Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Eiður Þór Árnason skrifar 27. mars 2020 12:23 Sóttkví, heimavinna og samkomubann hafa haft mikil áhrif á notkun Strætó að undanförnu. Vísir/vilhelm Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. Notendum Strætó hefur fækkað mikið að undanförnu og var greint frá því á dögunum að farþegum hafi að meðaltali fækkað um helming frá vikunni áður. Tekjur Strætó hafa að sama skapi lækkað sambærilega samhliða fækkuninni, samkvæmt upplýsingum frá Strætó. Frá og með þriðjudeginum 31. mars munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum dögum. Einnig verður öllum næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur hætt frá og með aðfaranótt morgundags. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur, er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum. Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun. Leiðir 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri. Þess ber að geta að biðstöðvatöflum á stoppistöðvum hefur ekki verið breytt og er mælt með því að farþegar skoði tíma á heimasíðu Strætó og í appinu. Má nálgast upplýsingar um fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum hér á heimasíðu Strætó. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega. 20. mars 2020 22:05 Strætisvagn mikið skemmdur eftir samstuð við vörubíl Strætisvagn á leið 11 er illa leikinn eftir árekstur við vörubíl á Nesvegi nú á fjórða tímanum í dag. Engan sakaði við óhappið. 19. mars 2020 16:20 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. Notendum Strætó hefur fækkað mikið að undanförnu og var greint frá því á dögunum að farþegum hafi að meðaltali fækkað um helming frá vikunni áður. Tekjur Strætó hafa að sama skapi lækkað sambærilega samhliða fækkuninni, samkvæmt upplýsingum frá Strætó. Frá og með þriðjudeginum 31. mars munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum dögum. Einnig verður öllum næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur hætt frá og með aðfaranótt morgundags. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur, er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum. Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun. Leiðir 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri. Þess ber að geta að biðstöðvatöflum á stoppistöðvum hefur ekki verið breytt og er mælt með því að farþegar skoði tíma á heimasíðu Strætó og í appinu. Má nálgast upplýsingar um fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum hér á heimasíðu Strætó.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega. 20. mars 2020 22:05 Strætisvagn mikið skemmdur eftir samstuð við vörubíl Strætisvagn á leið 11 er illa leikinn eftir árekstur við vörubíl á Nesvegi nú á fjórða tímanum í dag. Engan sakaði við óhappið. 19. mars 2020 16:20 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27
Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega. 20. mars 2020 22:05
Strætisvagn mikið skemmdur eftir samstuð við vörubíl Strætisvagn á leið 11 er illa leikinn eftir árekstur við vörubíl á Nesvegi nú á fjórða tímanum í dag. Engan sakaði við óhappið. 19. mars 2020 16:20
Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50