Sjúklingar og starfsmenn á Landakoti smitaðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 13:39 Tvær öldrunardeildir Landspítalans eru á Landakoti. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hefur bannað frekari innlagnir á öldunarspítalanum Landakoti vegna COVID-19-smita sem greindust þar bæði í sjúklingum og starfsfólki. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort eða hvernig starfsemi Landakots verður skert frekar vegna smitanna. Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins verður lokað vegna smits sem kom upp annars staðar á barnaspítalanum. Í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans kemur fram að lokað verði fyrir innlagnir á Landakoti á meðan smitin eru rakin. Útskriftir einstaklinga heim í sóttkví eru sagðar mögulegar en aðrar ekki. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir við Vísi að smit hafi komið upp á einni deild á Landakoti, bæði hjá sjúklingum og starfsmönnum. Landakot er öldrunarspítali þar sem starfræktar eru legudeildir, dagdeildir og endurhæfing. Már segir ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvernig starfsemin gæti verið skert vegna smitanna enda séu aðeins nokkrar klukkustundir liðnar frá því að þau komu í ljós. Talað hefur verið um að eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í áhættuhópi vegna COVID-19. Már vill ekki tjá sig um málefni sjúklinga en fullyrðir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana eins og að senda starfsfólk heim og einangra sjúklinga. „Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur að tempra frekari útbreiðslu,“ segir Már. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm Brýnt að starfsfólk fari eftir tilmælum sóttvarnalæknis Einnig verður Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins lokað á næstu dögum vegna smita sem komu upp á barnaspítalanum. Smitið tengist ekki Rjóðrinu sjálfu, að sögn Más, heldur þarf að nýta starfsfólks þess annars staðar á barnaspítalanum vegna smitanna. Rjóðrið er hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn. Sérstaklega var áréttað í tilkynningu viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar spítalans í dag að afar brýnt væri að starfsmenn spítalans gættu sérstaklega að sér utan vinnustaðarins og færu í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis þar sem nokkuð væri um smit sem væru komin til vegna samskipta utan spítalans. Már segir að borið hafi á því að starfsmenn legudeilda Landspítalans hafi smitast af COVID-19 og að þau smit verði ekki rakin til starfa þeirra. Starfsmenn sem hafi greinst smitaðir hafi smitast úti í samfélaginu. Því sé brýnt að starfsfólk spítalans gæti ríkulega að fyrirmælum sóttvarnalæknis og almannavarna um hegðun fólks í faraldrinum með tilliti til þess að halda tveggja metra fjarlægð við annað fólk og handþvottar. Reynsla Landspítalans undirstriki mikilvægi þessara tilmæla. „Ég fullyrði það að störf inni á spítalanum með COVID-sýkta einstaklinga, þegar rétt er staðið að málum, eru í rauninni ekki hættuleg. Ógn okkar sem heilbrigðiskerfis stafar af smitleiðum sem eru virkar í samfélaginum,“ segir Már. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Landspítalans frá því að faraldurinn kom upp og vinnur her manns að því að endurskipuleggja hana, að sögn Más. Dregið hefur verið úr valaðgerðum tímabundið og hefur starfsfólk þaðan verði nýtt annars staðar til að fylla í skörð þeirra sem hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar. „Við erum að reyna að nýta starfsfólkið á sem skynsamlegastan hátt,“ segir Már. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefsíðu Landspítalans eru nú 37 starfsmenn hans í einangrun og 243 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Landspítalinn hefur bannað frekari innlagnir á öldunarspítalanum Landakoti vegna COVID-19-smita sem greindust þar bæði í sjúklingum og starfsfólki. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort eða hvernig starfsemi Landakots verður skert frekar vegna smitanna. Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins verður lokað vegna smits sem kom upp annars staðar á barnaspítalanum. Í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans kemur fram að lokað verði fyrir innlagnir á Landakoti á meðan smitin eru rakin. Útskriftir einstaklinga heim í sóttkví eru sagðar mögulegar en aðrar ekki. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir við Vísi að smit hafi komið upp á einni deild á Landakoti, bæði hjá sjúklingum og starfsmönnum. Landakot er öldrunarspítali þar sem starfræktar eru legudeildir, dagdeildir og endurhæfing. Már segir ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvernig starfsemin gæti verið skert vegna smitanna enda séu aðeins nokkrar klukkustundir liðnar frá því að þau komu í ljós. Talað hefur verið um að eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í áhættuhópi vegna COVID-19. Már vill ekki tjá sig um málefni sjúklinga en fullyrðir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana eins og að senda starfsfólk heim og einangra sjúklinga. „Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur að tempra frekari útbreiðslu,“ segir Már. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm Brýnt að starfsfólk fari eftir tilmælum sóttvarnalæknis Einnig verður Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins lokað á næstu dögum vegna smita sem komu upp á barnaspítalanum. Smitið tengist ekki Rjóðrinu sjálfu, að sögn Más, heldur þarf að nýta starfsfólks þess annars staðar á barnaspítalanum vegna smitanna. Rjóðrið er hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn. Sérstaklega var áréttað í tilkynningu viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar spítalans í dag að afar brýnt væri að starfsmenn spítalans gættu sérstaklega að sér utan vinnustaðarins og færu í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis þar sem nokkuð væri um smit sem væru komin til vegna samskipta utan spítalans. Már segir að borið hafi á því að starfsmenn legudeilda Landspítalans hafi smitast af COVID-19 og að þau smit verði ekki rakin til starfa þeirra. Starfsmenn sem hafi greinst smitaðir hafi smitast úti í samfélaginu. Því sé brýnt að starfsfólk spítalans gæti ríkulega að fyrirmælum sóttvarnalæknis og almannavarna um hegðun fólks í faraldrinum með tilliti til þess að halda tveggja metra fjarlægð við annað fólk og handþvottar. Reynsla Landspítalans undirstriki mikilvægi þessara tilmæla. „Ég fullyrði það að störf inni á spítalanum með COVID-sýkta einstaklinga, þegar rétt er staðið að málum, eru í rauninni ekki hættuleg. Ógn okkar sem heilbrigðiskerfis stafar af smitleiðum sem eru virkar í samfélaginum,“ segir Már. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Landspítalans frá því að faraldurinn kom upp og vinnur her manns að því að endurskipuleggja hana, að sögn Más. Dregið hefur verið úr valaðgerðum tímabundið og hefur starfsfólk þaðan verði nýtt annars staðar til að fylla í skörð þeirra sem hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar. „Við erum að reyna að nýta starfsfólkið á sem skynsamlegastan hátt,“ segir Már. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefsíðu Landspítalans eru nú 37 starfsmenn hans í einangrun og 243 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira