Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar vegna páskahátíðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 21:00 Una sighvatsdóttir er búsett í Georgíu. EGILL AÐALSTEINS Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi vegna páskahátíðar. Sóttvarnarlæknir grátbiður íbúa um að iðka trú sína heima og sækja ekki kirkjur. Una Sighvatsdóttir er búsett í Georgíu þar sem vel hefur tekist að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þó svo að faraldurinn hafi ekki náðhápunkti þar eins og hérlendis. „Staðan í Georgíu hefur blessunarlega verið mjög góð. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við af mikilli festu strax frá upphafi þegar fyrstu tilfellin komu. Það hafa bara fjórir látist af völdum faraldursins í Georgíu og auðvitað vonar maður að það haldist þannig,“ sagði Una Sighvatsdóttir, útsendur sérfræðingur utanríkisráðuneytisins í Georgíu. Samkvæmt júlíanska tímatalinu sem georgíska rétttrúnaðarkirkjan fylgir er páskadagur er haldinn heilagur í Georgíu í dag. Venjan er að þúsundir manna sæki kirkju á páskadag og hefur vísindasamfélagið grátbeðið fólk um að iðka trú sína heima við. „Sett var á útgöngubann í Georgíu sem gildir á nóttunni. Páskahefðin er sú að þar er miðnæturmessa og kirkjan brást við útgöngubanninu með því að bjóða fólki að koma seint að kvöldi og vera alla nóttina í kirkjunni sem stríðir gegn öllum sóttvarnarmeðmælum. Helsta áhyggjuefnið eru athafnirnar sem tíðkast þarna en þær eru á þann veg að fólk kyssir krossa og tekur við blóði og líkama krists úr skeið og deila allir sömu skeiðinni. Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu hafa nánast grátbeðið fólk um að vera heima og biðja heima. Sóttvarnarlæknir Georgíu sagði núna fyrir helgi að þetta væri eins og að leika sér að eldi, “ sagði Una. Grátbiðja þau fólk um aðiðka trú sína heima af ótta við að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu veirunnar. „Auðvitað vonar maður það besta, að enginn hafi borið með sér veiruna inn í krikjurnar í nótt á þessum fjöldasamkomum. Það er enn alveg möguleiki að það muni ekki verða veldisvöxtur. Maður bara krossar fingur,“ sagði Una. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Georgía Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi vegna páskahátíðar. Sóttvarnarlæknir grátbiður íbúa um að iðka trú sína heima og sækja ekki kirkjur. Una Sighvatsdóttir er búsett í Georgíu þar sem vel hefur tekist að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þó svo að faraldurinn hafi ekki náðhápunkti þar eins og hérlendis. „Staðan í Georgíu hefur blessunarlega verið mjög góð. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við af mikilli festu strax frá upphafi þegar fyrstu tilfellin komu. Það hafa bara fjórir látist af völdum faraldursins í Georgíu og auðvitað vonar maður að það haldist þannig,“ sagði Una Sighvatsdóttir, útsendur sérfræðingur utanríkisráðuneytisins í Georgíu. Samkvæmt júlíanska tímatalinu sem georgíska rétttrúnaðarkirkjan fylgir er páskadagur er haldinn heilagur í Georgíu í dag. Venjan er að þúsundir manna sæki kirkju á páskadag og hefur vísindasamfélagið grátbeðið fólk um að iðka trú sína heima við. „Sett var á útgöngubann í Georgíu sem gildir á nóttunni. Páskahefðin er sú að þar er miðnæturmessa og kirkjan brást við útgöngubanninu með því að bjóða fólki að koma seint að kvöldi og vera alla nóttina í kirkjunni sem stríðir gegn öllum sóttvarnarmeðmælum. Helsta áhyggjuefnið eru athafnirnar sem tíðkast þarna en þær eru á þann veg að fólk kyssir krossa og tekur við blóði og líkama krists úr skeið og deila allir sömu skeiðinni. Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu hafa nánast grátbeðið fólk um að vera heima og biðja heima. Sóttvarnarlæknir Georgíu sagði núna fyrir helgi að þetta væri eins og að leika sér að eldi, “ sagði Una. Grátbiðja þau fólk um aðiðka trú sína heima af ótta við að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu veirunnar. „Auðvitað vonar maður það besta, að enginn hafi borið með sér veiruna inn í krikjurnar í nótt á þessum fjöldasamkomum. Það er enn alveg möguleiki að það muni ekki verða veldisvöxtur. Maður bara krossar fingur,“ sagði Una.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Georgía Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira