Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2020 07:44 Frá Nuuk á Grænlandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, laugardagskvöldi. Tilkynning þess efnis var send út klukkan 20 í gærkvöldi og tók bannið samstundis gildi. Bannið tekur til sölu og dreifingu áfengis með 2,25% áfengisstyrk eða hærri og gildir fyrst um sinn næstu átján daga, til 15. apríl, eða fram yfir páska. Athygli vekur að áfengisbannið nær ekki til alls Grænlands heldur aðeins til höfuðstaðarins Nuuk og tveggja nágrannaþorpa, Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat. Áfengi er selt í matvöruverslunum á Grænlandi, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk árið 2017. Sjá hér: Nuuk er engin afdalabyggð Kim Kielsen, sem áður var lögreglumaður, segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrst og fremst með hagsmuni barna í huga. Hér er hann í hópi flokksfélaga að fagna sigri á kosningavöku Siumut-flokksins.Stöð 2/Skjáskot úr frétt. Kim Kielsen segist í yfirlýsingu hafa tekið þessa ákvörðun til að vinna gegn útbreiðslu kórónu-faraldursins en aðallega þó til að vernda börn á heimilum. „Í aðstæðum þar sem skólum, stofnunum, veitingastöðum, börum og menningarviðburðum hefur verið lokað fylgjast yfirvöld grannt með áfengisneyslu á heimilunum. Slík þróun mun ekki aðeins hafa áhrif á börn og fjölskyldulíf, heldur mun hún einnig auka hættu á dreifingu Covid 19, þar sem fólk er minna meðvitað um hættu á smiti við áfengisdrykkju. Í Nuuk hafa nú þegar 10 tilfelli smits greinst,“ segir Kielsen. Sjá einnig: Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu „Í svona sérstökum aðstæðum verðum við að gera margar varúðarráðstafanir til að forðast smit. En kjarninn í ákvörðun minni er að vernda börn, þau verða að eiga öruggt heimili. Ég vona að sem samfélag sjáum við aðstæður barna sem sameiginlegt áhyggjuefni, að við öll stuðlum að öruggu samfélagi,“ segir Kim Kielsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um áfengi og ofbeldi á Grænlandi: Grænland Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Fyrsta tilfellið staðfest á Grænlandi Yfirvöld Grænlands hafa greint fyrsta tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, þar í landi. 16. mars 2020 15:56 Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Sjá meira
Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, laugardagskvöldi. Tilkynning þess efnis var send út klukkan 20 í gærkvöldi og tók bannið samstundis gildi. Bannið tekur til sölu og dreifingu áfengis með 2,25% áfengisstyrk eða hærri og gildir fyrst um sinn næstu átján daga, til 15. apríl, eða fram yfir páska. Athygli vekur að áfengisbannið nær ekki til alls Grænlands heldur aðeins til höfuðstaðarins Nuuk og tveggja nágrannaþorpa, Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat. Áfengi er selt í matvöruverslunum á Grænlandi, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk árið 2017. Sjá hér: Nuuk er engin afdalabyggð Kim Kielsen, sem áður var lögreglumaður, segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrst og fremst með hagsmuni barna í huga. Hér er hann í hópi flokksfélaga að fagna sigri á kosningavöku Siumut-flokksins.Stöð 2/Skjáskot úr frétt. Kim Kielsen segist í yfirlýsingu hafa tekið þessa ákvörðun til að vinna gegn útbreiðslu kórónu-faraldursins en aðallega þó til að vernda börn á heimilum. „Í aðstæðum þar sem skólum, stofnunum, veitingastöðum, börum og menningarviðburðum hefur verið lokað fylgjast yfirvöld grannt með áfengisneyslu á heimilunum. Slík þróun mun ekki aðeins hafa áhrif á börn og fjölskyldulíf, heldur mun hún einnig auka hættu á dreifingu Covid 19, þar sem fólk er minna meðvitað um hættu á smiti við áfengisdrykkju. Í Nuuk hafa nú þegar 10 tilfelli smits greinst,“ segir Kielsen. Sjá einnig: Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu „Í svona sérstökum aðstæðum verðum við að gera margar varúðarráðstafanir til að forðast smit. En kjarninn í ákvörðun minni er að vernda börn, þau verða að eiga öruggt heimili. Ég vona að sem samfélag sjáum við aðstæður barna sem sameiginlegt áhyggjuefni, að við öll stuðlum að öruggu samfélagi,“ segir Kim Kielsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um áfengi og ofbeldi á Grænlandi:
Grænland Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Fyrsta tilfellið staðfest á Grænlandi Yfirvöld Grænlands hafa greint fyrsta tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, þar í landi. 16. mars 2020 15:56 Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Sjá meira
Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05
Fyrsta tilfellið staðfest á Grænlandi Yfirvöld Grænlands hafa greint fyrsta tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, þar í landi. 16. mars 2020 15:56
Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15