Ásgeir um Guðmund: Lausnin hans sú besta í heiminum og leikmennirnir byrja að trúa því Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 07:00 Ásgeir Örn lék lengi undir stjórn Guðmundar hjá landsliðinu og ber honum söguna vel. vísir/getty Ásgeir Örn Hallgrímsson segist aldrei hafa verið ósáttur með lítinn spiltíma í landsliðinu enda hafi hann gert sér grein fyrir því að í byrjunarliðinu í hans stöðu hafi einn besti handboltamaður Íslands fyrr og síðar verið, Ólafur Stefánsson. Ásgeir Örn tilkynnti í gær að hann hugðist leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril; bæði hér heima sem og sem atvinnu- og landsliðsmaður. Hann var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars um landsliðsferilinn sinn en eins og áður segir var hann í landsliðinu á sama tíma og Ólafur. „Auðvitað var það erfitt því tækifærin voru þar af leiðandi færri en ég var aldrei eitthvað fúll. Ég ákvað það mjög snemma að vera fúll yfir því að hann væri að spila. Meira segja þegar hann var lélegur, þá skildi maður að hann væri enn að spila því það höfðu þá allir trú á því að það gæti þá hrokkið í gang hvenær sem er í rauninni. Ég sætti mig algjörlega við það,“ sagði Ásgeir áður en hann hélt áfram að hrósa liðfélögum sínum. „Svo vorum við líka með Alexander sem er líka æðislegur. Ég held að þetta hafi þróast síðar meir. Við vorum þrír og þeir byrjuðu en svo kom ég fljótlega og hvíldi annan þeirra. Við vorum alir frekar fjölhæfir sem gerði það að verkum að við gátum róterað þessum tveimur stöðum þrír. Sem gerði það að verkum að þeir gátu einbeitt sér að því sem þeir gerðu vel. Óli gat farið í hornið varnarlega og við gátum tekið bakvörðinn og allt þetta. Við náðum góðri harmoníu í þetta.“ Næst barst talið að þjálfara landsliðsins, Guðmundi Guðmundssyni. Ásgeir bar honum söguna vel og sagði að það hafi verið virkilega gott að vinna með honum. „Hann er taktískt séð frábær. Þetta skipulag og þessi undirbúningsvinna. Það sem hann hefur sem er erfitt að „pinpointa“. Hann hefur barnslega trú á því sem að hann er að gera. Lausnin hans er sú allra, allra besta í heiminum. Hann trúir því svo innilega að leikmennirnir byrja að trúa því líka. Það er alveg geggjað „element“. Okkur leið alltaf eins og við værum með öll svör, alltaf. Hann náði að koma þessum skilaboðum þannig frá sér. Að hafa hann hoppandi á kuldaskónum þarna á hliðarlínunni þegar við erum að tapa, þetta kemur svo mikið frá hjartanu. Það er svo geggjað. Þú vilt svo spila fyrir þannig þjálfara.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ásgeir Örn um Óla Stef og hvernig þjálfari Gummi er Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona rúllaði yfir Como Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson segist aldrei hafa verið ósáttur með lítinn spiltíma í landsliðinu enda hafi hann gert sér grein fyrir því að í byrjunarliðinu í hans stöðu hafi einn besti handboltamaður Íslands fyrr og síðar verið, Ólafur Stefánsson. Ásgeir Örn tilkynnti í gær að hann hugðist leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril; bæði hér heima sem og sem atvinnu- og landsliðsmaður. Hann var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars um landsliðsferilinn sinn en eins og áður segir var hann í landsliðinu á sama tíma og Ólafur. „Auðvitað var það erfitt því tækifærin voru þar af leiðandi færri en ég var aldrei eitthvað fúll. Ég ákvað það mjög snemma að vera fúll yfir því að hann væri að spila. Meira segja þegar hann var lélegur, þá skildi maður að hann væri enn að spila því það höfðu þá allir trú á því að það gæti þá hrokkið í gang hvenær sem er í rauninni. Ég sætti mig algjörlega við það,“ sagði Ásgeir áður en hann hélt áfram að hrósa liðfélögum sínum. „Svo vorum við líka með Alexander sem er líka æðislegur. Ég held að þetta hafi þróast síðar meir. Við vorum þrír og þeir byrjuðu en svo kom ég fljótlega og hvíldi annan þeirra. Við vorum alir frekar fjölhæfir sem gerði það að verkum að við gátum róterað þessum tveimur stöðum þrír. Sem gerði það að verkum að þeir gátu einbeitt sér að því sem þeir gerðu vel. Óli gat farið í hornið varnarlega og við gátum tekið bakvörðinn og allt þetta. Við náðum góðri harmoníu í þetta.“ Næst barst talið að þjálfara landsliðsins, Guðmundi Guðmundssyni. Ásgeir bar honum söguna vel og sagði að það hafi verið virkilega gott að vinna með honum. „Hann er taktískt séð frábær. Þetta skipulag og þessi undirbúningsvinna. Það sem hann hefur sem er erfitt að „pinpointa“. Hann hefur barnslega trú á því sem að hann er að gera. Lausnin hans er sú allra, allra besta í heiminum. Hann trúir því svo innilega að leikmennirnir byrja að trúa því líka. Það er alveg geggjað „element“. Okkur leið alltaf eins og við værum með öll svör, alltaf. Hann náði að koma þessum skilaboðum þannig frá sér. Að hafa hann hoppandi á kuldaskónum þarna á hliðarlínunni þegar við erum að tapa, þetta kemur svo mikið frá hjartanu. Það er svo geggjað. Þú vilt svo spila fyrir þannig þjálfara.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ásgeir Örn um Óla Stef og hvernig þjálfari Gummi er Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona rúllaði yfir Como Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira