Daði Freyr hefur heldur betur slegið í gegn um alla Evrópu síðustu vikur eftir að hafa slegið í gegn með laginu Think about things.
Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam í maí en búið er að aflýsa keppninni og mun hann því ekki fara með lagið í lokakeppni Eurovision. Laginu var spáð mjög góðu gengi af veðbönkum.
Eftir að keppninni var aflýst ákvað Daði að gefa frá sér ábreiðu af laginu Fuego sem sló í gegn í keppninni árið 2018.
Þá lenti söngkonan Eleni Foureira í öðru sæti í Eurovision í Lissabon en hún keppti fyrir hönd Kýpurs.
Hér að neðan má sjá útkomuna hjá Daða en þegar þess grein er skrifuð hefur verið horft á ábreiðuna 170 þúsund sinnum á YouTube.