Fótbolti

Brunaútsala hjá Real í sumar?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er komið að tímamótum hjá Real í sumar.
Það er komið að tímamótum hjá Real í sumar. vísir/getty

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið.

Frá þessu greinir spænski miðillinn AS en Frakkinn hefur fengið þau skilaboð frá stjórn félagsins að hann þurfi að selja áður en hann kaupir nýja leikmenn. Það þurfi að vera til peningur.

Gareth Bale, James Rodriguez og Lucas Vasquez eru líklegir til þess að yfirgefa félagið í sumar og talið er að leikmenn eins og Nacho og Marcelo gætu verið á útleið frá félaginu í sumar.

Kylian Mbappe leikmaður PSG, Eduardo Camavinga leikmaður Rennes og Rayan Cherki leikmaður Lyon eru taldir ofarlega á óskalista Zidane en leikmaður Úlfanna, Raul Jimenez, er einnig sagður á listanum.

Real er í 2. sæti spænska boltans, tveimur stigum á eftir Barcelona, þegar deildin er í hléi vegna kórónuveirunnar eins og kunnugt er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×