnir byrji í byrjun júlí. Ég var að vonast til þess að þeir yrðu færðir til loka árs, því ég hefði getað haldið áfram í nokkra mánuði í viðbót en að taka heilt nýtt tímabil með öllu saman er gríðarlegt álag á líkamanum.“ Ásdís rifjaði upp sínar stærstu stundir á ferlinum til þessa og gerði upp ferilinn í innslaginu sem má sjá hér að neðan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Klippa: Ásdís Hjálmsdóttir í Skype
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportið í dag Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira