Ekkert heyrt frá héraðssaksóknara og snýr aftur strax í fyrramálið Eiður Þór Árnason skrifar 27. mars 2020 17:54 Þorsteinn Már Baldvinsson segir næg verkefni fram undan hjá fyrirtækinu. Vísur/sigurjón Í dag tilkynnti stjórn Samherja að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi snúa aftur í stól forstjóra við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem tók við því hlutverki í nóvember í fyrra. Að sögn stjórnarformanns er Þorsteinn fenginn aftur til að „leiða aðgerðir Samherja vegna þeirra fáheyrðu aðstæðna sem eru uppi vegna útbreiðslu Covid-19.“ Sjá einnig: Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Þorsteinn steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi samstæðunnar í Namibíu. Þá gaf hann út að hann hygðist láta af stjórn á meðan rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wilborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu færi fram. Rannsóknin sem var hafin að beiðni Samherja stendur enn yfir. Segir þetta hafa verið ákvörðun stjórnar Aðspurður hvers vegna hann taki þá ákvörðun að snúa aftur í forstjórastólinn á þessum tímapunkti segir Þorsteinn um sé að ræða ákvörðun stjórnar Samherja. „Stjórnin hún óskaði eftir því við mig og ég er að sjálfsögðu bara þakklátur fyrir það traust sem þau sýna mér og að sjálfsögðu bregst ég við því með því að koma til starfa aftur,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Áður talaðir þú um að þú ætlaðir að stíga til hliðar á meðan þessari rannsókn stæði en henni er ekki lokið. Breyttist eitthvað þar? „Hún er í gangi og mun verða í gangi og er ekki á mínu borði, en menn telja aðstæður þannig að það sé rétt að ég komi aftur og fyrir það er ég sjálfsögðu þakklátur.“ Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, sitjandi forstjórar Samherja.Vísir/Sigurjón Ekki verið kallaður til skýrslutöku Hvernig miðar þeirri rannsókn áfram hjá Wikborg Rein? „Ég er ekki í þeim samskiptum. Það er á borði Björgólfs og stjórnar og eins og menn sögðu þá er stefnt að því að ljúka þessu í vor en sjálfsagt geta þær aðstæður sem nú eru haft einhver áhrif á það, en ég er ekki inn í þeim málum.“ Þorsteinn segist ekki hafa verið í samskiptum við Embætti héraðssaksóknara eða skattrannsóknarstjóra vegna rannsóknar þeirra á starfsemi Samherja. Aðrir starfsmenn félagsins og lögmaður þess hafi hins vegar átt í samskiptum við þá aðila. Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skref „Stjórn Samherja lýsti því strax yfir að hún myndi vinna með öllum þeim yfirvöldum á viðkomandi stöðum og það hefur verið gert. Þannig að ég held að þeim aðilum séu veittar þær upplýsingar sem þeir óska eftir en ég hef ekki verið í samskiptum við þá.“ Hann segist hvergi hafa verið kallaður til skýrslutöku í tengslum við rannsókn á starfsemi félagsins í Namibíu og að aðrir starfsmenn hafi ekki heldur farið í skýrslutöku hjá áðurnefndum embættum. „Það hefur enginn verið kallaður til, eftir því sem ég best veit.“ Næg verkefni fram undan Erfitt ástand er víða á erlendum fiskmörkuðum þessa dagana vegna faraldurs kórónuveiru. „Það eru þessi útgöngubönn sem er búið að grípa til bæði í Frakklandi, Spáni og í Bretlandi. Að sjálfsögðu kemur það mjög við fiskvinnslu og útgerð. Það er búið að loka öllum veitingastöðum sem er auðvitað stór markaður fyrir fiskafurðir og þá sértaklega í Bandaríkjunum. Það hefur að sjálfsögðu haft gríðarleg áhrif á reksturinn.“ Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Dalvík stuttu eftir að umfjöllun hófst um hin svonefndu Samherjaskjöl.visir/Tryggvi Páll Auk þess hafi öll dreifing fisks orðið erfiðari með minnkandi samgöngum milli landa. Nú þegar hafi verið gripið til þess ráðs að minnka starfshlutfall fólks í fiskvinnslum Samherja og starfar það nú annan hvern dag. Sjá einnig: Fjölgar um sex í rannsóknarteymi héraðssaksóknara í kjölfar Samherjamálsins „Þetta er í raun bara verkefni á næstunni, bæði mín og annarra starfsmanna Samherja. Það er að sjálfsögðu annars vegar að reyna að tryggja heilsu fólks og síðan reyna að vinna að því með þeim hvernig fjárhag þeirra er best borgið og hins vegar hvaða lausnir við finnum saman til að dreifa fisknum.“ Mætir til starfa strax í fyrramálið Ef þessi faraldur líður hjá á næstunni og þú sérð fram á að það verði búið að afstýra þessum erfiðu fjárhagsaðstæðum sem ríkja hjá fyrirtækinu áður en rannsókn Wikborg Rein er lokið, myndir þú íhuga að stíga aftur til hliðar þar til niðurstaða fáist? „Núna eru bara fyrir mér næg verkefni fram undan, það er að segja hver dagur er síbreytilegur. Ég ætla bara að láta það nægja að einbeita mér að því sem er að gerast í dag og á morgun og næstu daga þannig að ég ætla ekki að velta því fyrir mér í augnablikinu.“ Þorsteinn hyggst mæta aftur til starfa í fyrramálið. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21 Samherji óskar eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu vegna fordæmalausra aðstæðna Samherji Holding hefur óskað eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu félagsins í Eimskip eftir að félagið fór yfir mörk 30% eignarhlutar í Eimskip fyrr í mánuðinum. 20. mars 2020 18:47 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Í dag tilkynnti stjórn Samherja að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi snúa aftur í stól forstjóra við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem tók við því hlutverki í nóvember í fyrra. Að sögn stjórnarformanns er Þorsteinn fenginn aftur til að „leiða aðgerðir Samherja vegna þeirra fáheyrðu aðstæðna sem eru uppi vegna útbreiðslu Covid-19.“ Sjá einnig: Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Þorsteinn steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi samstæðunnar í Namibíu. Þá gaf hann út að hann hygðist láta af stjórn á meðan rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wilborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu færi fram. Rannsóknin sem var hafin að beiðni Samherja stendur enn yfir. Segir þetta hafa verið ákvörðun stjórnar Aðspurður hvers vegna hann taki þá ákvörðun að snúa aftur í forstjórastólinn á þessum tímapunkti segir Þorsteinn um sé að ræða ákvörðun stjórnar Samherja. „Stjórnin hún óskaði eftir því við mig og ég er að sjálfsögðu bara þakklátur fyrir það traust sem þau sýna mér og að sjálfsögðu bregst ég við því með því að koma til starfa aftur,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Áður talaðir þú um að þú ætlaðir að stíga til hliðar á meðan þessari rannsókn stæði en henni er ekki lokið. Breyttist eitthvað þar? „Hún er í gangi og mun verða í gangi og er ekki á mínu borði, en menn telja aðstæður þannig að það sé rétt að ég komi aftur og fyrir það er ég sjálfsögðu þakklátur.“ Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, sitjandi forstjórar Samherja.Vísir/Sigurjón Ekki verið kallaður til skýrslutöku Hvernig miðar þeirri rannsókn áfram hjá Wikborg Rein? „Ég er ekki í þeim samskiptum. Það er á borði Björgólfs og stjórnar og eins og menn sögðu þá er stefnt að því að ljúka þessu í vor en sjálfsagt geta þær aðstæður sem nú eru haft einhver áhrif á það, en ég er ekki inn í þeim málum.“ Þorsteinn segist ekki hafa verið í samskiptum við Embætti héraðssaksóknara eða skattrannsóknarstjóra vegna rannsóknar þeirra á starfsemi Samherja. Aðrir starfsmenn félagsins og lögmaður þess hafi hins vegar átt í samskiptum við þá aðila. Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skref „Stjórn Samherja lýsti því strax yfir að hún myndi vinna með öllum þeim yfirvöldum á viðkomandi stöðum og það hefur verið gert. Þannig að ég held að þeim aðilum séu veittar þær upplýsingar sem þeir óska eftir en ég hef ekki verið í samskiptum við þá.“ Hann segist hvergi hafa verið kallaður til skýrslutöku í tengslum við rannsókn á starfsemi félagsins í Namibíu og að aðrir starfsmenn hafi ekki heldur farið í skýrslutöku hjá áðurnefndum embættum. „Það hefur enginn verið kallaður til, eftir því sem ég best veit.“ Næg verkefni fram undan Erfitt ástand er víða á erlendum fiskmörkuðum þessa dagana vegna faraldurs kórónuveiru. „Það eru þessi útgöngubönn sem er búið að grípa til bæði í Frakklandi, Spáni og í Bretlandi. Að sjálfsögðu kemur það mjög við fiskvinnslu og útgerð. Það er búið að loka öllum veitingastöðum sem er auðvitað stór markaður fyrir fiskafurðir og þá sértaklega í Bandaríkjunum. Það hefur að sjálfsögðu haft gríðarleg áhrif á reksturinn.“ Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Dalvík stuttu eftir að umfjöllun hófst um hin svonefndu Samherjaskjöl.visir/Tryggvi Páll Auk þess hafi öll dreifing fisks orðið erfiðari með minnkandi samgöngum milli landa. Nú þegar hafi verið gripið til þess ráðs að minnka starfshlutfall fólks í fiskvinnslum Samherja og starfar það nú annan hvern dag. Sjá einnig: Fjölgar um sex í rannsóknarteymi héraðssaksóknara í kjölfar Samherjamálsins „Þetta er í raun bara verkefni á næstunni, bæði mín og annarra starfsmanna Samherja. Það er að sjálfsögðu annars vegar að reyna að tryggja heilsu fólks og síðan reyna að vinna að því með þeim hvernig fjárhag þeirra er best borgið og hins vegar hvaða lausnir við finnum saman til að dreifa fisknum.“ Mætir til starfa strax í fyrramálið Ef þessi faraldur líður hjá á næstunni og þú sérð fram á að það verði búið að afstýra þessum erfiðu fjárhagsaðstæðum sem ríkja hjá fyrirtækinu áður en rannsókn Wikborg Rein er lokið, myndir þú íhuga að stíga aftur til hliðar þar til niðurstaða fáist? „Núna eru bara fyrir mér næg verkefni fram undan, það er að segja hver dagur er síbreytilegur. Ég ætla bara að láta það nægja að einbeita mér að því sem er að gerast í dag og á morgun og næstu daga þannig að ég ætla ekki að velta því fyrir mér í augnablikinu.“ Þorsteinn hyggst mæta aftur til starfa í fyrramálið.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21 Samherji óskar eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu vegna fordæmalausra aðstæðna Samherji Holding hefur óskað eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu félagsins í Eimskip eftir að félagið fór yfir mörk 30% eignarhlutar í Eimskip fyrr í mánuðinum. 20. mars 2020 18:47 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21
Samherji óskar eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu vegna fordæmalausra aðstæðna Samherji Holding hefur óskað eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu félagsins í Eimskip eftir að félagið fór yfir mörk 30% eignarhlutar í Eimskip fyrr í mánuðinum. 20. mars 2020 18:47