Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. mars 2020 07:00 Sara Lind Brynjólfsdóttir segir að slæm vinnuaðstaða og streita geti gert fólk útsettari fyrir því að gömul og ný vandamál taki sig upp í líkamanum. Vísir/Vilhelm Sara Lind Brynjólfsdóttir segir mikilvægt að fólk hugi vel að vinnuaðstöðunni heima nú þegar svo margir vinna í fjarvinnu. „Sérstaklega núna þegar við vitum ekki hversu langan tíma við þurfum að vinna heima,“ segir Sara Lind. Að hennar sögn geta gömul og ný vandamál sprottið upp ef ekki er hugað nægilega vel að vinnuaðstöðunni, ekki síst nú þegar mikil streita er í umhverfinu vegna kórónuveirunnar. Hvoru tveggja, vinnuaðstaðan og streitan, getur gert okkur útsettari fyrir vandamálum eins og verkjum í hálsi, höfði, herðum, mjóbaki og mjöðmum“ segir Sara Lind og bætir við „Þetta er hægara sagt en gert því það eru ekki allir með sérstaka aðstöðu til að vinna við, eldhúsborð kannski ekki í ákjósanlegri hæð og fleira.“ Líkamsbeitingin: Fimm mikilvæg atriði Sara Lind er með MPH próf í lýðheilsuvísindum frá HÍ, B.Sc. próf í sjúkraþjálfun frá HÍ og er stofnandi Netsjúkraþjálfunar. Sara starfar líka í forvarnarteymi VIRK. Að sögn Söru Lindar er mikilvægast að fólk vinni ekki upp í sófa eða upp í rúmi enda sé fólk fljótt að átta sig á því að það er verulega þreytandi til lengdar og ekki til þess fallið að gera líkamanum gott. Hér eru nokkur góð ráð fyrir fólk í fjarvinnu sem Sara Lind leiðir okkur í gegnum. 1. Vinnuaðstaðan Koma sér fyrir eins góðri vinnuaðstöðu og hægt er miðað við aðstæður hvers og eins. 2. Borðið Sitja við skrifborð eða eldhúsborð. 3. Tölvuskjárinn Stilla tölvuskjá: Efri brúnin á tölvuskjá á að vera í beinni sjónlínu þegar að við horfum á tölvuskjáinn. Einfalt ráð til þess er að setja bækur undir fartölvuna eða tölvuskjáinn þannig að hann verði í réttri hæð. „Þetta atriði skiptir máli því það hjálpar okkur að þurfa ekki stöðugt að vera að huga að því hvernig líkamsstaðan okkar er og gerir það að verkum að við erum líklegri til að ná að halda góðri stöðu við tölvuna“ segir Sara Lind. 4. Að forðast að stífna í hálsi og herðum Gott er að miða við að það sé meira en 90 gráðu horn á olnbogum. Það er hugsað til að forðast það að stífna upp í hálsi og herðum. Einnig er mælt með að hafa stuðning undir olnboga. 5. Setstaðan Setstaðan er sérstaklega mikilvæg og í myndbandinu sem sjá má hér að neðan eru frekari leiðbeiningar. Í setstöðunni þurfum við meðal annars að huga að eftirfarandi atriðum. Mynda 90 gráðu horn við mjöðm til að forðast það að detta í kryppu í mjóbakinu Sitja vel upp á setbeinum og toga jafnvel rasskinnarnar aðeins aftur til að ná því Hafa fótfestu á gólfi eða á fótskemli og forðast að krossleggja fætur Virkja kviðinn og opna brjóstkassann til að forðast að mjóbakið leiti í fettu Mikilvægt er þó að ná að slaka í ofangreindum stöðum, sem er mikilvægara en að ná að halda hinni fullkomnu stöðu,“ segir Sara Lind. Fólk þarf líka að passa vel upp á að standa upp á 30 mínútna fresti segir Sara Lind „og þá er góð regla að leiðrétta alltaf stöðuna þegar sest er aftur við tölvuna,“ bætir hún við. Klippa: Svona á setustaðan að vera Sara Lind bendir einnig á að ýmiss góð ráð fyrir stoðkerfisvandamál má finna á vefsíðunni velvirk.is. Heilsa Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Sara Lind Brynjólfsdóttir segir mikilvægt að fólk hugi vel að vinnuaðstöðunni heima nú þegar svo margir vinna í fjarvinnu. „Sérstaklega núna þegar við vitum ekki hversu langan tíma við þurfum að vinna heima,“ segir Sara Lind. Að hennar sögn geta gömul og ný vandamál sprottið upp ef ekki er hugað nægilega vel að vinnuaðstöðunni, ekki síst nú þegar mikil streita er í umhverfinu vegna kórónuveirunnar. Hvoru tveggja, vinnuaðstaðan og streitan, getur gert okkur útsettari fyrir vandamálum eins og verkjum í hálsi, höfði, herðum, mjóbaki og mjöðmum“ segir Sara Lind og bætir við „Þetta er hægara sagt en gert því það eru ekki allir með sérstaka aðstöðu til að vinna við, eldhúsborð kannski ekki í ákjósanlegri hæð og fleira.“ Líkamsbeitingin: Fimm mikilvæg atriði Sara Lind er með MPH próf í lýðheilsuvísindum frá HÍ, B.Sc. próf í sjúkraþjálfun frá HÍ og er stofnandi Netsjúkraþjálfunar. Sara starfar líka í forvarnarteymi VIRK. Að sögn Söru Lindar er mikilvægast að fólk vinni ekki upp í sófa eða upp í rúmi enda sé fólk fljótt að átta sig á því að það er verulega þreytandi til lengdar og ekki til þess fallið að gera líkamanum gott. Hér eru nokkur góð ráð fyrir fólk í fjarvinnu sem Sara Lind leiðir okkur í gegnum. 1. Vinnuaðstaðan Koma sér fyrir eins góðri vinnuaðstöðu og hægt er miðað við aðstæður hvers og eins. 2. Borðið Sitja við skrifborð eða eldhúsborð. 3. Tölvuskjárinn Stilla tölvuskjá: Efri brúnin á tölvuskjá á að vera í beinni sjónlínu þegar að við horfum á tölvuskjáinn. Einfalt ráð til þess er að setja bækur undir fartölvuna eða tölvuskjáinn þannig að hann verði í réttri hæð. „Þetta atriði skiptir máli því það hjálpar okkur að þurfa ekki stöðugt að vera að huga að því hvernig líkamsstaðan okkar er og gerir það að verkum að við erum líklegri til að ná að halda góðri stöðu við tölvuna“ segir Sara Lind. 4. Að forðast að stífna í hálsi og herðum Gott er að miða við að það sé meira en 90 gráðu horn á olnbogum. Það er hugsað til að forðast það að stífna upp í hálsi og herðum. Einnig er mælt með að hafa stuðning undir olnboga. 5. Setstaðan Setstaðan er sérstaklega mikilvæg og í myndbandinu sem sjá má hér að neðan eru frekari leiðbeiningar. Í setstöðunni þurfum við meðal annars að huga að eftirfarandi atriðum. Mynda 90 gráðu horn við mjöðm til að forðast það að detta í kryppu í mjóbakinu Sitja vel upp á setbeinum og toga jafnvel rasskinnarnar aðeins aftur til að ná því Hafa fótfestu á gólfi eða á fótskemli og forðast að krossleggja fætur Virkja kviðinn og opna brjóstkassann til að forðast að mjóbakið leiti í fettu Mikilvægt er þó að ná að slaka í ofangreindum stöðum, sem er mikilvægara en að ná að halda hinni fullkomnu stöðu,“ segir Sara Lind. Fólk þarf líka að passa vel upp á að standa upp á 30 mínútna fresti segir Sara Lind „og þá er góð regla að leiðrétta alltaf stöðuna þegar sest er aftur við tölvuna,“ bætir hún við. Klippa: Svona á setustaðan að vera Sara Lind bendir einnig á að ýmiss góð ráð fyrir stoðkerfisvandamál má finna á vefsíðunni velvirk.is.
Heilsa Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira