Fólkið gæti verið í öndunarvél í allt að þrjár vikur Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. mars 2020 11:57 Sjúkraflutningamenn koma með sjúkling á Landspítalann í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Tveir COVID-19 sjúklingar voru lagðir inn á lungna- og smitsjúkdómadeildir Landspítalans í gær og liggja nú 18 manns inni. Sex eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir smitsjúkdómalæknir ástand flestra nokkuð stöðugt. Búast megi við að fólkið verði í öndunarvél í allt að þrjár vikur. Í gær voru staðfest smit 890. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 854 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það er aukning á fjölda sjúklinga eins og við er að búast. Það bættust núna við rétt rúmlega sextíu sjúklingar síðasta sólarhring þannig að fjöldi tilfella hefur aukist en sem betur fer í aðeins hægari takti en verstu spár gerðu ráð fyrir,“ segir Ragnar. Læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á deildinni eru í daglegum samskiptum við langflesta sjúklingana í gegn um síma. Þeir sem sýna merki um að veikindin séu að versna eru kallaðir inn á deildina til skoðunar og metið hvort innlagnar á spítalann sé þörf. „Í gær komu 25 til okkar og það lögðust tveir inn.“ Fólkið var lagt inn á smitsjúkdóma- og lungnadeildir spítalans en var þó í nokkuð stöðugu ástandi að sögn Ragnars. Þá stendur til að útskrifa 56 sjúklinga á næstu þremur dögum. „Og bróðurpartinum af hópnum líður nokkuð vel. 74 prósent eru einkennalítil núna í morgun, þannig að það eru góðar fréttir,“ segir Ragnar. 18 COVID-sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum. Fimm á lungnadeild, sjö á smitsjúkdómadeild og sex eru á gjörgæslu í öndunarvél. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, segir í samtali við fréttastofu að ástand flestra sé nokkuð stöðugt. Miðað við reynslu erlendis megi búast við því að fólkið verði í öndunarvélum í allt að þrjár vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Tveir COVID-19 sjúklingar voru lagðir inn á lungna- og smitsjúkdómadeildir Landspítalans í gær og liggja nú 18 manns inni. Sex eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir smitsjúkdómalæknir ástand flestra nokkuð stöðugt. Búast megi við að fólkið verði í öndunarvél í allt að þrjár vikur. Í gær voru staðfest smit 890. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 854 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það er aukning á fjölda sjúklinga eins og við er að búast. Það bættust núna við rétt rúmlega sextíu sjúklingar síðasta sólarhring þannig að fjöldi tilfella hefur aukist en sem betur fer í aðeins hægari takti en verstu spár gerðu ráð fyrir,“ segir Ragnar. Læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á deildinni eru í daglegum samskiptum við langflesta sjúklingana í gegn um síma. Þeir sem sýna merki um að veikindin séu að versna eru kallaðir inn á deildina til skoðunar og metið hvort innlagnar á spítalann sé þörf. „Í gær komu 25 til okkar og það lögðust tveir inn.“ Fólkið var lagt inn á smitsjúkdóma- og lungnadeildir spítalans en var þó í nokkuð stöðugu ástandi að sögn Ragnars. Þá stendur til að útskrifa 56 sjúklinga á næstu þremur dögum. „Og bróðurpartinum af hópnum líður nokkuð vel. 74 prósent eru einkennalítil núna í morgun, þannig að það eru góðar fréttir,“ segir Ragnar. 18 COVID-sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum. Fimm á lungnadeild, sjö á smitsjúkdómadeild og sex eru á gjörgæslu í öndunarvél. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, segir í samtali við fréttastofu að ástand flestra sé nokkuð stöðugt. Miðað við reynslu erlendis megi búast við því að fólkið verði í öndunarvélum í allt að þrjár vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent