Sköpum öryggi og hlúum að börnum og ungmennum: Skólahald og tilvera með breyttu sniði Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 27. mars 2020 18:53 Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Þessa dagana erum við að mæta breyttri samfélagsgerð, dagsskipulagi, vinnulagi, fjölskyldu- og félagslífi. Það er krefjandi og getur skapað óöryggi, leiða, kvíða og einmannakennd. Á breytinga- og óvissutímum höfum við gjarnan þörf fyrir að skapa okkur öryggi í gegnum rútínu og festu, en um leið hæfilega tilbreytingu sem brýtur upp tilveruna, gefur gleði og ferskleika. Gott dagsskipulag er mikilvægt svo og umhyggja og samvera nánustu í þeirri mynd sem ákjósanlegt er, jafnvel með rafrænum hætti. Andrúmsloft á heimili Hegðun foreldra og líðan þeirra hefur mikil áhrif á börn og ungmenni og andrúmsloftið á heimilinu. Því þurfum við að taka ábyrgð á eigin líðan og því sem við sköpum með nærveru okkar. Margir hafa tekið fram ,,nýjar“ – en þó kunnuglegar - leiðir til samveru og slökunar svo sem púsl, lita- og föndurbækur, bakstur og hannyrðir, meðan aðrir taka til í veiði- sauma-, eða smíðakassanum. Þetta geta verið skemmtileg samstarfsverkefni. Víða er vinnan komin heim og hugsanlega er hægt að tengja vinnuna við heimanám þannig að það séu ,,vinnu- og námslotur“ á heimilinu yfir daginn og svo hlé og samvera á milli. Látum börnin okkar finna að þau tilheyra kærleiksríkri fjölskyldu og ábyrgu samfélagi sem kemst í gegnum álag. Þegar samvera er mikil er ekki farsælt að láta litlu hlutina t.d. í umgengni ungmenna pirra sig um of. Rútína, dagleg útivera og hreyfing, hvíld, æðruleysi og samvera, en um leið svigrúm til persónulegs rýmis, eru þættir sem vert er að gefa gaum. Mikilvægt starf skólanna Stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla eiga hrós skilið fyrir að hafa unnið hörðum höndum að því að skipuleggja skólastarfið sem best á óvissutímum. Skólastarf með breyttu sniði hefur gengið vel í Garðabæ það sem af er og ber að þakka skólastjórnendum og starfsmönnum öllum sem hafa nálgast verkefnið á lausnamiðaðan og jákvæðan hátt. Á lausnamiðaðan hátt og með jákvæðni að leiðarljósi eru fundnar leiðir til mæta öryggi og hagsmunum barna og ungmenna, fjölskyldna og samfélagsins. Foreldrar og forráðamenn eru þó í lykilhlutverki varðandi vellíðan, festu og heimanám barna sinna nú sem áður. Verum til staðar fyrir börnin okkar Tölum við börnin okkar á jákvæðan og ábyrgan hátt um stöðuna og skólastarfið, öflum okkur upplýsinga ef við upplifum skort á þeim. Hægjum á okkur og einbeitum okkur að nánd og samveru, verum til staðar og sköpum börnum öryggistilfinningu. Þau upplifa líðan okkar sterkar en orð okkar, veljum að vera fyrirmyndir þannig að þau læri að efla með sér seiglu og úthald. Við vitum ekki hve lengi þessar breytingar vara og jafnvel er erfitt að segja fyrir um hvort frekari breytingar séu í farvatninu. Það sem við vitum þó er nauðsyn þess fyrir okkur hvert og eitt að styðja við eigin styrk og rósemd. Þannig sköpum við börnum okkar öryggi, betri aðstæður til umönnunar og auðveldum þeim að stunda námið. Persónulegur stöðugleiki Á óvissutímum hjálpar okkur að velja viðhorf og hugsanir sem skapa innra öryggi og persónulegan stöðugleika. Til dæmis felst vöxtur í því að taka meðvitaða ákvörðun um að efla með sér seiglu og styðja við aðra. Samkvæmt rannsóknum eru leiðir til að efla seiglu nokkrar, s.s. að hugsa til lengri tíma en taka þó einn dag fyrir í einu, leitast við að hafa ákveðna stjórn á eigin tilfinningum og hugsunum þannig að við veljum skynsemi og lausnamiðað hugarfar. Rútína skapar festu og styður við seiglu og vellíðan, þá er gott að setja á dagskrá það sem veitir ánægju en ögrar ekki örygginu. Hjálpumst að, verum skynsöm, ábyrg en bjartsýn. Tökum einn dag í einu og styðjum við börnin okkar með því að velja að efla eigin styrk og þrautseigju. Lóan er komin og sól hækkar á lofti. Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Þessa dagana erum við að mæta breyttri samfélagsgerð, dagsskipulagi, vinnulagi, fjölskyldu- og félagslífi. Það er krefjandi og getur skapað óöryggi, leiða, kvíða og einmannakennd. Á breytinga- og óvissutímum höfum við gjarnan þörf fyrir að skapa okkur öryggi í gegnum rútínu og festu, en um leið hæfilega tilbreytingu sem brýtur upp tilveruna, gefur gleði og ferskleika. Gott dagsskipulag er mikilvægt svo og umhyggja og samvera nánustu í þeirri mynd sem ákjósanlegt er, jafnvel með rafrænum hætti. Andrúmsloft á heimili Hegðun foreldra og líðan þeirra hefur mikil áhrif á börn og ungmenni og andrúmsloftið á heimilinu. Því þurfum við að taka ábyrgð á eigin líðan og því sem við sköpum með nærveru okkar. Margir hafa tekið fram ,,nýjar“ – en þó kunnuglegar - leiðir til samveru og slökunar svo sem púsl, lita- og föndurbækur, bakstur og hannyrðir, meðan aðrir taka til í veiði- sauma-, eða smíðakassanum. Þetta geta verið skemmtileg samstarfsverkefni. Víða er vinnan komin heim og hugsanlega er hægt að tengja vinnuna við heimanám þannig að það séu ,,vinnu- og námslotur“ á heimilinu yfir daginn og svo hlé og samvera á milli. Látum börnin okkar finna að þau tilheyra kærleiksríkri fjölskyldu og ábyrgu samfélagi sem kemst í gegnum álag. Þegar samvera er mikil er ekki farsælt að láta litlu hlutina t.d. í umgengni ungmenna pirra sig um of. Rútína, dagleg útivera og hreyfing, hvíld, æðruleysi og samvera, en um leið svigrúm til persónulegs rýmis, eru þættir sem vert er að gefa gaum. Mikilvægt starf skólanna Stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla eiga hrós skilið fyrir að hafa unnið hörðum höndum að því að skipuleggja skólastarfið sem best á óvissutímum. Skólastarf með breyttu sniði hefur gengið vel í Garðabæ það sem af er og ber að þakka skólastjórnendum og starfsmönnum öllum sem hafa nálgast verkefnið á lausnamiðaðan og jákvæðan hátt. Á lausnamiðaðan hátt og með jákvæðni að leiðarljósi eru fundnar leiðir til mæta öryggi og hagsmunum barna og ungmenna, fjölskyldna og samfélagsins. Foreldrar og forráðamenn eru þó í lykilhlutverki varðandi vellíðan, festu og heimanám barna sinna nú sem áður. Verum til staðar fyrir börnin okkar Tölum við börnin okkar á jákvæðan og ábyrgan hátt um stöðuna og skólastarfið, öflum okkur upplýsinga ef við upplifum skort á þeim. Hægjum á okkur og einbeitum okkur að nánd og samveru, verum til staðar og sköpum börnum öryggistilfinningu. Þau upplifa líðan okkar sterkar en orð okkar, veljum að vera fyrirmyndir þannig að þau læri að efla með sér seiglu og úthald. Við vitum ekki hve lengi þessar breytingar vara og jafnvel er erfitt að segja fyrir um hvort frekari breytingar séu í farvatninu. Það sem við vitum þó er nauðsyn þess fyrir okkur hvert og eitt að styðja við eigin styrk og rósemd. Þannig sköpum við börnum okkar öryggi, betri aðstæður til umönnunar og auðveldum þeim að stunda námið. Persónulegur stöðugleiki Á óvissutímum hjálpar okkur að velja viðhorf og hugsanir sem skapa innra öryggi og persónulegan stöðugleika. Til dæmis felst vöxtur í því að taka meðvitaða ákvörðun um að efla með sér seiglu og styðja við aðra. Samkvæmt rannsóknum eru leiðir til að efla seiglu nokkrar, s.s. að hugsa til lengri tíma en taka þó einn dag fyrir í einu, leitast við að hafa ákveðna stjórn á eigin tilfinningum og hugsunum þannig að við veljum skynsemi og lausnamiðað hugarfar. Rútína skapar festu og styður við seiglu og vellíðan, þá er gott að setja á dagskrá það sem veitir ánægju en ögrar ekki örygginu. Hjálpumst að, verum skynsöm, ábyrg en bjartsýn. Tökum einn dag í einu og styðjum við börnin okkar með því að velja að efla eigin styrk og þrautseigju. Lóan er komin og sól hækkar á lofti. Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun